Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 2
2 9. nóvember 2018FRÉTTIR Icelandair keypti WOW air í vik- unni, búast má við að því ferli ljúki á næstu þremur vikum. Líklegast mun Skúli Mogensen, forstjóri WOW, snúa sér að öðrum hlutum. Tekið við IKEA Skúli er alinn upp í Svíþjóð og talar reiprennandi sænsku. Það liggur beint við að Skúli taki við IKEA. Spurning hvort hann taki fjólubláa WOW- -litinn með sér. Orðið ofurstílisti Skúli hefur breyst mikið á undanförnum árum og segja má að hann hafi yngst um 20 ár á 20 árum. Hann myndi skara fram úr sem stílisti hinna ríku og frægu sem vilja gera slíkt hið sama. Gerst málari Það vita ekki margir að Skúli hafði mikinn áhuga á að mála þegar hann var ungur að árum. Hann sagði að síðustu dagar hefðu verið þeir erfiðustu á ævinni, það er spurn- ing hvort Skúli beini því í listina og gerist málari. Endurreist Pokémon Skúli, ásamt félaga sínum, gerði fót- og körfuboltamyndir að æði hér á landi á fyrri hluta tíunda áratugarins. Nú er byrjað að fjara undan Pokémonmynda- æðinu, aftur. Ef það er einhver sem getur endurreist Pokémon í þriðja skiptið þá er það Skúli. Byrjað upp á nýtt Skúli kann að setja flugfélag á laggirnar og reka það, hann gæti alveg byrjað upp á nýtt og farið í samkeppni við Icelandair. Það gæti heitið FUN air eða eitthvað álíka. hlutir sem Skúli Mogensen getur farið að gera Á þessum degi, 9. nóvember 1520 – Meira en 50 manns eru dæmdir og teknir af lífi í Stokkhólmsblóðbaðinu. Síðustu orðin „Þeir gætu ekki hitt fíl úr þessari fjarl…“ – John Sedgewick (1813–1864), hershöfðingi í her Norðurríkjanna í borgarastyrjöldinn þar í landi. Hann var skotinn af leyniskyttu. 1729– Spánn, Frakkland og Bretland staðfesta Sevillesamninginn. 1872 – Eldsvoðinn mikli í Boston á sér stað. 1953 – Kambódía fær sjálfstæði frá Frakklandi. 1965 – Roger Allen LaPorte ber eld að sjálfum sér, fyrir framan byggingu Sameinuðu þjóðanna, til að mótmæla stríðinu í Víetnam. 1998 – Dauðarefsing er afnumin með öllu í Bretlandi, fyrir hafði hún verið af- numin í morðmálum. Mynd sýnir þegar dauðadómur yfir Frederick Seddon var kveðinn upp árið 1912. O mar og 16 ára sonur hans eru á götunni og vita ekki hvar þeir munu sofa í nótt. Omar, sem er frá Marokkó, hefur búið á Íslandi í 27 ár og sonur hans er fæddur á Íslandi. Omar, sem heitir fullu nafni Omar Abenbi Mariachi, hefur greitt skatta og skyldur á Íslandi allan sinn tíma hér og er enginn óreglu- maður. Hann er því skiljanlega ósáttur við þetta hlutskipti. Omar kom til Íslands árið 1990 og starfaði við sjómennsku til 1993 og við fiskvinnslu fram til aldamóta. Vinnuslys sem hann lenti í árið 1994 leiddi til þess að hann varð óvinnufær um alda- mótin og hefur verið öryrki síðan. Tekjur Omars úr lífeyrissjóði og almannatryggingum eru samtals um 240.000 krónur á mánuði. Þann 25. október þurftu feðgarnir að yfirgefa leiguhúsnæði sem þeir hafa búið í undanfarið vegna þess að eigandinn vildi nota það til annars. Þá hófust vand- ræði Omars. Velferðarferðarsvið Kópavogsbæjar greiddi undir þá feðga nokkrar nætur á gistiheimili þar sem hver nótt kostaði 12.000 krónur. Skömmu eftir mánaða- mót tilkynnti velferðarsvið Omar hins vegar að ekki yrði greitt frekar undir þá feðga. „Komið ykkur út, sagði starfskonan við mig,“ segir Omar og þótti honum það að von- um kaldar kveðjur. Segir að félagsmálayfirvöld vilji stía feðgunum í sundur „Ég hef búið hér í 27 ár, ég er enginn hælisleitandi. Ég hef greitt hér skatta og skyldur allan minn tíma á Íslandi,“ segir Omar og er afar ósáttur við stöðuna. Hann telur sig eiga rétt á leiguhúsnæði og neitar að líta á sig sem ölm- usumann. En það gengur afar illa að finna laust húsnæði. Hon- um bauðst lítil herbergi á 140.000 krónur þar sem aðgangur að sal- erni var langt frá herberginu. Að öðru leyti hefur hann alls staðar komið að lokuðum dyrum. Omar segist hafa skynjað vilja til að stía feðgunum sundur af hálfu Velferðarsviðs Kópavogs- bæjar. „Þau sögðu að þau gætu komið syni mínum í húsnæði en mér ekki. Þau vilja aðskilja okkur. Það kemur ekki til greina. Á fund- um okkar með starfsfólkinu reyndi það að fá að tala einslega við hann en ég þvertók fyrir það. Hann er bara 16 ára og það á ekki að taka viðtöl við hann án þess að foreldri sé viðstatt,“ segir Omar. „Starfskona spurði mig líka einu sinni hvers vegna ég sendi drenginn ekki til Marokkó og þá varð ég reiður. Drengurinn er fæddur hér, hann er Íslendingur!“ Þess má geta að móðir drengsins býr í Marokkó ásamt systur hans. Velferðarsvið: Samband haft við barnavernd ef börn eiga í engin hús að venda DV hafði samband við Velferðar- svið Kópavogs sem hefur með mál Omars að gera. Vel þekkt er að fé- lagsþjónustuaðilar svari ekki fyrir- spurnum um málefni einstaklinga en DV sendi nokkrar almennar spurningar um meðferð mála af þessu tagi sem mál Omars vekur. Svar Velferðarsviðs er svohljóð- andi: „Einstaklingar og fjölskyld- ur sem missa húsnæði og leita til velferðarsviðs fá upplýsingar og ráðgjöf um hvar er helst að finna húsnæði á leigumarkaði eins og t.d. hjá leigufélögum, eftir aug- lýsingum eða á samfélagsmiðl- um og jafnframt er þeim bent á að nýta sitt félagslega net í húsnæð- isleitinni. Ef viðkomandi er á biðlista eft- ir félagslegri leiguíbúð er hann upplýstur um stöðu umsóknar varðandi stigafjölda og biðtíma á biðlista og hvers er að vænta varðandi úthlutun. Meðal bið- tími eftir félagslegri leiguíbúð er þrjú ár. Farið er yfir skattskyldar- og óskattskyldar tekjur og eigna- stöðu í þeim tilgangi að kanna hvort til staðar séu ósótt réttindi varðandi greiðslur bóta eða launa og er viðkomandi boðin að- stoð við að sækja ósóttan rétt. Þá kann að vera að viðkomandi eigi rétt á fjárhagsaðstoð skv. reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsað- stoð, til framfærslu eða skv. sérs- tökum heimildum. Í síðarnefnda tilvikinu er vísað til heimildar að veita vaxtalaust lán til fyrir- framgreiðslu húsaleigu allt að kr. 500.000,- ef fyrir liggur þinglýstur húsaleigusamningur. Þá er við- komandi upplýstur um fjárhæðir og leiðbeint með hvar sótt er um húsnæðisbætur og sérstakan hús- næðisstuðning ef fyrir liggur þing- lýstur leigusamningur. Velferðarsvið veitir einstakling- um og fjölskyldum sem missa hús- næði og eiga í engin hús að venda styrk til að greiða dvöl á gistiheim- ili í 12 nætur á meðan þeir sinna markvissri húsnæðisleit. Styrkur er kr. 5.000,- á dag og er að há- marki kr. 60.000,-. Gistikostnað umfram þá fjárhæð greiðir við- komandi sjálfur. Viðkomandi er upplýstur um að hluti af hans ráðstöfunarfé verði að fara í að greiða fyrir gistingu eða húsnæði, óháð því hvort hann gistir hjá ættingjum eða vinum, á gistiheimili, leigi svart eða með þinglýstan leigusamning. Þegar um er ræða mál þar sem barn eða börn eru í fjölskyldu sem á í engin hús að venda er send til- kynning til barnaverndar.“ Mótmælastaða í miðbænum Omar og sonur hans voru með mótmælastöðu í miðbæ Reykja- víkur á þriðjudag til að vekja athygli á máli sínu. Omar hefur leitað ásjár í sam- félögum múslima á Íslandi þar sem reynt er að greiða götu hans en hann getur ekki fengið að sofa í moskunum. Í augnablikinu er hann alveg bjargarlaus. Omar er enginn óreglumaður, hreinn og snyrtilega klæddur, kurteis og vingjarnlegur. Hann hefur fastar en lágar tekjur og leitar að litlu húsnæði sem hann gæti búið í með syni sínum, á viðráðanlegum kjörum. n Þeir sem gætu mögulega greitt götu Omars varðandi húsnæð- isleit eru beðnir um að hringja í Omar í símanúmer hans, 788- 5329. OMAR OG 16 ÁRA SONUR HANS ERU Á GÖTUNNI „Ég hef búið hér í 27 ár, ég er enginn hælisleitandi“ Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.