Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 70
70 9. nóvember 2018FÓKUS
„Ég er að gera
þetta fyrir
mömmu mína“
M
agdalena Rós Hauks-
dóttir Clark er 25 ára
og á sér markmið fyrir
jólin. Magdalena selur
jólasveinasegla, sem móðir
hennar, Maureen Patricia Clark,
bjó til í veikindum sínum. Með
sölunni er Magdalena að safna
fyrir legsteini á leiði móður
sinnar.
„Mamma var fædd og upp-
alin í Bandaríkjunum, en pabbi
hennar var Bandaríkjamaður.
Síðan flutti hún heim og bjó
bæði á Hellissandi og í Reykja-
vík,“ segir Magdalena Rós, sem
er einkabarn móður sinnar.
Móðir hennar bjó síðustu
fimm ár í Bandaríkjunum
með manni sínum. „Í janúar
í fyrra greindist hún með leg-
hálskrabbamein og flutti fljót-
lega heim til Íslands. Hún var
á spítalanum eiginlega frá því
hún greindist og þar til hún
lést,“ segir Magdalena. Maureen
var komin með fjórða stigs
krabbamein þegar hún lést og
hafði meinið dreift mikið úr sér
og endað upp í höfði, hún var 46
ára þegar hún lést rétt fyrir jól,
21. desember 2017. „Þetta er
enginn aldur,“ segir Magdalena,
en móðir hennar var jarðsett
á Akureyri, en hún dvaldi á
sjúkrahúsinu þar í veikindum
sínum.
Maureen gekk í Listaháskól-
ann, en útskrifaðist ekki þaðan,
og var að mestu sjálflærð. Hún
var einnig með stúdíó úti í Flor-
ída. „Hún var algjör listakona og
rosalega hæfileikarík, hún gerði
líka bolla, töskur, kort og mál-
verk. Mamma var mjög litrík
manneskja,“ segir Magdalena
og brosir.
Seglarnir sem Magdalena sel-
ur eru listaverk móður hennar.
„Mamma bjó þá til meðan hún
var veik í fyrra og gerði allt sjálf
heima, prentaði þá út og skar út
í vél. Mér og stjúppabba mínum
fannst tilvalið að prenta þá út
núna fyrir jólin. Mig langar að
dreifa listinni hennar mömmu
á eins mörg heimili og ég get,“
segir Magdalena einlæg. „Ég
er að gera þetta fyrir mömmu
mína.“
Þó að Magdalena sé ekki að
gera listaverk eins og móðir
hennar, þá hefur hún erft list-
ræna hæfileika hennar, en hún
er lærð hárgreiðslukona, snyrti-
og förðunarfræðingur. „Ég get
ekki teiknað á prik, en ég get
nýtt þá svona,“ segir hún.
„Ég er orðlaus yfir viðtökun-
um,“ segir Magdalena hrærð,
aðspurð hvernig hafi verið tekið
í söluna hjá henni. „Ég er svo of-
boðslega þakklát.“ n
Þeir sem vilja panta jóla-
sveina hjá Magdalenu
geta sent henni skilaboð á
Magdalenaros1993@gmail.com.
MANITOU MLT 625-75 H
Nett
fjölnotatæki
Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is
6.800.000 kr. + VSK
„Ég er orðlaus yfir viðtökunumRagna Gestsdóttir ragna@dv.is Seglarnir eru tilvaldir fyrir jólin og henta líka vel til gjafa
Magdalena raðar sveinunum í röð