Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 11

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 11
/Oý TDögun- i_öggœ.slusvae.ði lög»*egluuKia>* í "Reykjavík Löggæslusvæði lögreglunnar í Reykjavík er stórt, nær frá Gróttuvita á Seltjarnarnesi í Hvalfjarðarbotn og íbúatala á svæðinu er um 107.000 manns. Gera má ráð fyrir að lögreglan sinni árlega um eitt þúsund slysa- útköllum, þar af milli eitt og tvö hundruð, sem eru alvarlegs eðlis og um eitt hundrað dauðsföllum. Sérstök deild er innan lögreglunnar í Reykjavík, sem sinnir slysa- rannsóknum sérstaklega ásamt umferðar- óhöppum, en almenn deild lögreglu og umferðardeild koma töluvert mikið inn í þessi verkefni. Dauðsföllum, öðrum en þeim sem gerast í umferðinni, er almennt sinnt af almennri deild lögreglu. i-ögreglumaðu^ÍKm á veftvangi: Eins og ég nefndi í upphafi er starfsumhverfi lögreglunnar varðandi slys og dauðsföll viðkvæmt og reyndar margþætt. Það er sá þáttur lögreglustarfsins, sem veldur lög- reglumönnum hvað mestum kvíða og streitu, sérstaklega þegar sinna þarf slysum og dauðsföllum barna. Þetta kom glöggt fram í könnun, sem ég stóð fyrir meðal lögreglumanna í nóvember á síðasta ári. í framhaldi af könnuninni voru myndaðir vinnuhópar starfandi lögreglumanna og nema Lögregluskóla ríkisins, sem tilgreindu hvað það væri, sem ylli mestum kvíða og streitu við slysaútköllin og hvað þeir teldu að hægt væri að gera til að gera lögreglumenn hæfari til að takast á við þessi verkefni. Rað sem kelst veldu>* lög»*eglu- mönnum kvfða og s+»*ei+u: a) Ef börn eru þolendur. b) Slys, þar sem líf fólks getur oltið á viðbrögðum lögreglumannsins - og því, að hann geri nákvæmlega rétt. c) Óvissan um hvernig aðkoman er og hvað hefur gerst á vettvangi og sú tilfinning að vera ekki megnugur að bjarga lífi, sjá fólk deyja í höndum manns. d) Áhyggjur af því hvort unnið sé í réttri röð á vettvangi t.d. þegar lögreglu- maður er einn að störfum (enginn sjúkrabíll) og þarf að skipuleggja framkvæmd á staðnum. e) Ótti við að þekkja hinn slasaða eða látna svo sem að koma að slysi eða dauðsfalli á sínum nánustu. f) Að vettvangurinn sé þannig að lögreglan hafi ekki möguleika á að gera neitt. g) Að vera „yfirvald" á stað þar sem fólk horfir upp á slasaðan eða látinn ástvin. h) Sorgin og samúðin, sem erfitt getur reynst að láta ekki ná tökum á sér. Þetta kemur helst fram eftir á, að lokinni vakt. í) Þegar reiði aðstandenda yfir því að slys eða dauðsfall átti sér stað bitnar á lögreglumanninum. í störfum sínum hefur lögreglan oft komið í veg fyrir slys eða afleiðingar þess svo sem með slysahjálp og skjótum og réttum við- brögðum. Einnig kemur lögreglan oft í veg fyrir líkamsmeiðingar og jafnvel dauðsföll í störfum sínum og þ.m.t. sjálfsmorð. Slík tilvik eru ófá. tÁ+kallið Flestar tilkynningar um slys eða dauðsfall berast til stjórnstöðvar lögreglunnar, sem sendir þegar á staðinn og í flestum tilvikum er ekið þangað í forgangsakstri. Þar kemur margt til svo sem að með því að koma sem fyrst á staðinn geti lögreglumenn bjargað mannslífum eða komið í veg fyrir frekari afleiðingar slyss, t.d. með slysahjálp. Þýðingarmikið er að vernda vettvang sem fyrst vegna rannsóknar málsins og hafa upp á vitnum og hugsanlega þeim sem valdur er að slysinu. Fólki getur stafað hætta af slysavettvangi t.d. þar sem umferðarslys hefur orðið o. fl. mætti nefna. 11

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.