Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Page 35
Sniðugt í sumar 15. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ
Skalli býr til sinn eigin ís sem
þú færð hvergi annars staðar
Við gerum ísinn sjálfir, bæði í Ögurhvarfi og á Selfossi, og það er enginn með þennan ís nema við. Við erum með alvöru rjómaís, mjög góðan,
og síðan erum við með þennan gamla, kalda ís, sem er
vatnskenndur, en hann er mjög vinsæll hjá unga fólk-
inu,“ segir Jón Magnússon, eigandi Skalla í Ögurhvarfi.
Ísinn hefur ávallt verið aðalsmerki Skalla og stend-
ur alltaf fyrir sínu og nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda.
„Ef það bara rétt glittir í sólina þá bókstaflega fyllist
allt hérna, sólin fyllir alla lífsgleði og allir vilja fá sér
ís,“ segir Atli Jónsson, sonur Jóns Magnússonar. Þeir
feðgar reka Skalla í Ögurhvarfi. Skalli er líka á Selfossi,
þar eru aðrir eigendur en náið samstarf er á milli
staðanna og á Selfossi er sami góði Skallaísinn einnig
búinn til frá grunni á staðnum.
Skalli er líka vinsæll vegna mikils úrvals góðra
skyndirétta og er í senn veitingastaður og ísbúð.
Íssalan tekur mikinn kipp á sumrin, ekki síst ef sést
til sólar, eins og fyrr segir. Girnilegur, fjölbreyttur og
ferskur nammibar spillir þar ekki fyrir.
Skalli á sér langa sögu og hóf starfsemi sem sjoppa
og ísbúð í Lækjargötu árið 1973. Það voru í raun nem-
endur í Menntaskólanum í Reykjavík sem gáfu staðn-
um nafn:
„Í Lækjargötu var sjoppa áður en Skalli var opnaður
en hana rak sköllóttur maður. Menntaskólakrakkarnir
töluðu um að kíkja á skalla þegar þeir fóru í þá sjoppu
og þar með varð nafnið til,“ segir Atli.
Eins og mörg góð fyrirtæki hvílir Skalli á gömlum
grunni en þróast jafnframt í takt við tímann og er
sívinsæll. Sem fyrr segir er Skalli á tveimur stöðum, í
Ögurhvarfi 2 í Kópavogi og á Austurvegi 6 á Selfossi.
Á báðum stöðunum er ísinn aðalsmerkið en fjöl-
breytt úrval góðra skyndibita nýtur einnig mikilla
vinsælda. Mynd: © 365 ehf / Stefán Karlsson
Svona er HM-úrið
JS Watch Company Reykjavik og Gilbert úrsmiður hafa unnið unnið í samvinnu við strákana
í íslenska landsliðinu í fótbolta að
hönnun sérstaks HM-úrs, WORLD
CUP MMXVIII eins og það heitir.
Fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í
knattspyrnu 2016 var hannað sér-
stakt EM-úr í samstarfi við strákana í
landsliðinu. Það var gert með góðum
árangri og þegar ljóst var að Ísland
yrði með í úrslitakeppni heimsmeist-
aramótsins í Rússlandi í sumar óskaði
fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir
hönd strákanna í landsliðinu eftir því
að búin yrði til ný útgáfa af úri og nú í
tengslum við HM. EM-úrið var fram-
leitt í 100 númeruðum eintökum og
seldist mjög fljótt upp, en HM-úrið er
framleitt í 300 númeruðum eintökum
og er sala á úrunum nú í fullum gangi.
Hönnunin á úrinu er full af litlum
smáatriðum sem tengjast lands-
liðinu og eru til dæmis tölurnar frá
einum og upp í ellefu silfraðar. Þær
tákna leikmennina. Tólfan, tölustafur-
inn 12 á skífunni, er rauð og táknar
áhorfendur eða stuðningsmenn, 12.
leikmanninn. Skífan er silfurhvít með
blá mínútustrik upp í 45 en síðustu
15 mínúturnar eru afmarkaðar með
rauðum strikum og á því svæði
hringsins stendur „HALF TIME“ með
vísun í leiktímann. Sekúnduvísirinn á
úrinu er svo blár og í laginu eins og
víkingaspjót. Á botninum á skífunni
stendur ritað „FYRIR ÍSLAND“ og fyrir
neðan miðju er nafn úrsins, WORLD
CUP MMXVIII, þar sem R-ið snýr öfugt
til marks um það að keppnin fer fram
í Rússlandi. Á bakhliðinni stendur nafn
framleiðandans, nafn úrsins og „VAR
ÞAÐ EKKI“ til að minna á fagnaðar-
söng landsliðsins eftir sigurleiki.
Fyrstu 30 númerin eru frátekin fyrir
landsliðshópinn.
JS Watch co. Reykjavik-úrin eru
íslensk frá grunni. Þau eru hönnuð
á teikniborði JS hér heima á Íslandi.
Allir íhlutir úrsins eru síðan sérfram-
leiddir eftir þeirra hönnun í mörgum,
sérhæfðum verksmiðjum í Þýskalandi
og Sviss og síðan settir saman hér á
landi undir ströngu gæðaeftirliti Gil-
berts Ó. Guðjónssonar úrsmíðameist-
ara sem nýtir áralanga þekkingu og
reynslu sína af úrsmíði til að tryggja
að hvert og eitt úr standist ströng-
ustu kröfur.
Frá upphafi framleiðslunnar hefur
verið leitast við að sameina glæsilega
hönnun, gæði, fyrsta flokks úrverk
og falleg armbönd. Vönduð úr eru
munaðarvara og fylgihlutir sem bæði
karlmenn og kvenmenn njóta þess
að velja, bera og eiga. En úr er ekki
bara skartgripur. Það er nytjahlutur
sem hjálpar okkur að gegna skyldum
okkar, halda loforð og skapa góðar
minningar.
Fágæti úranna ásamt því að vera
framleidd í hæsta gæðaflokki er það
sem gerir þau eftirsóknarverð, en á
skífu allra úranna stendur Reykjavík.
Það ásamt, vönduðu verki, fram-
leiðslu og sígildu útliti gerir úrin fágæt
og einstök.
Úrvalið hefur aldrei verið meira
en nánari upplýsingar um úrin og
hönnunina má finna á vefsíðunni
www.gilbert.is.
Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62,
sími: 551-4100.
GILBERT ÚRSMIÐUR OG JS WATCH COMPANY: