Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 39
Skagafjörður 15. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ BAKKAFLÖT: Fjölbreytt ferða- þjónusta í Skagafirði Ferðaþjónustan Bakkaflöt var stofnuð af hjónunum Klöru Sólveigu Jónsdóttur og Sigurði Friðrikssyni árið 1987. Þar er gisting í boði sem er opin allt árið, alls um 30 gistirými, og tjaldstæði. Á sumrin er boðið upp á fljótasiglingar sem hefur verið vinsæll afþreyingarmöguleiki en byrjað var að bjóða upp á þær árið 1994 frá Bakkaflöt. „Það koma margir skólahópar til okkar á vorin,“ segir Finnur Sig- urðarson, þessir hópar eru í mat og gistingu ásamt því að fara í fjölbreytta afþreyingarpakka, þar á meðal rafting í Vestari-Jökulsá, paintball, kajakferðir, Wipeout- -garðinn, klettaklifur, hestaferð og í heimsókn út á skotsvæði Ósmanns. Við byrjum að sigla 1. maí og erum að til enda september. Eftir að skólahópaferðunum lýkur í byrjun júní tekur við almenn aðsókn túrista í gistingu, mat og að sjálfsögðu í fljóta- siglingarnar. River rafting – tvær leiðir í boði Austari-Jökulsá: Frábær ferð sem er niður eina af topp rafting-ám í Evrópu að talið er. Ferð þar sem áhöfnin þarf að róa töluvert og gott að fólk sé nokkuð vel á sig komið til að fara þessa ferð. Eftir að allir eru komnir í gallana er ekin um 45 mínútna leið inn að Skatastöðum í Austurdal þar sem farið er út í eftir að búið er að fara vandlega yfir öll öryggisatriði. Siglingin niður ána tekur um tvo og hálfan tíma með stoppum, en þar er stoppað við flúð sem er köll- uð Græna herbergið og þar næst við stökkklettinn sem er um átta metra hár. Ferðin endar í Villinganesi þar sem heit kjötsúpa bíður á bakkanum. Aldurstakmark í þessa ferð er 18 ár. Vestari-Jökulsá: Farið er út í við Goðdali í Vesturdal. Frá því að farið er út í tekur siglingin um 1,5 klukkustund- ir með stoppi við heita uppsprettu þar sem um 80°C heitt vatn flæðir ofan í kalda Jökulsána. Þar er boði upp á heitt kakó. Næst er stoppað við stökkklettinn sem er um fjögurra metra hár. Ferðin endar á sama stað og ferðin í Austari-Jökulsá, þar sem þær hafa sameinast skömmu fyrir upptökustaðinn. Innifalið er svo að fara í heita potta og litla sundlaug sem eru á staðnum. Það er nauðsynlegt eftir svona sull og eru langflestir sem nýta sér það. Bakkaflöt er 11 km. innan við Varmahlíð á vegi nr. 752. Símanúm- er:453-8245. Netfang: bakkaflot@ bakkaflot.is Heimasíða: www. bakkaflot.is Facebook-síða: Bakkaflöt Travel Service.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.