Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 29
Sniðugt í sumar 15. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Það er engin tilviljun að Hjá Jobba er elsta starfandi bónstöð landsins Bónstöðvar koma og fara en bónstöðin Hjá Jobba hefur verið starfandi í yfir 30 ár. Hvernig er slíkt hægt þegar meðalaldur í bransan- um er 2–3 ár? Svarið er: Gæði, lágt verð og ánægðir viðskiptavinir. Þeir sem fara með bílinn sinn til Jobba vita að þeir munu fá toppþjónustu. Bónstöðin vex enn og dafnar og er núna elsta starf- andi bónstöð landsins. Reynsla Jobba í bransanum nær reyndar enn lengra aftur í tímann en hann starfaði hjá Sveini Egilssyni frá árinu 1982 og stýrði deild sem sá um standsetningu, skráningu og þrif á nýjum bílum. Hann hefur síðan verið sjálfstætt starfandi frá árinu 1986. Helstu þjónustuþættir sem í boði eru hjá Jobba eru eftirtaldir: Alþrif, þrif að innan, þrif að utan og bónun, teflon- bónun, djúphreinsun teppa og sæta, tjöruþvottur, vélarþvottur, ryksugun, lakkmössun, blettun, lakkviðgerðir og ýmislegt fleira. Ítarlegar upplýsingar um þjónustuliðina er að finna á vefsíðunni hjajobba.is. Þar eru einnig greinargóðar upplýsingar um verð. Fólksbílar almennings eru vitanlega algengustu verkefni Jobba en stöðin tekur líka meðal annars að sér hreinsun og bónun á rútum, flutningabílum og öðrum vinnutækjum. Enn fremur þrífur Jobbi og bónar bíla fyrir Suzuki bíla ehf. og fleiri þekkt fyrirtæki. Hjá Jobba er staðsett í Skeifunni 17. Stöðin er opin virka daga frá kl. 9 til 17.30 nema föstudaga, þá er opið til kl. 17. Tímapantanir eru í síma 568-0230. Þá er einnig tilvalið að senda töluvpóst á netfangið hjajobba@simnet.is ef þú vilt bætast í ört vaxandi hóp ánægðra viðskiptavina stöðvarinnar. Því eins og Jobbi segir: „Við gerum gott betra.“ Heimsíða er hjajobba.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.