Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 11
9. nóvember 2018 FRÉTTIR 11
kom hins vegar fram sem benti til
þess að höggið hefði verið verulegt
eða haft áhrif á minnið.
Þann 6. júní árið 2006 var Jónas
fundinn sekur fyrir manndráp af
gáleysi og stórfelld brot á skip-
stjórnarskyldum sínum. Einnig að
hafa valdið konu sinni stórfelldu
líkamstjóni. Hlaut hann þriggja
ára fangelsisdóm og var dæmd
skaðabótaskylda gagnvart ætt-
ingjum Friðriks og Matthildar. Var
þessi dómur staðfestur þann 10.
maí árið 2007. Í dómi Hæstaréttar
kom fram að samkvæmt sakavott-
orði Jónasar hafði hann í þrígang
verið sakfelldur fyrir brot á tolla-
lögum.
Bátnum komið undan til Noregs
Í september árið 2007 fékk Jónas
boðun um að hefja afplánun. DV
greindi frá því viku fyrr að Jónas
hefði sótt um að fá náðun frá af-
plánuninni. Samkvæmt heim-
ildum DV á þeim tíma stóð í um-
sókninni að ástæðurnar væru bág
fjárhagsstaða og erfiðar fjölskyldu-
aðstæður.
Á sama tíma greindi DV frá því
að báturinn Harpa hefði horfið úr
löggæslu. Samkvæmt dómi átti að
selja Hörpu á uppboði og átti ágóð-
inn að renna til aðstandenda Frið-
riks og Matthildar. Kom þá á daginn
að Jónas hafði selt bátinn í byrjun
árs 2006 og sagði hann að sýslu-
maðurinn í Reykjavík hefði ekk-
ert að gera með að kyrrsetja hann.
Neitaði hann að segja hver hefði
keypt bátinn eða hvar hann væri.
Aðstandendur Matthildar og
Friðriks voru hins vegar ekki sann-
færð um að báturinn væri seldur
enda var hann skráður í eigu Jónas-
ar þegar gerðin um löggeymslu var
gerð. Meðan á réttar höldunum
stóð var báturinn í geymslu í bíl-
skúr í Garðabæ. Í október árið 2006
þegar löggeymslan var gerð var bát-
urinn í kerru við bílskúrinn.
Í nóvember árið 2007 greindi
DV frá því að Harpa væri í viðgerð í
Noregi og væri það að beiðni Jónas-
ar sjálfs. Hefði hann komið bátnum
úr landi 17. nóvember árið 2006
með flutningaskipinu Kársnesi. Í
janúar árið 2008 vissi norska lög-
reglan hins vegar ekki hvar bátur-
inn var niður kominn.
Formaður á ný
Í ágúst árið 2010 greindi DV frá því
að Jónas hefði snúið aftur til trún-
aðarstarfa fyrir Sjómannafélag Ís-
lands. Til að byrja með var hann
settur í nefnd til að semja um kjör
fyrir sjómenn um borð í skipum
Hafrannsóknarstofnunar og Land-
helgisgæslunnar. Birgir Hólm
Björgvinsson framkvæmdastjóri
sagði þá:
„Ég þekki hann vel og hann er
mjög góður starfskraftur sem hef-
ur unnið vel fyrir sjómenn. Þó hann
hafi lent í þessu hörmulega slysi þá
getur hann ekki verið með yfir sér
ævilangan dóm. Málið er búið og
maðurinn aldeilis búinn að taka
út sinn dóm. Ég get ekki séð ann-
að en að gefa verði mönnum ann-
an sjéns. Það kom skýrt fram á síð-
asta aðalfundi félagsins að bæði
stjórnarmenn og félagsmenn vildu
að hann kæmi aftur til starfa. Þar
voru allir sammála og enginn mót-
fallinn.“
Ekki leið á löngu þar til hann var
orðinn formaður félagsins aftur.
Einnig var hann tekinn inn í stjórn
Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra,
sem þykir virðingarstaða og aðeins
veitt þeim sem eru mikils metnir af
sjómönnum. n
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
bregður upp ljóslifandi mynd
af Skúla og samferðafólki hans
HETJA,
DREKI OG
DJÖFULL
VILLIMAÐUR
Í PARÍS
„… hún er frumlegri en
flestir aðrir höfundar …“
E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N
„... yndislesning,
heildstæð og
harmræn blanda af
sársauka og sátt.“
SIÓ / KVENNABLADID. IS
Kjaraviðræður 1991 Jónas ásamt
Guðlaugi Þorvaldssyni sáttasemjara og
Guðmundi Hallvarðssyni, formanni SÍ.
„Það kom skýrt fram á síðasta
aðalfundi félagsins að bæði
stjórnarmenn og félagsmenn vildu að
hann kæmi aftur til starfa