Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 30
Sniðugt í sumar 15. júní 2018KYNNINGARBLAÐ
NÝIR SÍMAR Í SÉRFLOKKI:
Þreföld gæði miðað við
sambærileg tæki í sama verðflokki
Mi Iceland er viðurkenndur dreifingaraðili á Íslandi fyrir kínverska snjalltækjafram-
leiðandann Xiaomi eða Mi, sem hefur
skapað sér sterkan sess í tækniheim-
inum með áreiðanlegum tækjum á
góðu verði. Fyrsti síminn frá Mi kom á
markaðinn árið 2011 og aðeins þrem-
ur árum síðar var framleiðandinn
orðinn sá þriðji stærsti í heiminum.
Snjallsímarnir frá Mi eru í nokkrum
verðflokkum og hægt er að fá
mjög góðan snjallsíma fyrir aðeins
25.000 krónur. Með slíkum síma er
hægt að gera allt sem maður notar
hefðbundinn snjallsíma í, rafhlaðan
er endingargóð og myndavélin er
sérlega góð, sem er mjög eftirsóttur
kostur í snjallsímum í dag. Einn vin-
sælasti eiginleiki þessara síma er sá
að þeir bjóða allir upp á tvö síma-
kort og þar af leiðandi sameina þeir
vinnu- og persónulega símann í einn
síma.
Nýjasti síminn frá Mi Iceland er
Redmi Note 5 Pro. Sá sími styður
hraðhleðslu, er með tvöfalda mynda-
vél að aftan sem skilar einstaklega
skýrum myndum og hefur endingar-
góða rafhlöðu, sem skiptir mestu máli
þegar upp er staðið.
Nýjasta flaggskipið hjá Mi Iceland
er Mi Mix 2S. Sá sími er úr vinsælu
Mix-línunni sem á sínum tíma var
brautryðjandi í hönnun farsíma úti
um allan heim þar sem skjárinn þekur
nánast allan flöt símans. Síminn
inniheldur svo alla nýjustu þróun á
snjallsímum og má þar nefna einn
hraðasta örgjörvann, 64GB innbyggt
minni og 6GB vinnsluminni, hrað- og
þráðlausa hleðslu og nýja og endur-
bætta tvöfalda myndavél.
Önnur smærri en nytsamleg vara,
sérstaklega á ferðalögum í sumar,
er 10.000mAh hleðslubankinn. Með
þessari græju er hægt að hlaða
flest snjalltæki á borð við farsíma og
spjaldtölvur hvar sem er með stóru
rafhlöðunni sem er innbyggð . Alveg
ómissandi græja fyrir ferðalögin í
sumar!
Mi Iceland er vefverslun sem sendir
hvert á land sem er og er enginn
sendingarkostnaður.
Nánari upplýsingar eru á vefsíð-
unni www.mii.is.
DEKURA:
Einstök þjónusta í
umsjón leiguhúsnæðis
Félagarnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson eru braut-ryðjendur í umsjón og umsýslu
eigna í skammtímaleigu. Árið 2014
stofnuðu þeir þjónustufyrirtækið
Dekura sem sérhæfir sig í umsjón á
húsnæði sem leigt er út í gegnum
Airbnb og aðra sambærilega vefi. Þá
bjóða þeir einnig sérhæfða umsjón
gistiheimila af öllum stærðum og
gerðum.
Þjónustuframboð Dekura fyrir
eigendur húsnæðis í skammtímaleigu
spannar vítt svið og leggur fyrirtækið
áherslu á að bjóða faglega og heild-
ræna þjónustu til viðskiptavina sinna.
Rekstur skammtímaleiguhúsnæðis
getur verið ansi tímafrekur og krefst
töluverðra fórna og umtalsverðrar
skipulagningar af hálfu leigusala. Það
er ótal margt sem þarf að huga að
þegar kemur að því að gera leigjanda
ánægðan. Fyrir utan það að hafa
íbúðina í toppstandi, tandurhreina og
allt aðgengi með besta móti þegar
nýr leigjandi bankar upp á, þá þarf
leigusali að vera til taks til að taka
á móti leigjendum og vera auk þess
reiðubúinn til að leysa úr hinum ýmsu
vandamálum sem upp geta komið á
öllum tímum sólarhrings. Samhliða
fullri vinnu og fjölskyldu getur þetta
verið ansi þungur baggi fyrir leigusala
að takast á við. Dekura býður upp
á heildarþjónustu sem tekur á öllu
því sem viðkemur rekstri á eignum í
skammtímaleigu, allt frá þrifum upp
í alhliða umsjón eignanna. Þá sér
Dekura um öll samskipti við gesti auk
þess sem allt lín, handklæði og annað
sem þarf að vera til staðar fyrir gesti
meðan á dvöl stendur er innifalið í
heildarþjónustu félagsins.
Með aðstoð Dekura getur leigusali
tekið á móti töluvert fleiri viðskipta-
vinum en ella og fengið betri um-
sagnir, sem eykur samstundis verð-
gildi íbúðarinnar og leigutekjurnar
sem af henni koma. Hjá fyrirtækinu
starfa í dag 12 manns sem sjá um hin
ýmsu verkefni og státar Dekura sig af
einu færasta þrifnaðarteymi í brans-
anum. Auk þess starfrækir Dekura
fullbúið þvottahús í höfuðstöðvum
sínum við Skólavörðustíg. Eftir fjögur
ár í þessum rekstri vita starfsmenn
Dekura hvað til þarf til að uppfylla
gæðakröfur ferðamanna og hvernig
hámarka má nýtingu leiguhúsnæðis.
Þar sem nú er orðið heimilt að
leigja út eign sína í allt að 90 daga á
ári þá færist sífellt í aukanna að fólk
nýti sér þá heimild til að fjármagna
að hluta til eða fullu sumarfrí sín.
Nú fer að ganga í garð aðal ferða-
tímabil ársins og því er gott að vera
tímanlega í skipulagningu á útleigu
húsnæðis fyrir þau sem á það hyggja.
Eins og alþjóð veit er íslenska karla-
landsliðið á leiðinni á sitt annað stór-
mót og því lag að leigja út híbýli sín
á meðan til þess að létta undir eða
jafnvel greiða fyrir fríið.
Dekura er í nánu samstarfi við
teymi sérfræðinga í leyfismálum og
aðstoðar viðskiptavini sína við að fá
þau leyfi sem þarf, viðskiptavininum
að kostnaðarlausu, hvort sem um er
að ræða 90 daga leyfi eða fullgilt
gistileyfi.
Til þess að panta þjónustu frá
Dekura má hafa samband í gegnum
vefsíðu fyrirtækisins https://dekura.is
eða senda póst á netfangið dekura@
dekura.is.