Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 41
Skagafjörður 15. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Kaffi Krókur og Ólafshús lifa góðu lífi á KK Restaurant Sú var tíðin að aðalveitingahúsið á Sauðárkróki var Ólafshús. Enn eru margir sem spyrja um Ólafshús þegar þeir koma til bæjar- ins og vilja fá sér í svanginn. En andi og gæði Ólafshúss lifa á veitinga- staðnum KK Restaurant, Aðalgötu 16; í raun var Ólafshús bara fært yfir götuna. Hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal eru eigendur KK Restaurant og Selma útskýrir breytinguna svona: „Um áramótin 2015/2016 keyptum við veitinga- staðinn Ólafshús, kaffihúsið Kaffi Krók og skemmtistaðinn Mælifell. Það var ávallt markmið að færa Ólafshús yfir í húsnæði Kaffi Króks, enda stærra og betra húsnæði þar, og það gerðum við haustið 2016. Ólafshús hafði þá fest sig í sessi með góðum veitingum sem báru orðspor þess víða og við höfum kappkostað að viðhalda þeirri hefð. Ekki var hægt að kalla staðinn Kaffi Krók þar sem þetta er veitinga- staður núna en ekki kaffihús og því kom upp nafnið KK Restaurant, einnig með hinn sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna í huga.“ KK Restaurant er staðsett í húsi sem er í senn nýtt og gamalt: „Upp- runalega húsið að Aðalgötu 16 er eitt af elstu húsum bæjarins. Það brann hins vegar árið 2008 og var þá endurgert allt í sömu uppruna- legu myndinni. Þetta er því nánast nýtt hús en á gömlum grunni,“ segir Selma. KK Restaurant býður upp á fjöl- breyttan matseðil og mat við flestra hæfi, meðal annars ferskan fisk og lambakjöt. Grillmatseðillinn er áhuga- verður með kjúklinga- og beikonloku, humar- og rækjuloku, skemmtilegu úrvali af hamborgurum og fleiru. Þá er meðal annars að finna gott úrval af pastaréttum á matseðlinum. Sumir segjast hvergi fá betri pizzur en á KK Restaurant. Hægt er að fá heimsendan mat frá KK Restaurant í hádeginu og eru mörg fyrirtæki og einstaklingar sem nýta sér þann kost eða koma í hið margrómaða hádegishlaðborð sem er í boði alla virka daga. Alhliða veisluþjónusta er einnig starfrækt, hvort heldur sem er á staðnum eða úti í bæ. Tveir veislusalir eru til afnota í húsinu. Allar helstu upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.kkrestaurant.is. Eins og sunnudagskaffi hjá ömmu eða mömmu Á milli Varmahlíðar og Sauð-árkróks er hinn merki kirkju-staður Glaumbær þar sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur þróað áhugavert safnasvæði í gegnum árin. Eitt af því sem gerir heimsókn í Glaumbæ fýsilega er heillandi kaffi- stofa sem ber heitið Áskaffi. Nánar tiltekið er Áskaffi staðsett í hinu merka húsi Áshúsi sem gefið var Byggðasafni Skagfirðinga árið 1988 og flutt þangað árið 1991 frá Ási í Hegranesi. Áshús var byggt á árunum 1883–1886 en húsið er friðað og hef- ur því haldið upprunalegri mynd sinni í gegnum allar viðgerðir, endurbætur og endurbyggingu. Kaffistofa hefur verið rekin í Áshúsi frá árinu 1995. Núverandi rekstrar aðili Áskaffis er Auður Her- dís Sigurðardóttir en hún hefur lengi verið tengd staðnum. „Ég byrjaði að vinna á Áskaffi árið 1997 hjá Ásdísi Sigurjónsdóttur og Önnu Margréti Stefáns dóttur sem þá ráku kaffi- stofuna en tók við rekstrinum árið 2001. Mikið sem tíminn hefur liðið hratt, er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til allra áranna hérna,“ segir Herdís. Áskaffi tekur 35–40 manns í sæti og Herdís og hennar starfsfólk kapp- kosta að gefa staðnum geðþekkan og áberandi fortíðarblæ: „Við bjóðum upp á kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl. 15–17 og reynum að hafa þetta eins og hjá ömmu. Starfsfólkið er alltaf prúðbúið og uppáklætt og hér eru að sjálfsögðu í boði rjómapönnu- kökur og heitt súkkulaði alla daga ásamt fleira góðgæti,“ segir Herdís. Fyrir utan þessar trakteringar eru fjölbreyttar aðrar veitingar í boði sem Herdís útbýr og bakar, til dæmis ekta lagkökur, kúmenkleinur, alls konar tertur, skyr með rjóma og bláberjum, að ógleymdri dýrindis sjávarrétta- súpu með rúgbrauði. Áskaffi býður líka upp á það að smakka ýmiss konar gamaldags mat undir heitinu Gamli diskurinn. Á honum eru bitar af reyktum, söltum, þurrkuðum, kæstum og sýrðum mat, kjöti, fiski, brauði og skyri. Og bragð- laukarnir kætast. Áskaffi er opið alla daga vikunnar frá kl. 10–18. Sjá nánar á Facebook- síðunni Áskaffi. ÁSKAFFI Í GLAUMBÆ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.