Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Page 34
Sniðugt í sumar 15. júní 2018KYNNINGARBLAÐ Þegar bílrúða brotnar eða fær á sig sprungu er gott að hringja í Bílrúðumeistararann, Dalvegi 18, Kópavogi, í síma 571-1133, og panta tíma. Eftir það er séð um allt sem á að gera á einum stað, hratt og örugglega. „Það fer rafræn sending frá okkur á tryggingafélagið þannig að viðskiptavinurinn þarf aldrei að vera í neinu sambandi við það frekar en hann vill. Það er mikilvægt að þetta sé ekki flókið fyrir viðskiptavininn. Hann geti bara hringt í eitt númer og síðan sé gengið frá öllu á einum stað,“ segir Páll Gunnlaugsson, eigandi Bílrúðu- meistarans. Páll er lærður bifreiðasmíðameistari og það er góð tilfinning fyrir viðskipta- vini að vita af rúðuísetningunni í hönd- um faglærðs og þrautreynds manns. Páll hefur starfað við rúðuísetningar allt frá áriu 2001, en hann stofnaði Bílrúðumeistarann árið 2011. Hefur verið mikill vöxtur í viðskiptunum vegna góðrar þjónustu að sögn Páls. Upprunagæði á ísettu gleri – Hægt að nota plástra og sleppa við rúðu- skipti við minniháttar skemmdir „Ég legg áherslu á að nota gler sem er af sömu gæðum og upprunalega glerið í bílnum og því getur bíleig- andinn treyst því að fá jafngóða rúðu og var upphaflega,“ segir Páll, En eru rúðubrot í bílum algeng? „Það er ótrúlega mikið um rúðu- brot. Algengast er að eitthvað komi í rúðuna, steinn sem skemmir hana og ef hún brotnar ekki strax þá klárar frostið og hitabreytingarnar verkið. En ef fólk nýtir sér þessa plástra sem bæði eru í boði hjá mér og trygginga- félögunum, þá eru þeir settir yfir skemmdina strax, bíleigandinn kemur síðan með bílinn til mín og ég get fyllt upp í skemmdina án þess að það þurfi að skipta um rúðu. Þetta er auðvitað miklu ódýrari kostur og getur gengið ef skemmdin er á lítt áberandi stað á rúðunni, utan sjóns- viðs ökumanns. Auk minni kostnaðar þarf eigandinn þá ekki að greiða fyrir neina sjálfsáhættu.“ Biðtími frá því hringt er í 571-1133 vegna rúðubrots er vanalega 1–2 dagar. Páll segir að rúðubrot vegna skemmdarverka séu sjaldgæfari en það sem hann kallar, rúðubrot af eðlilegum ástæðum. Skemmdarverk ganga þó oft í bylgjum og stundum verði mörg rúðubrot á stuttum tíma vegna skemmdarverkafaraldurs. Þess má geta að Páll er fljótur að leysa þau algengu vandamál þegar hliðarrúður festast í upphölurum. Þá er hægt að koma með bílinn beint í Bílrúðumeistarann sem losar rúðuna og skiptir um upphalarann. Að sögn Páls eru þessi vandamál algeng þegar byrjar að frjósa á veturna. BÍLRÚÐUMEISTARINN: Allt á einum stað þegar skipta þarf um rúðu Skemmtilegu, klassísku tómstundaborðin sem henta vel í sumarbústaðinn og inn á hvert heimili Eitt það jákvæðasta sem fólk sér við þessi tæki er að þau fá krakkana frá tölvuskjánum og til að hreyfa sig,“ segir Sigurður Valur Sverrisson, eigandi verslunarinnar Pingpong.is en þar er mikið úrval af klassískum tómstundatækjum, til dæmis billjardborð, borðtennisborð, pílukastsvörur, fótboltaspil og þyt- hokkíborð. Mörg af þessum tækjum henta vel í bílskúrinn eða sumarbú- staðinn og þeim fylgir allt sem þarf til að stunda þessa leiki, svo sem spaðar og kjuðar. Ein afar vinsæl græja í Pinpong.is er hinn stórskemmtilegi Borðtennis- vinur (Buddy), tæki sem dælir borð- tenniskúlum út úr sér. Kostar aðeins 28.500 kr. „Billjardinn er vinsælastur hjá mér núna en ég er með gott úrval af billj- ardborðum, meðal annars meðfæri- leg borð sem henta í heimahús og eru góðar fermingargjafir. Ég er til dæmis með sex feta eða 180 cm. billjardborð sem hægt er að reisa upp að vegg þegar það er ekki í notkun og því fylgir líka borðtennisplata, þannig að þetta er sambyggð billjard- og borðtennis- græja. Settinu fylgir allt sem þarf, til dæmis billjardkjuðar og borðtennis- spaðar. Þessi græja kostar 73.000 krónur,“ segir Sigurður. Pingpong.is er með toppmerki í billjardvörunum, til dæmis Riley og Buffalo. Pílukast er afar vinsæll leikur sem hefur verið að sækja mjög í sig veðrið aftur á undanförnum árum. Ping- pong.is er með pílukastsskífur frá hinum þekkta framleiðanda Unicorn. Pílukastsskífur eru fyrirferðarlitlar og auðvelt að festa upp í heimahús- um en Pingpong.is býður líka upp á frístandandi skífur sem ekki þarf að festa á vegg. Pílu- kastssettin (spjald og pílur) kosta á bilinu 12–30 þús- und krónur. Borðtenn- isborð og meðfylgjandi sett kosta síðan á bilinu 50 til 140 þúsund. Gömlu fótboltaspilin með stöngunum eru sígild og njóta enn mikilla vinsælda. „Pingpong er með mjög breytt úrval af borðtennisvörum sem henta fyrir jafnt byrjendur sem keppnisfólk en flest keppnisfólk hér á landi kaupir spaðana sína í Pingpong.is enda erum við með mjög góð og þekkt merki – Butterfly, STIGA, DHS og JOOLA.“ Pingpong.is hefur starfað í yfir 30 ár og hefur þann tíma ávallt lagt áherslu á að hafa allt fáanlegt sem þarf í félagsmiðstöðvar. Félagsmiðstöðvarnar eru góðir kúnnar verslunarinn- ar og kunna jafnframt vel að meta það sem þar er á boðstólum og ekki síður þjónustuna, en hægt er að fá varahluti í þau tæki sem bila, til dæmis stangir í fótboltaspilin og ef kúlan týnist færð þú nýja í Ping- pong.is. Það er líka hægt að fá nýjan dúk á billjardborðið og margt fleira sem kann að slitna og skemmast eftir mikla notkun. Pingpong.is er til húsa að Síðu- múla 35 (gengið inn að aftanverðu). Verslunin er opin virka daga frá kl. 12.30 til 18. Símanúmer er 568-3920 og netfang pingpong@pingpong.is. Vefsíða er á slóðinni pingpong.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.