Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 68
68 FÓLK 9. nóvember 2018 LOKAÐIR STURTUKLEFAR MEÐ TOPPI, SPORNA GEGN RAKA OG MYGLU Kíktu á sturta.is og skoðaðu úrvalið S. 856 5566 NÝTT AÐSÓKNARMET Á DV.IS S íðustu vikur hefur vefur DV verið á mikilli siglingu og hefur aðsókn aldrei ver- ið meiri í sögu miðilsins frá stofnun hans árið 2007. Í síðustu viku heimsóttu 434.199 einstak- ir notendur vefinn. Það þýðir að þessi fjöldi kom í það minnsta einu sinni á vef DV þessa viku. Að meðaltali komu 121.503 á dag hið minnsta einu sinni og auðvit- að margir oftar en einu sinni. Þá hefur flettingum fjölgað gríðarlega og eru á virkum dögum tæplega milljón. Þá hefur auglýsingasala verið með besta móti. Samkvæmt tölum Gallup nálgast nú vefur DV vef Morgunblaðsins og Vísis og er orðinn að ákjósanlegum stað fyrir auglýsendur til að ná til fólks. Fyrra met DV var sett þegar leit að Birnu Brjánsdóttur stóð yfir. Þær tölur voru aldrei birtar enda litu starfsmenn svo á að óviðeig- andi væri að hreykja sér af aðsókn í tengslum við það átakanlega og sorglega mál. Sá árangur sem náð- ist í síðustu viku náðist með því að starfsmenn lögðu allt undir og var aðeins tímaspursmál hvenær nýtt met yrði sett. Síðustu mánuði hafa orðið miklar breytingar hjá Frjálsri fjöl- miðlun sem á og rekur DV. Segja má að á haustmánuðum hafi af- raksturinn af þessum breytingum byrjað að koma í ljós. Guðmundur R. Einarsson hannaði nýjan vef og starfar nú náið með ritstjórunum Kristjóni Kormáki og Einari Þór Sigurðssyni sem hafa síðustu ár borið vef DV á herðum sér og sett, ásamt frábærum blaðamönnum, hvert metið á fætur öðru. Þá flutti Frjáls fjölmiðlun í nýj- ar og glæsilegar höfuðstöðvar á Suðurlandsbraut 14. Ýmsar aðrar nýjungar hafa átt sér stað. DV byrj- aði með sjónvarpsútsendingar á netinu, hefur bætt við nýjum vef- hlutum og starfsfólki. Í stuttu máli er Frjáls fjölmiðlun á mikilli sigl- ingu sem sér ekki fyrir endann á. Hvers konar miðill er DV í dag? DV er eins og áður, frjáls og óháð- ur og tekur á spillingu. DV hef- ur hins vegar stækkað og er nú eins og hlaðborð þar sem allir geta fundið bita við sitt hæfi. Mið- illinn birtir í kringum 120 frétt- ir á dag. Lítill hluti af þeim er svo kallaðar gular fréttir eða æsifrétt- ir. Þær fréttir verða hins vegar oft áberandi vegna vinsælda. Blaða- menn DV hafa haldið áfram að sinna hlutverki sínu þegar kemur að rannsóknarblaðamennsku og má þar nefna ástandið í Krýsuvík, Biskupsmálið eða að vera leiðandi í umfjöllun um Braggamálið þar sem bruðlað var með almannafé. DV flettir ofan af níðingum, spill- ingu, þar má finna innihaldsrík helgarviðtöl. Sakamálin eru á sín- um stað og Tímavélin hefur sleg- ið í gegn. Á undirsíðum, eins og Fókus, sem mælist hvað eftir ann- að stærra en Smartland á Mbl. is, má lesa um hvað fræga fólkið hér heima og erlendis er að taka sér fyrir hendur ásamt ýmsu öðru áhugaverðu efni. Pressan hefur breyst að því leyti að þar er nú helst að finna erlend- ar fréttir. Á undirsíðu DV, Bleikt, er að finna áhugaverða umfjöllun um konur á öllum aldri og 433.is er á svipuðum slóðum og öll íþrótta- deild Morgunblaðsins og mælist oft stærri en Fotbolti.net. Þá er nýr Matarvefur DV orðinn stærri en Matarvefur Morgunblaðsins á ör- fáum vikum. Lesendahópur Eyj- unnar er stór og tryggur enda Eyj- an miðstöð pólitískrar umræðu í landinu. Við, starfsmenn DV, gerum okkur grein fyrir að við getum enn bætt okkur og gert betur. Það ætl- um við okkur að gera. Allir hjá Frjálsri fjölmiðlun vilja hins vegar af einlægni þakka fyrir traustið og þennan mikla stuðning. Takk fyrir okkur! Björn Þorfinnsson Fréttastjóri Einar Þór Sigurðsson Aðstoðarritstjóri Auður Ösp Guðmundsdóttir Blaðamaður Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðalritstjóri Hjálmar Friðriksson Blaðamaður Ragna Gestsdóttir Umsjónarmaður Fókus Kristján Kristjánsson Umsjónarmaður Pressunnar Aníta Estíva Harðardóttir Umsjónarmaður Bleikt Hörður Snævar Jónsson Umsjónarmaður 433 Ari Brynjólfsson Blaðamaður Ágúst Borgþór Sverrisson Blaðamaður Tómas Valgeirsson Blaðamaður Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson Blaðamaður Guðni Einarsson DV sjónvarp Lilja Katrín Gunnarsdóttir Blaðamaður Kristinn Haukur Guðnason Fréttastjóri Guðfinna Berg Stefánsdóttir Umbrot Victor Pálsson Blaðamaður á 433 Eva María Sigurðardóttir Umbrot Kolbrún Dröfn Ragnarssdóttir Sölustjóri Jóhanna Kristín Andrésdóttir Ljósmyndari Trausti Salvar Kristjánsson Umsjónarmaður Eyjunnar Guðmundur R. Einarsson Markaðs- og þróunarstjóri Karl Garðarsson Framkvæmdastjóri Kolbeinn Þorsteinsson Blaðamaður Ritstjórn DV er samsett af fjölbreyttum hópi fólks með ólíka menntun og bakgrunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.