Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 6
6 15. júní 2018FRÉTTIR MOUNTAIN EQUIPMENT DÖMU JAKKI 35.995 kr. LOWE ALPINE BAKPOKI 18L 14.995 kr. SALOMON SPEEDCROSS 18.995 kr. SALOMON DERHÚFA 3.995 kr.SALOMON HLAUPAVESTI 19.995 kr. Faxafen 12 108 Reykjavík Sími 534 2727 alparnir.is SALOMON PEYSA 15.995 kr. SALOMON MITTISTASKA 5.995 kr. HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Erum f utt í Faxafen 12 Þ órarinn Guðnason, hjarta­ læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir óvissustöðuna í heil­ brigðismálunum óþolandi og með lokun heilbrigðisráðherra á samningi sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands sé verið að læsa úti sérfræðiþekkingu. Í viðtali við DV, sem birtist í heild sinni á DV.is í dag, föstudag, seg­ ir Þórarinn að stefna Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um aukna ríkisvæðingu muni á endanum leiða til tvöfalds heil­ brigðiskerfis. „Við erum að nálgast fyrir­ komulag sem í raun er ekki annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir biðlista og sneiða hjá þyngsla­ legu og oft á tíðum óþörfu tilvís­ anakerfi. Þetta mikla kappsmál ráðherrans að ríkisvæða sem allra mest af rekstri hins opinbera heil­ brigðiskerfis er að kosta sjúkling­ ana bæði mikla óvissu og langa bið eftir þjónustu,“ segir Þórarinn. Þurfum ekki harðar stefnur Hann segir enga sátt nást um heil­ brigðiskerfið ef stefnan sé einungis byggð á stefnuskrá Vinstri grænna og viðhorfum Birgis Jakobssonar, fyrrverandi landlæknis og að­ stoðarmanns ráðherra, og Svan­ dísar sjálfrar. „Þegar svo mikil­ vægt kerfi sem heilbrigðiskerfið er endurskipulagt þarf að gera breytingarnar á grunni réttra talna og raka en ekki út frá tilfinningum eða harðri pólitískri skoðun. Við þurfum langtíma stefnu í heil­ brigðismálum sem litast ekki um of af pólitík hægri, vinstri, upp eða niður. Við þurfum ekki harð­ ar stefnur, sem hinn vængurinn kemur sífellt með og snýr á haus þegar völdum er náð. Það verður sérlega erfitt þegar skiptin verða svo ör sem á síðustu árum og öng­ þveiti getur orðið afleiðingin ef við förum ekki gætilega.“ Rýrt traust lækna til ríkisvaldsins Hann sparar ekki stóru orðin þegar kemur að ráðherra. Hann segir hana hafa brotið lög með því að loka samningnum fyrir nýja lækna. „Ráðherra hefur brot­ ið samninga og landslög með því að skipa Sjúkratryggingum að loka samningnum og hefur líka brotið gegn góðum stjórnsýslu­ reglum bæði með þessu og því að úrskurða svo sjálf í eigin sök þegar þessi embættis færsla er kærð. Ráðherra hefur líka beitt ráðherraræði sem er vond stjórn­ sýsla. Ég geri skýlausa kröfu á heil­ brigðisyfirvöld að þau standi við gerða samninga og vandi stjórn­ sýsluna. Hegðun ráðamanna í þessu efni hefur rýrt traust lækna til heilbrigðisráðuneytisins og rýrt traust til ríkisvaldsins og stjórnsýslunnar og er ekki til þess fallið að stuðla að framþróun.“ Róa í þveröfuga átt Þórarinn segir ekki mögulegt að Landspítalinn taki við þjón­ ustu sérfræðilækna, sérstaklega miðað við aðstæður í dag. „Það er að mínu viti rangt sem ráðherra heilbrigðismála hefur haldið fram, að Landspítalinn geti tekið við þjónustu sérfræðilækna, sér­ staklega miðað við núverandi aðstæður. Spítalinn er þegar genginn upp að hnjám með nú­ verandi verkefni. Mikilvægara er að Landspítalinn fái frið, fjár­ magn, stuðning og eftirfylgni til að geta sinnt vel þeim verkefnum sem verða að vera inni á spítal­ anum. Heilbrigðisyfirvöld eru að róa á móti straumnum með þessari ríkisvæðingu rekstrarins á nákvæmlega sama tíma og þróunin í kringum okkur er í þveröfuga átt.“ n Stefna ráðherra leiði til tvöfalds heilbrigðiskerfis Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir ráðherra brjóta lög„Heilbrigðis- yfirvöld eru að róa á móti straumnum Ari Brynjólfsson ari@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.