Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 24
24 FÓLK - VIÐTAL 15. júní 2018
kvartendur hafa verið að hrópa
á okkur að taka upp. Þannig höf
um við verið að taka sársaukann
strax í byrjun, að segja nei, við get
um ekki tekið þetta upp frekar en
að opna málið og vera alltof lengi
að því.“
Hann segir að umgjörðin sem
Samkeppniseftirlitinu sé búin sé
ekki góð. „Ef við lítum á okkur sem
spítala atvinnulífsins þá erum við
endalaust að loka sjúkradeildum,
ekki bara á sumrin, sem er ekki
gott. Það sem gerist þá er að fyrir
tæki hætta að leita til okkar vegna
þess að þau eru hætt að trúa að
við tökum málin upp. Það er afleit
staða,“ segir Páll. Aðspurður segist
hann ekki halda að fyrirtæki hætti
að leita til Samkeppniseftirlitsins
með umkvartanir en að hann hafi
áhyggjur af stöðu mála.
Forgangsröðuðu af hörku í
kjölfar hrunsins
Hafið þið einhver tól í höndunum
til þess að þrýsta á löggjafann um
auknar fjárveitingar?
„Við gefum fjárveitingarvaldinu
reglulegar skýrslur um stöðu mála
hjá okkur og höfum reynt að gera
það sem við getum í því. Við rekum
þessa stofnun með þeim pening
um sem við fáum. Við höfum ekki
verið í einhverjum framúrkeyrslum
enda það er ekki ábyrgt. Á endan
um erum við að treysta þeim sem
stýra þessu til að búa til þessa um
gjörð.“
Páll segir að Samkeppnis
eftirlitið hafi skort fjármagn í
langan tíma og afleiðingin sé sú
að nauðsynlegt er að forgangs
raða málum. „Við fórum að for
gangsraða af hörku í hruninu. Eðli
lega varð hér heilmikil sprenging
í málafjölda og nýjar tegundir af
málum litu dagsins ljós. Við fórum
að fylgjast mjög náið með bönkun
um vegna þess að þeir voru komnir
með atvinnulífið í fangið. Við feng
um mjög mikið af kvörtunum út af
þeirri stöðu sem var komin upp.
Allar þær spurningar sem vöknuðu
um það urðu til þess að við fórum
að forgangsraða málum og loka
málum sem við sáum ekki fram á
að geta klárað,“ segir Páll.
Hann segir að ástandið hafi
versnað enn meira á síðustu árum
og því hafi stofnunin þurft að
strekkja enn þá meira á þessari
forgangsröðun. „Það er aðallega
vegna þess að það hafa verið mjög
stórir og viðamiklir samrunar til
skoðunar. Það er ekki fjöldinn sem
hefur verið að trufla okkur held
ur frekar hversu stórir samrunarn
ir hafa verið. Vonandi hægist um í
því og þá höfum við meiri tíma til
að skoða aðra hluti.“
„Mörg verkefni sem við vildum
sinna betur“
Þannig að þið eruð fjársveltir?
„Það er alveg augljóst að við
þurfum meiri pening til þess að
geta sinnt þeim málum sem við
þurfum að sinna. Það eru gerðar
miklar, en að sama skapi eðilegar
kröfur, til þess hvernig við vinnum
hlutina en við verðum að einblína
á gæðin og þá erum við í þeirri
stöðu að gera vel fáa hluti heldur
en minna vel marga. Þetta er erfið
staða sem við erum í,“ segir Páll.
Hann segir að fjárframlag rík
isins til stofnunarinnar hafi verið
nokkuð stöðugt undanfarin ár en
aldrei nægt til þess að hægt sé að
sinna öllum málum sem koma inn
á borð stofnunarinnar. Á því hefur
Páll þó skilning. „Það fá ekki allir
allt sem þeir vilja. Stjórnvöld hafa í
mörg horn að líta.“
Því fer þó fjarri að stofnunin sé
lömuð en eins og áður segir verður
að forgangsraða málum. „Við erum
með kríteríu í því og tökum að sjálf
sögðu upp alvarlegustu málin sem
blasa við. Samráð er alltaf ofarlega
á þeim lista. En það eru mörg ver
kefni sem við vildum sinna betur.“
Hvetur þetta ástand ekki fyrir
tæki til þess að brjóta frekar af sér
í tengslum við samkeppnislög?
„Við erum ekki komin þangað.
Við erum þó þar, sem betur fer, að
Samkeppniseftirlitið er reglulega
að sýna að það ræður við verkefn
in og tekur þau föstum tökum. Það
er í standi til þess að leiða þau til
lykta og fylgja þeim í gegnum dóm
stóla. Þannig að ég held að fyrirtæki
líti ekki þannig á, en auðvitað get
ur það þróast þannig. Það er hlut
verk stjórnvalda að passa að svo
fari ekki.“
Hafa áhyggjur af umfangsmiklu
eignarhaldi lífeyrissjóða
Hefur Samkeppniseftirlitið
áhyggjur af því hversu stóran hluta
lífeyrissjóðir eiga í fyrirtækjum á
markaði, jafnvel fyrirtækjum sem
eru í samkeppni?
„Já, við höfum það. Ef við för
um yfir þessa stöðu þá vorum
við í afleitri stöðu eftir hrunið þar
sem bankarnir voru beinir eða
óbeinir eigendur mjög stórs hluta
samkeppnismarkaða. Þegar bank
arnir voru að öðlast yfirráð yfir þess
um fyrirtækjum þá fór það í gegn
um okkur og við gátum sett skilyrði
sem miðuðu að því að flýta þessu
ferli og passa upp á að það yrði
samkeppni þó að bankarnir væru
með þetta allt í höndunum. Það var
jákvætt skref þegar bankarnir fjar
lægðust þetta eignarhald en það
sem gerðist í staðinn var að lífeyr
issjóðirnir komu inn. Það var líka
skiljanlegt því lífeyrissjóðirnir voru
lokaðir innan gjaldeyrishaftanna og
erfitt um vik í fjárfestingu í atvinnu
greinum og svo framvegis. Þetta er
staða sem varð og við höfum allan
tímann haft áhyggjur af. Við höf
um talað um það alla tíð að það
væri mjög óheppilegt þegar sömu
aðilar, hvort sem það væru lífeyris
sjóðir eða ekki, tiltölulega lítill hóp
ur lífeyrissjóða ættu stóran hlut í
fleiri en einum keppinaut á mark
aði. Við þekkjum þetta á fjarskipta
marki og svo geturðu rakið markað
inn. Það segir sig sjálft að þetta er
ekki heppileg staða út frá sjónarhóli
samkeppninnar. Við viljum hafa
fjölbreytt eignarhald með mismun
andi áherslur. Við erum ekki með
þetta umhverfi núna.“
Páll segir að erlendis þekkist
dæmi þess að stórir sjóðir eigi í
fyrir tækjum sem eru í samkeppni
á sama markaði. „Ytra eru sam
bærileg mál rannsökuð og við fylgj
umst vel með þeirri þróun mála.
Það eru sumir fræðimenn sem telja
að þetta geti haft áhrif á verð en aðr
ir eru ekki á sama máli. Við tökum
þetta inn í okkar rannsóknir,“ segir
Páll og vísar í samruna dagvöru og
olíufyrirtækja hérlendis sem verið
hafa á borði stofnunarinnar. Í þeim
málum sé mikil áhersla lögð á að
skoða eignarhaldið sérstaklega.
Mun þetta ástand batna?
Við erum með stofnanir sem eru
með augun á þessum vandamál
um og eru að reyna að finna lausn
ir. Stjórnvöld eru meðvituð um þetta
vandamál og að dreifðara eignarhald
sé mikilvægt. Það er hægt að leysa
úr þessu og við höfum engan ann
an kost en að finna lausnir á þeim
vandamálum sem við glímum við.
Hlutirnir geta orðið persónulegir
Það vakti mikla athygli þegar
Samkeppniseftirlitið tilkynnti að
stofnunin hefði lokið rannsókn á
meintu samráði Samherja, Síldar
vinnslunnar í Neskaupstað og
Gjögurs, án efnislegrar niðurstöðu,
vegna anna í öðrum verkefnum.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at
vinnulífsins, brást harkalega við og
sagði að stofnunin héldi fyrirtækj
um í gíslingu árum saman. Þá sak
aði hann Pál Gunnar um að vekja
þau hugrenningatengsl að eitthvað
misjafnt hefði átt sér stað.
Eins og áður segir hefur Páll
Gunnar ekki miklar áhyggjur af
persónulegum vinsældum sín
um. „Nei, ég er ekki mjög vinsæll
og ég væri að gera eitthvað annað
ef ég hefði áhuga á því. Þetta starf
getur orðið einmanalegt í svona
litlu samfélagi þar sem allir þekkja
alla. Hlutirnir geta orðið svolítið
persónulegir. En á móti kemur
að þetta er afar gefandi því það er
einmitt í litlu hagkerfi eins og okkar
að maður sér hversu mikilvægt það
er að efla samkeppni. Öðru hverju
hittum við á verkefni og náum að
leysa úr þeim, sem við sjáum að hafa
heilmikil áhrif. Það er gaman þegar
það gerist. En á leiðinni að því mark
miði þá er auðvitað búið að skamma
okkur heilmikið,“ segir Páll.
Að hans mati skortir á að sam
tök í atvinnulífinu einblíni meira
á samkeppnismál. „ Okkur finnst
mörg samtök detta stundum ofan í
of mikla hagsmunagæslu, horfa ekki
á stóru myndina. Sum samtökin eru
að sannfæra fyrirtækin um að þessar
reglur séu flóknar og að það sé erfitt
að hafa samskipti við Samkeppn
iseftirlitið, sem við könnumst ekki
við. Við teljum að þau mættu vera
stórmannlegri og vinna með okkur
til þess að laga hlutina. Við erum til
búin til að vinna með þeim,“ segir
Páll að lokum. n
„Það var líka
skiljan legt því líf-
eyrissjóðirnir voru lokaðir
innan gjaldeyrishaftanna
og erfitt um vik í fjár-
festingu í atvinnugreinum.
MANITOU MLT 625-75 H
Nett
fjölnotatæki
Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is
6.800.000 kr. + VSK