Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 49
FÓLK - VIÐTAL 499. nóvember 2018
„Eftir öll skiptin sem Georg
meiddi mig þá bað hann mig af-
sökunar og virtist líða illa yfir
þessu. Eins og hann hefði verið á
einhvers konar „fylleríi“ og fengið
útrás fyrir eitthvað. Ég sagði hon-
um þá að þetta væri allt í lagi og
hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur
af þessu. En síðan endurtók þetta
sig. Hann sagði mér líka að ef ég
segði mömmu eða einhverjum
öðrum frá þessu myndi hún fara
til helvítis. Hann var mjög klárt
kvikindi,“ segir Valgarður og brosir
hæðnislega.
Margrét Müller beitti nemend-
ur í Landakotsskóla kynferðisof-
beldi líkt og Georg. Valgarður seg-
ir að hún hefði aðeins beitt hann
líkamlegu ofbeldi, slegið hann og
rifið í hár.
Átta ára gamall byrjaði Valgarð-
ur að æfa ballett og tveimur árum
síðar karate og íslenska glímu. Um
þetta leyti var hann að átta sig á því
að meðferð Georgs væri ekki í lagi
og hann þyrfti að losna undan að-
stæðunum.
„Ég hætti að kenna sjálfum mér
um og sá að þetta var sjúkt. Ég var
einsamall, fastur í helvíti og komst
ekki út. Gat hvorki hætt í skólanum
né sagt neinum frá þessu. Heldur
ekki hringt í barnavernd, vissi ekki
einu sinni að hún væri til. Þegar
ég var á síðasta árinu mínu í skól-
anum notaði ég það sem ég hafði
lært í karate og lamdi Georg. Hann
fór í gólfið inni á skrifstofunni og
þá urðu ákveðin vatnaskil. Þá sá
Georg að hann var búinn að missa
mig og hætti að boða mig á skrif-
stofuna. Væntanlega tekið ein-
hvern annan í staðinn.“
Valgarður fékk refsingu fyrir
uppreisn sína. Allan tólf ára bekk-
inn var hann látinn dúsa í skam-
markróknum í enda stofunnar. Í
stærðfræði, sem Georg kenndi, var
Valgarður oft tekin upp að töflu og
niðurlægður fyrir framan bekkinn.
„Georg horfði alltaf á mig með
sorgarsvip eftir þetta, en ég upp-
lifði frelsi. Mér var alveg sama þó
að ég þyrfti að sitja í þessum skam-
markrók og væri tekinn fyrir í tím-
um. Ég var svo feginn að vera laus.“
Séra Georg lést sumarið 2008
og skömmu síðar fleygði Margrét
Müller sér út um glugga turns-
ins í Landakoti. Þremur árum
síðar komu glæpir þeirra upp á
yfirborðið og nemendur lýstu op-
inberlega því skelfilega ofbeldi
sem þeir höfðu sætt. Það var á
þessum tíma sem Valgarður komst
í fréttirnar fyrir reiðikast sem hann
tók þar sem hann braut 21 rúðu
skólans.
Tólf ára fíkill
Um það leyti sem Valgarður var að
klára Landakotsskóla var hann í
stífum ballett- og karateæfingum,
fimm sinnum í viku. En hann var
mikið verkjaður, bæði í olnbog-
um og hnjám. Hann sagði móð-
ur sinni frá verkjunum og hún lét
hann hafa lyf við þeim, sem hún
átti nóg til af. Voru það verkja-
lyf á borð við Dolvipar, Parkódín
og vægari morfínskyld lyf. Fann
hann strax fyrir því að lyfin slógu
á verkina og honum leið mun bet-
ur.
„Þá fór ég á fullt í að misnota
þessi lyf. Ég tók inn lyf og um leið
og áhrifin dvínuðu útvegaði ég
mér meira. Ég stal frá mömmu.
Stal á öllum stöðum sem ég kom,
ömmu, afa, frændfólki. Ég var í
gagnfræðaskóla en orðinn algjör-
lega háður þessum lyfjum. Ef þú
ert háður morfínlyfjum verður þú
veikur ef þú tekur þau ekki. Þessi
lyf voru til á velflestum heimilum
og ég vissi hvert ég átti að fara, í
eldhúsin, svefnherbergin og bað-
herbergin. Fjórtán og fimmtán
ára var ég farinn að brjótast inn.
Ég fann opnar svaladyr og fór inn
en passaði mig á að taka ekki of
mikið og aðeins lyfin, því þá gat
ég komið aftur seinna. Ef ég fann
ekkert, gat ég keypt hjá tveimur
fíkniefnasölum sem ég kynntist.“
Kunni að halda kjafti
Í gegnum þessa fíkniefnasala
kynntist Valgarður fíkniefnaheim-
inum. Hann segir að þessi heim-
ur hafi verið allt annar en í dag.
Flestir notuðu hass og amfetamín
en fáir morfínlyf. Morfínfíklar
voru yfirleitt fólk sem hafði próf-
að allt og var komið á vissa enda-
stöð í neyslunni. Það má því segja
að Valgarður hafi byrjað á öfugum
enda í sinni neyslu.
Varstu að drekka líka?
„Nei, ekki fyrr en ég var orðinn
sautján ára. Þá var ég á löggustöð-
inni nánast í hverri viku, alltaf í
slagsmálum og látum. Þegar mað-
ur drekkur ofan í þessi lyf verð-
ur maður alveg snarruglaður. Fer
í „blackout“ og gerir alls kyns vit-
leysu. Ræðst á annað fólk, brýst
inn á heimili og gerir óskunda.
Maður verður alveg stjórnlaus.“
Gastu haldið þér gangandi,
í námi og slíku, þótt þú værir
alltaf í vímu?
„Já, einhvern veginn. Ég
fór í MR og út á við var líf mitt
ósköp venjulegt. Ég náði að
halda þessu leyndu, lærði að
ljúga, stela, spila með fólk og fá
mínu framgengt. Fjölskylda mín
vissi ekkert af þessu þegar ég
var svona ungur. Ég hafði lært
hvernig ætti að halda kjafti hjá
séra Georg, eitt af því fyrsta sem
hann kenndi mér var að geyma
leyndarmál. Með tímanum átti
ég minni og minni samleið með
öðrum unglingum og einangr-
aðist. Ef ég var í hópi sem var
til dæmis að spila tölvuleiki, á
Commodore eða Sinclair, gat ég
ekki samsamað mig. Þeir voru í
annarri vídd en ég. Ég var farinn
að finnast ég vera tveir menn.
Oft velti ég því fyrir mér hvor ég
væri, góði mömmustrákurinn og
menntaskólagæinn eða lyginn,
þjófóttur fíkill.“
Valgarður var ungur og fékk
væga meðhöndlun hjá lög-
reglunni. Aldrei sat hann meira
en yfir eina nótt í fangelsi. Hann
fékk engar ákærur og enga dóma.
En hann fékk heldur aldrei nein
boð um hjálp við sínum vanda,
heldur var beðið eftir að hann
kæmi aftur. Hann kláraði stúd-
entsprófið „mökkruglaður“
„Ég vissi
ekkert hvað
hann var að gera
þegar hann stakk
typpinu ofan í kok-
ið á mér
Ungur morfínfíkill Faldi og fjármagnaði
neysluna með lygum og þjófnaði.
Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri