Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 20
20 9. nóvember 2018FRÉTTIR Verð frá € 136,000 Fáðu sendan bækling í tölvupósti og kynntu þér hvað er í boði á Costa Blanca á Spáni SÉRHÆÐ Í EL RASO ÍBÚÐ Í VILLAMARTIN Verð frá € 128,000 Hafðu samband 555 0366 masaiceland@gmail.com Jón Bjarni & Jónas Hafa ekki greitt í félagið í meira en 20 ár n Aldnir heiðursfélagar í trúnaðarmannaráði Sjómannafélagsins n Ráku Heiðveigu Maríu n Neituðu flestir að tala M ikið umstang hefur átt sér stað innan Sjómannafé- lags Íslands undanfarið eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vísað úr félaginu. Vísaði trúnaðarráð félagsins Heið- veigu Maríu úr félaginu með 18 at- kvæðum gegn 4. Í trúnaðarráðinu eru 48 manns, allt karlmenn. DV hafði samband við stóran hluta þeirra manna sem sitja í ráðinu og spurði þá sem voru á fundin- um hvaða afstöðu þeir tóku vegna brottvikningar Heiðveigar Maríu. Eingöngu einn af þeim fjölmörgu sem DV ræddi við vildi gefa upp afstöðu sína. Sá einstaklingur kaus um að vísa Heiðveigu úr fé- laginu. Blaðamaður ræddi einnig við meðstjórnanda í félaginu, en öll stjórnin situr í trúnaðarráðinu. „Ég hef ekkert að segja um þetta mál, Jónas talar fyrir okkar hönd,“ sagði hann. Þegar blaðamaður spurði hvort hann sem meðstjórn- andi væri ekki með sjálfstæða skoðun á málinu þar sem hann tók afstöðu, svaraði hann með því að skella á. „Heiðursfélagar“ með kosn- ingarétt hafa ekki borgað í félagið í yfir 20 ár Stjórn Sjómannafélagsins ákvað að vísa Heiðveigu Maríu úr fé- laginu vegna meintra niðrandi ummæla hennar um félagið. Hafa fjórir meðlimir í félaginu gefið út yfirlýsingu þar sem þeir lýsa á mjög furðulegan hátt hvernig Gunnar Smári Egilsson væri að reyna taka yfir félagið með baktjaldamakki. Byrjaði sú vegferð Gunnars þegar hann átti víst að hafa hringt inn á á skrifstofu félagsins til að spyrj- ast fyrir um hvenær kosningar yrðu í Sjómannafélaginu. Í yfirlýs- ingunni vitna þeir einnig í blaða- greinar og Facebook-ummæli máli sínu til stuðnings. Niðurstaðan í þessari tilkynningu er sú að Heið- veig María sé að vinna fyrir Sósíal- istaflokkinn og Gunnar Smára og er markmið hennar að taka yfir félagið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks. Eins og kemur fram hér að fram- an ræddi DV við allmarga einstak- linga innan félagsins og kom þá í ljós að margir þeirra hafa ekki greitt í félagið í mörg ár. Í einu til- felli meira en 20 ár. Sitja þeir samt sem áður í trúnaðarráði félagsins ásamt því að mæta á aðalfundi og hafa þar atkvæðisrétt. DV ræddi við einn meðlim trúnaðarráðs og spurði hann hversu langt væri síð- an hann hafi verið starfandi: „Það eru að fara verða 10 til 12 á … Ég þarf ekkert að segja þér hvenær ég hætti að vinna, vertu blessaður.“ „Þú hefur ekkert að gera með þá“ DV hefur undanfarna fjóra daga reynt ítrekað að ná tali af Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómanna- félags Íslands. Hefur blaðamaður ítrekað hringt í farsímann hans, skilið eftir skilaboð á skrifstofu fé- lagsins ásamt því að fara niður á skrifstofuna sjálfa. Blaðamaður beið í rúman klukkutíma á skrif- stofu Sjómannafélags Íslands þar sem honum var tjáð að Jónas hefði skroppið frá til að grípa sér eitt- hvað að borða. Eftir um klukku- tíma bið var honum tjáð að hann hlyti nú að hafa skroppið í eftirlits- ferð. Á meðan heimsókn blaða- manns stóð náði hann tali af Bergi Þorkelssyni, gjaldkera félagsins og stjórnarmeðlimi sambandsins, sem einnig situr í trúnaðarmanna- ráði. Heiðveig María hafði kallað eftir ársreikningum félagsins hjá Bergi til að geta kynnt sér fjárhag félagsins og svaraði Bergur henni þá: „Þú hefur ekkert að gera með þá.“ Spurði blaðamaður hann út í þessi orð hans og staðfesti hann að hafa látið þessi orð falla. Segir Bergur að honum sé ekki heimilt að veita henni ársreikninga félags- ins frá þessum árum þar sem hún hafi ekki verið meðlimur í félaginu þegar ársreikningarnir voru gefn- ir út. Blaðamaður spurði þá hvort hann mætti fá afrit af þessum árs- reikningum. „Ég hef bara enga heimild til að afhenda þér þá.“ Er eitthvað í lögum félagsins sem bannar þér að afhenda mér þá? „Já, þeir eru aðeins afhentir fé- lagsmönnum og liggja fyrir á aðal- fundi. Ég þarf að fá leyfi stjórnar- innar til að afhenda þér þá.“ Ekkert kemur fram í lögum Sjó- mannafélagsins um að ekki megi afhenda ársreikninga. Hvað þá að eingöngu megi afhenda félögum þá. Spurður út í svokallaða heiðursfélaga sagði Bergi ekkert athugavert við það að menn sitji í trúnaðarráði og kjósi á aðalfundi félagsins þrátt fyrir að hafa ekki greitt í félagið árum saman. Sam- kvæmt yfirlýsingu frá félaginu segja þeir að samkvæmt lögum fé- lagsins þurfi einstaklingur að vera búinn að vera í félaginu í þrjú ár en samkvæmt lögum félagsins er talað um að hafa greitt í félagið síðastliðin þrjú ár. Drífa Snædal, nýkjörinn for- seti Alþýðusambands Íslands, hef- ur opinberlega gagnrýnt brott- reksturinn harðlega. Þá hafa mörg önnur verkalýðsfélög gagnrýnt þessa ákvörðun Sjómannafélags Íslands. Segir lögfræðingur Heið- veigar Maríu að brottreksturinn sé kolólöglegur og að málið fari fyrir Félagsdóm. n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Jónas Garðars- son DV hefur ítrekað reynt að ná tali af formann- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.