Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 62
62 FÓLK - VIÐTAL 9. nóvember 2018 það, hvernig þú heldur þeim rétt- um megin, hvort þú viljir hafa þau nálægt þér eða hvort þú viljir loka þau af. Þetta er ógeðslega erfitt.“ Sibba er hins vegar ekki eina konan sem þekkir heim fíkniefna og ofbeldis á Íslandi. Þóra Björg Sigríðardóttir er önnur kona sem rætt var við fyrir gerð myndarinn- ar, og er í Lof mér að lifa. Hún var fyrirmynd Stellu þegar hún var yngri. Stella eldri og Magnea eldri eru svo báðar byggðar á Kristínu Gerði, en saga Kristínar Gerðar er náttúrlega aðalástæðan fyrir því að myndin varð til. Þannig var mál- ið að Kristín Gerður var í mikilli neyslu og vændi. Hún á hryllilega ljóta sögu að baki. En þegar hún var komin á þrítugsaldurinn náði hún að verða edrú. Á næstu árum var hún með forvarnarfræðslu fyr- ir krakka um hættur fíkniefna- heimsins. Draugar og djöflar úr fortíðinni vildu ekki sleppa henni og á endanum yfirbuguðu þeir hana. Og Kristín framdi sjálfsvíg aðeins 31 árs að aldri. Allar lentu í kynferðisofbeldi Það að heyra allar þessar grófu sögur frá dagbókum Kristínar Gerðar, sögur frá Þóru Björgu og fleirum, tók svo sannarlega á. „Ég fann það ekki fyrr en við kláruðum myndina hvað ég var búinn á því. Ég get ekki meira í bili, sem er svo eigingjarnt því ég er ekki sjálfur að lenda í neinu, ég er bara að heyra sögur annarra. Hvað með þær sem upplifa þetta?“ Á meðan myndin var í vinnslu segir Baldvin að hann hafi náð að stilla sig af og komið fagmannlega að verkinu. „Þetta er bara vinna eins og hver önnur. En núna ný- lega þá keyrði ég á vegg. Ég er búinn að innbyrða allar þessar sögur, allar þessar áhyggjur, bú- inn að vera með þessum stelpum í mörg ár og hef átt í alls konar sam- skiptum við þær daga og nætur.“ Baldvin segir að frumsýn- ingin hafi verið sérstaklega erf- ið. „Þóra Björg kom útúrdópuð á sýninguna. Hún segir að hún hefði ekki getað séð myndina öðruvísi. Þessar stelpur eru svo illa farnar, þær eru svo skemmdar. Það þarf gríðarlega mikið til að púsla þeim aftur saman, þetta er hreinlega ömurlegt.“ Lentu allar konurnar sem þú talaðir við í grófu kynferðisof- beldi? „Já. Engin undantekning.“ Rændi 800 þúsundum af perra á síðasta ári Viðmælendur Baldvins bera ekki vott af virðingu fyrir mönnum sem vilja nýta sér neyð kvennanna. „Ein stelpan sem ég ræddi við, var duglegust í að ræna perra sem ætl- uðu að kaupa af henni vændi og þénaði 800.000 krónur á því á síð- asta ári. Hún sagði að þetta væru bara ljótir kallar og þess vegna skiptu þeir hana engu. Viðmæl- endur mínir myndu aldrei ræna góða menn, bara vonda menn. En stelpan sem var duglegust í þessu lenti í því að mynd af henni var prentuð út og send á milli ein- hverra perra til að vara við henni því hún væri að svíkja. Hún lenti líka einu sinni í því að fara heim til manns sem þekkti foreldra henn- ar. Hann reyndi náttúrlega að ljúga sig út úr því og segja að hann hafi vitað að hún væri í þessu og fengið hana til sín til að hjálpa foreldrum hennar að bjarga henni.“ Miðað við það sem hefur þegar komið fram þá hljómar Lof mér að falla ekki eins og mynd ætluð börnum. Þann 6. október gagn- rýndi Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíkni- vanda, í færslu á heimasíðu fé- lagsins, að grunnskólar færu í skipulagðar ferðir með börn á sýn- ingu. Myndin er bönnuð innan fjórtán ára og ef um var að ræða yngri bekki var beðið um leyfi for- eldra. Magnea hrynur andlega í partíinu „Þegar Silja deyr í partíinu hefði Magnea getað valið tvær leiðir. Í byrjun myndarinnar er Magnea nú þegar komin í neyslu en dauði Silju var klófestingin. Hún hefði getað orðið edrú því hún vildi ekki enda eins og Silja, eða algjörlega hrunið andlega. Hún endaði á að fara seinni leiðina. Það var hluti í sögunni sem endaði ekki í myndinni, þar sem Magnea nær að rétta úr kútnum eftir dauða Silju. Hún stenst prófin í skólanum, slítur sig frá Stellu, ger- ir málin upp við Helgu, gamla vin- konu sína. Síðan hittir hún Stellu aftur og dópið er auðvitað alveg jafn heillandi. En við ákváðum að sleppa því að hafa þennan kafla inni, því okkur fannst sterkara að sjá Silju deyja og Magnea slepp- ir sér bara. Þetta hafði þau áhrif á hana.“ Við sjáum Magneu sprauta sig í fyrsta sinn í myndinni. „Ég vildi búa til fallegasta og besta augna- blikið í lífi hennar. Stelpurnar sem ég talaði við lýstu þessu all- ar þannig, þessari alsælu. Þetta er geðveikt. Mér fannst allt í lagi að sýna hversu frábært henni fannst þetta því það var þegar komið fram í myndinni hvert Magnea var að fara í lífinu. Það átti alltaf að vera þessi undirliggjandi óþæginda- tilfinning þegar það var gaman hjá Magneu og Stellu. Áhorfendur áttu að vita að þetta ætti eftir að enda illa. Ég vil að fólk hugsi að næst þegar það prófar að sprauta sig með kontalgeni eða rítalíni, að eftir tuttugu ár verði það heima hjá einhverjum náunga sem er að berja það og nauðga því.“ „Ef þið spilið Í bljúgri bæn í jarðarförinni minni þá geng ég út“ Þótt Baldvin leikstýrði myndinni á blaði segist hann vera nokk- uð viss um að Kristín Gerður hafi stjórnað ýmsu. „Kristín er það sterkur persónuleiki að hún er að breyta Íslandi tuttugu árum eftir að hún deyr. Við sem lásum dag- bækur Kristínar kynntumst henni rosalega vel. Hún var ótrúlega klár og góður penni. Þess vegna tengdumst við henni svo sterkt, maður fann ótrúlega vel fyrir henni.“ Sem dæmi má nefna þegar ver- ið var að velja eitthvert kristilegt lag sem Ólafur Arnalds átti að syngja í meðferðinni sem Magnea fór í. „Okkur vantaði eitthvert Jesúlag og ákváðum að nota lagið Í bljúgri bæn. Síðan kemur systir Kristínar að horfa á myndina og spyr af hverju þetta lag sé í myndinni. Þá kemur í ljós að Kristín þoldi ekki þetta lag. Hún hafði sagt: „Ef þið spilið Í bljúgri bæn í jarðarförinni minni þá geng ég út.“ Þess vegna var þetta lag fullkomið.“ Baldvin segir að þetta sé eitt af mörgum dæmum um hvernig ýmislegt datt inn í myndina sem passaði fullkomlega við Kristínu án þess að það hafi verið ætl- unin upphaflega. „Kristín Júlla, sminkan í myndinni, sagði mér upphaflega frá Kristínu. Hún kom með svo mikla nærveru frá Krist- ínu á settið. Það voru mörg smá- atriði sem hún kom með inn í verkefnið, sem við hefðum aldrei fattað að bæta við.“ Hissa á að Íslendingar gefi börnum sínum lyf Lof mér að falla var sýnd á World Cinema-hluta Busan, sem er stærsta kvikmyndahátíð Asíu. „Það er allt önnur menning þar og þess vegna fengum við allt öðru- vísi spurningar. Það er mjög lítill eiturlyfjavandi í Suður-Kóreu og þau skilja ekkert hvað er í gangi á Íslandi. Þau eru líka svolítið hissa á að við séum að gefa börnunum okkar lyf. Það er mjög áhugavert að fá allt annað sjónarhorn á þessa mynd. Til dæmis var frekar spurt af hverju Stella verður edrú þegar hún á enga fjölskyldu en Magnea heldur áfram í neyslu. Hvort það sé verið að segja eitthvað með því. Þau voru alltaf að reyna að ráða í hvað ég væri að segja við áhorf- endur.“ Baldvin segir að það sé frekar hlutverk áhorfandans að túlka bíómyndina og finna meiningar og tilgang á bak við hana. Leik- stjórinn er bara málpípa sagn- anna. „Það er ekki svona mikið af pælingum á bak við hlutina. Ég hef bara gaman af því að segja sögur og knýjandi þörf til að búa til gott bíó. Flóknara er það ekki.“ n Sólrún Freyja Sen skrifaði Betri Svefn „Ef þið spil­ ið Í bljúgri bæn í jarðar­ förinni minni þá geng ég út Sigurbjörg í viðtali í Lof mér að lifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.