Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 24
24 9. nóvember 2018FRÉTTIR
FÖSTUDAGINN 30.
NÓV. OG 7. DESEMBER
LAUGARDAGANA
1. OG 8. DESEMBER
JÓLAHLAÐBORÐ
Jólagleði á Ránni í
Reykjanesbæ
Eyfi sér um jólastemminguna
BORÐAPANTANIR Í
SÍMA: 852 2083
PANTANIR@RAIN.IS
Fimm staðir til að finna álfa
M
eirihluti íslensku þjóðar-
innar trúir á álfa, yfirnátt-
úrulegar verur sem búa í
steinum og úti í hrauni.
Fram kom í könnun sem DV gerði
fyrir 20 árum að 54,4% lands-
manna tryðu á álfa og huldufólk,
í könnun Háskóla Íslands tæpum
10 árum síðar hafði trúin aukist
og trúðu þá 62% á álfa og huldu-
fólk. En hvar eru þessir álfar? Í
bókinni Krossgötur – Álfatrú, álfa-
byggðir og bannhelgi á Íslandi
eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og
Svölu Ragnarsdóttur er fjallað um
þá staði sem talið er að finna megi
álfa hér á landi. DV tók saman lista
yfir fimm staði á höfuðborgar-
svæðinu og nágrenni þess þar sem
talið er að álfar haldi sig.
Ari Brynjólfsson
ari@dv.is
Merkurgata,
Hafnarfirði
Við Merkurgötu stendur
stór álfasteinn sem
virðist standa úti á miðri
götu. Sagan segir að til
hafi staðið að brjóta hann
niður árið 1937 en það hafi
ekki tekist vegna huldu-
veru sem býr inni í stein-
inum. Járnkarl sem átti
að nota til að brjóta hann
niður stendur enn upp úr
steininum. Álfasteinninn í
Merkurgötu er friðaður af
Hafnarfjarðarbæ. Merkur-
gata er á milli Vestur-
götu og Vesturbrautar,
skammt frá bæjartorginu
við verslunarmiðstöðina
Fjörð.
Smiðjuhóll stóð suður af gamla Arnarnesbænum en er nú inni á einkalóð. Sagt er að á honum hvíli álög og ef hann yrði sleginn þá
myndu bestu mjólkurkýrnar í fjósinu falla niður dauðar. Þrátt fyrir að fjósið og kýrnar séu löngu farnar af Arnarnesinu þá er hann enn
vaxinn háum stráum. Sagan segir að breskur sjáandi hafi skoðað hólinn að beiðni íbúa og hafi átt erfitt með svefn eftir að hafa fundið
inngang álfanna inn í hólinn. Eins og áður segir er hóllinn á einkalóð og því líklegast best að skoða hann úr fjarlægð, þá einnig til að
forðast álög og svefntruflanir.
Smiðjuhóll, Arnarnesi í Garðabæ
Samkvæmt fornleifaskrá Reykjavíkur er álfabyggð í hóli við blokk-
ina Vesturberg 2–6 í Breiðholti. Hóllinn er rúmum tíu metrum frá
blokkinni og er kallaður Sauðhóll. Blokkin átti að standa þar sem
hóllinn er en það var talið óráðlegt vegna álfanna. Skammt frá er
grunnskólinn Fellaskóli, hóllinn er mjög grýttur og segir sagan að
kennarar við skólann hafi sagt börnunum að hann væri bannhelg-
ur til að koma í veg fyrir að börn meiddu sig við leik.
Sauðhóll, Breiðholti í Reykjavík
Það er ástæða fyrir því að svæðið við
Kópavogskirkju er látið í friði en þar er
talið að sé blómleg álfabyggð. Sagan
segir að þegar Borgarholtsbrautin var lögð
hafi Kópavogsbúinn Sveinn Gamalíelsson
varað álfana við áður en steinar voru
sprengdir í burtu, álfarnir hafi þá fært sig.
Álfarnir í Borgarholtinu virðast hrifnari af
börnum en fullorðum og er sagt að þeir
hafi átt á samskiptum við leikskólabörn.
Borgarholt, Kópavogi
Hafnarfjörður er sannkallaður
álfabær. Fram kom í úttekt sjá-
andans Erlu Stefánsdóttur, sem
hún gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ
á tíunda áratug síðustu aldar, að
þar sé merkilegasta og stærsta
álfabyggðin í bænum. Ein elsta
frásögnin af staðnum er um
Gunnar Bjarnason, bónda í
Hamarskoti, sem heyrði söng frá
Hamrinum að kvöldi til um jól.
Gunnar gekk á hljóðið og fann
dyr. Fór hann inn í híbýli álfanna
en lét sig fljótt hverfa þegar
söngnum lauk. Hamarinn er fyrir
ofan Lækinn í Hafnarfirði, við
hliðina á Flensborgarskólanum.
Hamarinn,
Hafnarfirði