Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 66
66 9. nóvember 2018TÍMAVÉLIN Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 E f eldur kom upp í íbúðar- húsum í upphafi síðustu aldar voru um tíu prósent líkur á að heimilisfólkið myndi bíða bana. Hundrað árum síðar hefur tölfræðin sem bet- ur fer breyst mikið og nú eru lík- urnar á að fólk látist í eldsvoða í íbúðarhúsum eitt prósent. Þess- ar tölur eiga við í Bandaríkjunum og Bretlandi og eru væntanlega á svipuðu róli hér á landi. Ekki þarf að efast um að ein helsta or- sök þessarar stórbættu tölfræði sé tilkoma reykskynjarans. Reyk- skynjarar eru ódýrt og einfalt tæki sem getur bjargað manns- lífum. Þeir komu fyrst fram á sjón- arsviðið undir lok nítjándu ald- ar. George Andrew Darby fékk einkaleyfi á fyrsta reykskynjar- anum árið 1902 í Birmingham á Englandi. Tuttugu árum síð- ar var svissneski eðlisfræðingur Walter Jaeger að reyna að búa til gasskynjara en það gekk illa. Dag einn sat hann við skrifborðið sitt og kveikti sér í sígarettu. Honum til mikillar undrunar sá hann að „gasskynjarinn“ hans brást við reyknum frá sígarettunni. Þetta vakti áhuga hans og hann hóf þróun reykskynjara og lagði grunninn að reykskynjurum eins og við þekkjum þá í dag. Samlandi hans, eðlis- fræðingurinn Ernst Meli, þróaði árið 1939 tæki sem gat skynjað gas í námum. Hann fann einnig upp kalt-bakskaut sem gat magn- að rafboðin, sem skynjarinn bjó til, svo mikið að þau náðu eyrum fólks. Þar með var jónaskynjandi reykskynjarinn kominn fram á sjónarsviðið. Þessi tegund reyk- skynjara var mjög dýr og á fárra færi að kaupa hana. Þegar hún kom á markað í Bandaríkunum í upphafi sjötta áratugarins var notkunin bundin við iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Duane Pearsall er talinn vera „faðir reykskynjarans“ en hann og kollegi hans, Stanley Bennett Peterson, þróuðu fyrsta reykja- skynjarann sem var ætlaður til notkunar á heimilum. Hann nefndist SmokeGard 700 og var úr eldþolnu stáli og eins og bý- kúpa í laginu. Skyjarinn notaði rafhlöðu og var því fjárhagslega hagkvæmur. En reykskynjarar voru enn dýrir og ekki á allra færi að eign- ast þessi nauðsynjatæki en með frekari þróun og samkeppni í framleiðslu þeirra urðu þeir sí- fellt ódýrari og á flestra færi að kaupa þá. Salan jókst sífellt enda var farið að hamra á því að reyk- skynjarar björguðu mannslífum og hlutfall heimila, þar sem reyk- skynjarar voru, jókst sífellt. Í dag er talið að reykskynjarar séu á 96 prósentum bandarískra heimila og 85 prósentum breskra heim- ila. En það sorglega í þessu öllu saman er að talið er að um 30 prósent þessara reykskynjara virki ekki. Þeir eru of gamlir, engar rafhlöður í þeim eða að eigendurnir hafi ekki skipt um rafhlöður þegar þörf krefur. n REYKSKYNJARAR GETA BJARGAÐ MANNSLÍFUM n Hver er saga þeirra? Reykskynjari Þarfaþing á hverju heimili. Duane Pearsall Faðir reykskynjarans. S máríkið Liechtenstein er ekki beint þekkt sem mik- ið hernaðarveldi enda er íbúafjöldinn svipaður og í Kópavogi. Hertogadæmið hefur þó fengið sinn skerf af innrásum og yfirtöku líkt og flest Evrópuríki í gegnum aldirnar. Til dæmis þegar Napóleon Frakklandskeisari lagði það undir sig í upphafi nítjándu aldar í tilraun sinni til að verða al- heimseinvaldur. Landið er Alparíki, klesst á milli Sviss og Austurríkis. Það hefur því ekki beint verið í eldlínunni síð- an á dögum Napóleons. Dátar frá Liechtenstein lentu síðast í átök- um árið 1866 í hinu svokallaða Sjö vikna stríði á milli Austurríkis- manna og Prússa. Þá var landið hluti af laustengdu bandalagi þýskra ríkja. Sum þýsk smáríki studdu Austur ríkismenn en önnur Prússa í stríðinu. Auk þess studdu Ítalir, undir stjórn herforingjans Gari- baldi, þá síðarnefndu. Jóhann II prins af Liechtenstein tók þá ákvörðun að styðja Austurríkis- menn og sendi voldugan 80 manna her til að berjast fyrir keisarann. Jóhann gat hins vegar ekki hugs- að sér það að dátar hans berðust við aðra Þjóðverja. Því var stuðn- ingur Liechtenstein bundinn því að dátarnir berðust einungis við Ítali. Tóku þeir sér stöðu við landa- mæri Liechtenstein og Austurríkis, á svæði sem nefnist Stilfse Joch. Hermenn Jóhanns prins stóðu vörð í sjö vikur en aldrei kom her Garibaldi. Þann 22. júlí lauk stríð- inu með afgerandi sigri Prússa. Engu að síður marseruðu her- menn Liechtenstein inn í höfuð- staðinn Vaduz við mikinn fögnuð bæjarbúa. Það sem var undarlegast við þetta var að 81 sneri til baka og hafði dátunum þá fjölgað um einn. Skýringin var sú að ítalskur mað- ur hafði gengið í herdeildina og fór með henni til Vaduz. Tveimur árum síðar var banda- lag þýsku ríkjanna leyst upp og her Liechtenstein sömuleiðis. Jó- hann lýsti yfir ævarandi hlut- leysi landsins en tryggði jafnframt áframhaldandi tengsl við Austur- ríki. Hlutleysi Liechtenstein hefur haldið allar götur síðan og slapp landið við innrásir í báðum heims- styrjöldum. n Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is 80 FÓRU Í STRÍÐ EN 81 SNERI HEIM n Her Liechtenstein mætti lítilli andstöðu 1866 Blóðugt stríð milli Austurríkis- manna og Prússa. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.