Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 11
9. nóvember 2018 FRÉTTIR 11 kom hins vegar fram sem benti til þess að höggið hefði verið verulegt eða haft áhrif á minnið. Þann 6. júní árið 2006 var Jónas fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi og stórfelld brot á skip- stjórnarskyldum sínum. Einnig að hafa valdið konu sinni stórfelldu líkamstjóni. Hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm og var dæmd skaðabótaskylda gagnvart ætt- ingjum Friðriks og Matthildar. Var þessi dómur staðfestur þann 10. maí árið 2007. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt sakavott- orði Jónasar hafði hann í þrígang verið sakfelldur fyrir brot á tolla- lögum. Bátnum komið undan til Noregs Í september árið 2007 fékk Jónas boðun um að hefja afplánun. DV greindi frá því viku fyrr að Jónas hefði sótt um að fá náðun frá af- plánuninni. Samkvæmt heim- ildum DV á þeim tíma stóð í um- sókninni að ástæðurnar væru bág fjárhagsstaða og erfiðar fjölskyldu- aðstæður. Á sama tíma greindi DV frá því að báturinn Harpa hefði horfið úr löggæslu. Samkvæmt dómi átti að selja Hörpu á uppboði og átti ágóð- inn að renna til aðstandenda Frið- riks og Matthildar. Kom þá á daginn að Jónas hafði selt bátinn í byrjun árs 2006 og sagði hann að sýslu- maðurinn í Reykjavík hefði ekk- ert að gera með að kyrrsetja hann. Neitaði hann að segja hver hefði keypt bátinn eða hvar hann væri. Aðstandendur Matthildar og Friðriks voru hins vegar ekki sann- færð um að báturinn væri seldur enda var hann skráður í eigu Jónas- ar þegar gerðin um löggeymslu var gerð. Meðan á réttar höldunum stóð var báturinn í geymslu í bíl- skúr í Garðabæ. Í október árið 2006 þegar löggeymslan var gerð var bát- urinn í kerru við bílskúrinn. Í nóvember árið 2007 greindi DV frá því að Harpa væri í viðgerð í Noregi og væri það að beiðni Jónas- ar sjálfs. Hefði hann komið bátnum úr landi 17. nóvember árið 2006 með flutningaskipinu Kársnesi. Í janúar árið 2008 vissi norska lög- reglan hins vegar ekki hvar bátur- inn var niður kominn. Formaður á ný Í ágúst árið 2010 greindi DV frá því að Jónas hefði snúið aftur til trún- aðarstarfa fyrir Sjómannafélag Ís- lands. Til að byrja með var hann settur í nefnd til að semja um kjör fyrir sjómenn um borð í skipum Hafrannsóknarstofnunar og Land- helgisgæslunnar. Birgir Hólm Björgvinsson framkvæmdastjóri sagði þá: „Ég þekki hann vel og hann er mjög góður starfskraftur sem hef- ur unnið vel fyrir sjómenn. Þó hann hafi lent í þessu hörmulega slysi þá getur hann ekki verið með yfir sér ævilangan dóm. Málið er búið og maðurinn aldeilis búinn að taka út sinn dóm. Ég get ekki séð ann- að en að gefa verði mönnum ann- an sjéns. Það kom skýrt fram á síð- asta aðalfundi félagsins að bæði stjórnarmenn og félagsmenn vildu að hann kæmi aftur til starfa. Þar voru allir sammála og enginn mót- fallinn.“ Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn formaður félagsins aftur. Einnig var hann tekinn inn í stjórn Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra, sem þykir virðingarstaða og aðeins veitt þeim sem eru mikils metnir af sjómönnum. n Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Þórunn Jarla Valdimarsdóttir bregður upp ljóslifandi mynd af Skúla og samferðafólki hans HETJA, DREKI OG DJÖFULL VILLIMAÐUR Í PARÍS „… hún er frumlegri en flestir aðrir höfundar …“ E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N „... yndislesning, heildstæð og harmræn blanda af sársauka og sátt.“ SIÓ / KVENNABLADID. IS Kjaraviðræður 1991 Jónas ásamt Guðlaugi Þorvaldssyni sáttasemjara og Guðmundi Hallvarðssyni, formanni SÍ. „Það kom skýrt fram á síðasta aðalfundi félagsins að bæði stjórnarmenn og félagsmenn vildu að hann kæmi aftur til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.