Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 43
Góð kaup 9. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Fyrir um það bil einu og hálfu ári fórum við að selja alveg frábæra sturtubotna frá fyrirtækinu Gala á Spáni. Um er að ræða sturtubotna úr granít/sto- nex-efni sem er alveg sérstaklega endingargott og sterkbyggt,“ segir Íris Jensen. Botnarnir eru sérstak- lega gerðir fyrir opnar sturtur (walk-in) sem hægt er að ganga inn í. Gala-sturtubotnarnir fást í eins til tveggja metra lengdum og koma tilbúnir með innbyggðum halla sem auðveldar alla uppsetningu til muna. Flísarnar eru í þriggja senti- metra þykkt og er hægt að skera eftir máli þannig að þær passa inn í flesta sturtuklefa og sturtu- lausnir. Þær eru enn fremur bornar stamri gelkvoðu sem gerir botninn að stöðugu undirlagi fyrir fólk að ganga á og athafna sig í sturtunni. Litagleði Það skemmir svo ekki fyrir að granít/stonex-botnarnir frá Gala fást í ýmsum litum. „Þeir eru ekki bara hvítir, heldur er líka hægt að fá svarta botna, drapplitaða og gráa. En undanfarið hefur fólk verið að leita töluvert meira eftir að fá liti inn í baðherbergin. Við bjóðum til dæmis upp á svört, mött blöndunartæki frá FIMA Carlo Frattini á Ítalíu, sem eru al- veg einstaklega smart. Einnig erum við með litaðar handlaugar og lituð salerni frá GLOBO á Ítalíu. Við erum ekki að tala um pastelliti áttunda áratugarins, eins og ljósbleik salerni eða ljósgul. En það kemur kannski aftur,“ segir Íris og hlær en bend- ir síðan á að í dag velji fólk meira jarðliti eins og gráan og drapplitað- an. „Þessir litir koma alveg einstak- lega vel út inni á baðherbergjum nútímans,“ segir Íris. Engin fúga, ekkert vesen „Mesti lúxusinn Gala-botnana er að það er engin þörf fyrir fúgu, sem gerir botninn að algjöru himnaríki þegar kemur að þrifum. Auk þess sem fúga á milli flísa á það til að gulna, litast og eyðast með tíman- um. Með Gala-sturtubotnunum er þetta vandamál úr sögunni. Engin fúga, ekkert vesen,“ segir Íris. Glerlausnir fyrir lítil rými Innréttingar og tæki bjóða upp á mikið úrval af glerveggjum í ýmsum stærðum og gerðum sem passa til dæmis með sturtubotnunum góðu. „Við erum til dæmis með fasta glerveggi með lausum væng fyrir lítil rými svo þau nýtist til fullnustu,“ segir Íris. Stór lager, engin bið „Við erum yfirleitt með um þrjátíu gerðir af sturtulausnum til á lager sem gerir það að verkum að þegar fólk kemur til okkar þá er biðtími eftir sturtulausnum og öðrum bað- herbergislausnum nánast enginn. Það er oft hægt að fara beint heim og byrja á uppsetningu undir eins. Þar sem Gala-sturtubotninn er sér- pantaður þá er hann allajafna ekki til á lager,“ segir Íris. Nánari upplýsingar má nálgast á jensenbjarnason.is Ármúli 31, 108 Reykjavík Sími: 588-7332 Póstfang: i-t@i-t.is Opið alla virka daga frá 9–18 og laugardaga 11–15. n INNRÉTTINGAR OG TÆKI: Litagleði og baðherbergislausnir fyrir nútímamanninn SKÍÐAÐU JÓLASTRESSIÐ Í KAF: Hlíðarfjall Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.