Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 10
10 9. nóvember 2018FRÉTTIR
og vinafólki sínu út á Kollafjörð.
Þetta voru sambýlisfólkið Frið-
rik Ásgeir Hermannsson, 34 ára, og
Matthildur Victoría Harðardóttir, 51
árs. Voru þau í skemmtiferð til að
fagna því að Friðrik, sem var lög-
fræðingur, hefði flutt sitt fyrsta próf-
mál fyrir Hæstarétti.
Ljósbaujur voru í sjónum til að
leiðbeina skipum og bátum inn í
Sundahöfn en bátnum hafði ver-
ið siglt röngu megin við þær. Al-
gengt var að þeir sem þekktu vel til
á svæðinu gerðu þetta viljandi til
að stytta sér leið. Þegar liðið var á
nóttina, rétt fyrir klukkan tvö, sigldi
báturinn á Skarfasker við Viðey á
miklum hraða. Sonurinn var þá sof-
andi í gistirými bátsins en aðrir í
stýrishúsinu.
Harpa var föst á skerinu í um það
bil tuttugu mínútur. Þá var bátn-
um bakkað í tilraun til að sigla hon-
um skemmdum í höfn. Þegar leit út
fyrir að báturinn væri að sökkva hr-
ingdi Jónas í Neyðarlínuna. Eftir að
hafa siglt í um fjórar mínútur hvolfdi
bátnum og ætla má að Matthildur,
sem var í káetunni, hafi drukknað
þá.
Leitað í viku
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
ræst út ásamt lögreglunni. Þegar
lögreglumenn á gúmmíbát fundu
Hörpu meira en klukkutíma eftir
útkallið sáu þeir Jónas hangandi
utan á bátnum. Guðjóna sat þá
á kili bátsins ásamt syni þeirra.
Eftir að Jónasi og fjölskyldu hans
var bjargað um borð í gúmmí-
bátinn voru þau flutt upp á gjör-
gæsludeild. Höfðu þau fengið
mikla áverka við höggið. Jónas var
tvílærbrotinn og Guðjóna með
brotin rifbein.
Strax eftir að þeim hafði verið
bjargað hófst leitin að Friðriki og
Matthildi. Kafarar stukku í sjóinn
og fljótlega fannst lík Matt hildar.
Talið var að Friðrik hefði kafað
undir bátinn til að leita að henni
en hann fannst ekki strax.
Lögregla, björgunarsveitir, kaf-
arar frá Landhelgisgæslunni og
vinir og ættingjar Friðriks leituðu
að honum dagana á eftir. Um tíma
var veður mjög vont og aðstæður
allar erfiðar. Fljótlega hóf rann-
sóknarnefnd sjóslysa störf og var
Harpa rannsökuð í lokuðu hús-
næði. Á meðan dvöldu Jónas og
Guðjóna þungt haldin á Landspít-
alanum. Laugardaginn 17. sept-
ember, viku eftir áreksturinn,
fannst lík Friðriks neðansjávar
vestan við Viðey.
Drakk áfengi en sagðist ekki
hafa verið við stýrið
Fljótlega fór rannsókn lögreglu
að beinast að Jónasi og Guðjónu.
Viku eftir áreksturinn voru þau
yfir heyrð og höfðu þá réttarstöðu
sakborninga. Talið var að þau
hefðu neytt áfengis þetta kvöld
en rannsóknin beindist að því að
komast að því hver hefði verið við
stýrið þegar báturinn steytti á sker-
inu. Sagði Hörður Jóhannesson
aðstoðaryfirlögregluþjónn lang-
líklegast að það hafi verið Jónas.
Jónas sagðist aftur á móti ekki
muna mikið eftir atburðarásinni
vegna höfuðhöggs sem hann hlaut
við höggið. Út frá rannsókninni
var Jónas kærður fyrir manndráp
af gáleysi. Sagði hann sig frá trún-
aðarstörfum fyrir Sjómannafélag-
ið vegna þess.
Aðalmeðferð málsins hófst
föstudaginn 5. maí í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Viðurkenndi Jónas
þar að hafa drukkið áfengi þetta
umrædda kvöld. Tvö glös af gini
og rauðvín með kvöldmatnum.
Klukkan 4.09 um nóttina mældist
1,07 prómill í blóði hans sem er
langt yfir leyfilegum mörkum.
Hann sagðist þó ekki hafa fund-
ið fyrir ölvun og gæti sjálfur metið
það hvort hann gæti stjórnað báti
verandi búinn að drekka.
Jónas hafnaði því hins vegar
að hafa verið við stýrið og sagð-
ist muna atburði kvöldsins þang-
að til hann lét Matthildi um stjórn
bátsins. Hafi það verið fyrir áeggj-
an Friðriks en Jónas sagðist ekki
hafa vitað hvort hún hefði tiltek-
in réttindi til að stýra bát. Sagðist
Jónas hafa leiðbeint Matthildi
út fyrir Skarfasker en síðan væri
minnið þrotið þar til hann var
sjálfur á sundi og báturinn á hvolfi.
Var Jónas sá eini um borð sem
hafði aflað sér siglingarmenntun-
ar og því skipstjóri allan tímann
samkvæmt lögum.
Rannsókn á áverkum þeirra
sem um borð voru leiddi hins
vegar í ljós að Matthildur hefði
verið í setustofu bátsins. Lík henn-
ar var með áverka á sköflungum
en Jónas hafði brotnað á læri og
úlnlið. Þar að auki fannst kertavax
bæði á setubekk og annarri ermi
Matthildar. Auk þess höfðu bæði
Guðjóna og sonur þeirra sagt að
Matthildur hefði verið í sófa á bak
við stýrisbekkinn. Töldu dómarar
að Jónas sjálfur hefði staðið við
stýrið.
Þriggja ára fangelsisdómur
Í réttarhöldunum var gáleysi
Jónasar einnig rætt út frá vöntun
á sjókorti. Samkvæmt siglinga-
fróðum meðdómsmanni var það
frumforsenda þess að hægt væri
að sigla um svæðið með gát eins
og aðstæður voru. Jónas sjálfur
sagðist hins vegar aldrei hafa not-
að sjókort eða staðsetningartæki á
ferðum sínum um Sundin.
Eftir að báturinn steytti á sker-
inu bar Jónasi sem skipstjóra að
grípa til allra tiltækra ráðstafana
til að bjarga farþegunum. Björg-
unarbátur var geymdur í tösku í
vélarrýminu og virtist sem engar
tilraunir hafi verið gerðar til að
opna hann. Einnig voru hvorki
neyðarblys né talstöð bátsins not-
uð. Í upptökum af samtölum við
Neyðarlínuna heyrðist að Jónas
hafi vikið sér undan því að tala í
farsíma við neyðarlínuna.
Hélt lögmaður Jónasar því fram
að áhrif höfuðhöggs hefðu valdið
þessari hegðun Jónasar. Ekkert
Manndráp
af gáleysi
Jónas var
fundinn sekur
og hlaut
þriggja ára
fangelsis-
dóm.„Þegar lögreglumenn á gúmmí-
bát fundu Hörpu meira en
klukkutíma eftir útkallið sáu þeir
Jónas hangandi utan á bátnum
Bátshvarf
Hörpu var komið
undan til Noregs.