Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 38
Vélar, verkstæði og verktakar 9. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ
Ljósboginn er verslun sem sér-hæfir sig í sölu alternatora og startara í allar tegundir bíla,
vinnuvéla og báta. Við leggjum mikla
áherslu á að eiga fjölbreyttan lager
af original og eftirmarkaðs vörum
frá birgjum í Hollandi, Þýskalandi og
víðar. Einnig flytjum við inn rafstöðvar
í öllum stærðum og eigum til á lager
rafstöðvar frá 1–6kW. Síðan erum við
með mikið úrval af ljósabúnaði á kerrur
og vagna, vinnuljós og viðvörunarljós.
Aðalljós og afturljós á vörubíla og hjól-
koppar frá 15“ upp í 22.5“ fyrir vöru-
og sendibíla.
Saga fyrirtækisins
Ljósboginn var stofnaður árið 1957 af
Sveini B. Ólafsyni rafvélameistara. Var
fyrirtækið þá staðsett að Hverfisgötu.
„Þar unnu menn aðallega við að vinda
rafmótora og við viðgerðir á dínamó-
um og störturum. Einnig var unnið
við húsaraflagnir og rafvélaviðgerðir
ásamt fleiri tilfallandi verkefnum svo
sem viðgerðir á jólaseríum og einnig
öðrum heimilisrafmagnsáhöldum. Á
þessum tíma var náttúrlega engu hent
sem einhver not voru í. Það var reynt
eftir fremsta megni að lægfæra alla
hluti,“ segir Sveinn.
Reksturinn breytist
Árið 1980 festi Ljósboginn kaup á
húsnæði að Mjölnisholti. Þar var mun
rýmra um reksturinn og var innflutn-
ingur á efni til endurnýjunar á raf-
mótorum, dínamóum og störturum
orðinn mun umsvifameiri. Árið 1986
flutti Ljósboginn í Rauðagerði, en þá
hætti Sveinn viðgerðum á rafmótor-
um, alternatorum og störturum. Hann
sneri sér þá aðallega að innflutningi á
alternatorum og störturum og tengd-
um varahlutum. Næstu árin þjónaði
fyrirtækið aðallega rafvélaverkstæð-
um og einstaklingum.
Reksturinn í dag
Árið 2006 seldi Sveinn Ljósbogann til
Ársæls Friðrikssonar og Þórarins Ás-
geirssonar. Fljótlega eftir söluna flutti
Ljósboginn að Bíldshöfða 14 í stærra
húsnæði. Nýju eigendurnir hafa unnið
í því að fjölga vöruflokkum til að geta
sinnt þörfum viðskiptavinanna sem
allra best og bjóða góðar vörur á hag-
kvæmu verði.
Nánari upplýsingar má nálgast á
www.ljosboginn.is
Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík
Sími: 553-1244
Netpóstur: ljosbogin@ljosboginn.is n
Ljósboginn er rótgróið fyrirtæki
sem starfað hefur í rúmlega 60 ár