Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 32

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 32
/Oý Dögim áhersla á að lifa heilbrigðu lífi og halda þannig góðri heilsu, sem er jákvætt. Um leið setja fjölmiðlar, aðallega gegnum auglýs- ingar í dagblöðum, tímaritum, sjónvarpi, kvikmyndahúsum o.s.frv., mikinn þrýsting á fólk að uppfylla ákveðna ímynd um heilsu- samlegt útlit og sérstaklega að hafa aðlaðandi líkama. Oft er því litið á fólkmeð líkamsgalla sem „öðruvísi" á neikvæðan hátt og það fær ekki fulla viðurkenningu samfélagsins. Sá, sem er veikur, eða á einhvern hátt fatlaður, trúir oft þessari hugmynd að hann sé ekki eins mikils virði og aðrir (10-bls.62). Útlit sem víkur frá einhverjum staðli í þjóð- félaginu um hvað sé venjulegt (normalt) getur þannig valdið viðkomandi þjáningum. Sumar líkamlegar afmyndanir finnast flestum ógeðfelldar þ.e. fólki finnst óþægi- legt að horfast í augu við þær. Sá sem er þannig afmyndaður þarf þá að horfa upp á ósjálfráð viðbrögð annarra, sem geta valdið honum þjáningu. Annað fólk forðast á vandræðalegan eða „kurteisan" hátt að tala við viðkomandi eða umgangast iiann. Ef lýtið er sýnilegt öllum, t.d. í andliti, getur fólk beinlínis sýnt merki um að því hrylli við þegar það sér viðkom- andi. Vegna þessa getur fólk með slík lýti einangrast félagslega. En oft eru hugmyndir viðkomandi um hvernig aðrir sjá hann langtum neikvæðari en ástæða er til. Sumir eru heppnari en aðrir og geta falið vanda- málið, en falið eða ekki er það enn til staðar þannig að viðkomandi verður að ná að sætta sig við það. Dæmi: Karlmaður sem lamaðist fyrir framan úlnlið hafði fyrsteftir hann fór út í þjóðfélagið tilhneigingu til að fela hendur sínar því fólk horfði svo mikið á þær. Þá eru hér, nokkur góð ráð frá krabba- meinssjúklingi (8bls.32-33) sem höfða til allra sem þurfa að aðlagast breytingum á líkamsímynd sinni: - Þekkja sín takmörk og sætta sig við þau. - Ekki loka sig inni og reyna að bera allt einn heldur leita aðstoðar, fara út og hitta vini og kunningja. - Ekki láta sjúkdóminn taka öll völd. - Vera jákvæður og öðlast sjálfstraust. Samskip+i lsekms og sjúklings weð skerfa líkamsímynd Hér verður fjallað um samskipti læknis og sjúklings, og hvernig þau tengjast meðferð sjúklinga með skerta líkamsímy nd, og einnig verður minnst á undirbúning einstaklinga fyrir viðamiklar aðgerðir, sem munu hafa varanleg áhrif á líf viðkomandi. Læknirinn þarf fyrst og fremst að vinna traust sjúklingsins. Hann þarf að nota rétt samskiptaform, þ.e. að koma fram við sjúklinginn sem jafningja sinn. Hann þarf að vera vingjarnlegur og átta sig á því að þegar sjúklingurinn ákveður að koma til læknisins hefur hann ef til vill, á löngum tíma, þróað með sér ótta um að eitthvað sé að honum sem valdi varanlegu örkumli. Þurfi að fram- kvæma svo mikla aðgerð að sjúklingurinn tapi hluta líkamans, t.d. fæti, hárinu eða einhverju því sem gæti skert líkamsímynd hans, verður læknirinn að undirbúa hann vel andlega. Hann þarf að gera sjúkling- unum og/eða aðstandendum hans fulla grein fyrir hvers vegna framkvæma þarf aðgerðina, í hverju hún er fólgin og hvaða afleiðingar hún hefur fyrir sjúklinginn. T.d. eigi að laga skarð í vör barns, skal útskýra þessi atriði fyrir foreldrum barnsins og einnig hvernig ástatt verði fyrir barninu eftir aðgerðina. Segja á frá fylgikvillum, líkum á bata og einnig batahorfum sjúklings ef aðgerðin er ekki framkvæmd. Þetta þarf allt að vera sagt á skiljanlegu máli, þ ví fólk er oft í andlegu ójafnvægi undir slíkum kring- umstæðum, og veit ekki um hvað það á að spyrja, þorir það e.t.v. ekki. Einnig verður að segja sjúklingi frá þeim gervilimum eða hjálpartækjum öðrum sem í boði eru og sem geta komið honum að notum. Læknirinn má alls ekki vera allt of bjartsýnn á árangur og ekki heldur ofmeta eigin getu og halda að hann sé nær almáttugur þó margar aðgerðir 32

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.