Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Blaðsíða 54
54 BLEIKT 15. júní 2018 M agnea Björg Jónsdóttir flutti fyrir fimm árum til Los Angeles, nýorðin 19 ára gömul. Að koma þang- að hafði verið draumur hennar frá því að hún var lítil. Hún er ekki til- búin til að flytja aftur heim til Ís- lands strax, enda segist hún eiga eftir að læra og áorka miklu vest- anhafs. „Árið 2012 var móðir mín að fara í vinnuferð til þess að kenna á naglanámskeiði í Los Angeles. Hún hringdi í mig eldsnemma um morgun þegar ég var í skólanum og kom mér á óvart með ferð til Los Angeles. Ég grét af spenningi þegar við lentum, að koma hingað var búinn að vera draumur frá því að ég var lítil. Ferðin var æðisleg og ég varð ástfangin af borginni,“ segir Magnea, sem á þessum tíma var að vinna fyrir Söru í Júník sem hafði mikið talað um tímann sem hún varði í Los Angeles til að kaupa inn fyrir fyrirtækið, og að njóta lífs- ins. „Ég og frænka mín ákváðum að sækja um í Santa Monica College, og komumst báðar inn, þá var ekki aftur snúið. Þetta gerðist allt rosa- lega hratt og ég gerði mér í raun ekki grein fyrir hversu mikill við- snúningur væri að verða á lífi mínu fyrr en kom að kveðjustund uppi á flugvelli. Þetta var pínu óraunveru- legt og er það enn, að hafa verið nýorðin 19 ára að flytja ein í svona stórborg. En þetta hafðist og ég út- skrifaðist með AA-gráðu í sam- skiptafræðum í fyrra. Ég stefni á áframhaldandi nám í haust. Ég elska hvað borgin og mann- lífið er fjölbreytt, ég er búin að kynnast svo mörgu fólki frá öðrum löndum, menningarheimum og trúarbrögðum og þetta hefur kennt mér svo mikið. Lífshraðinn er mik- ill í Los Angeles, borgin er stút- full af metnaðarfullu fólki að elta draumana sína og markmið sem ég elska að vera í kringum því maður hittir svo margt ástríðu- fullt fólk sem hjálpar þér og kenn- ir svo marga hluti. Svo má auðvitað ekki gleyma fallegu pálmatrjánum, sólinni og hitanum sem við Kali- forníubúar fáum allan ársins hring. Ástæða þess að ég hef ekki enn flutt aftur heim til Íslands er ein- faldlega sú að ég er ekki tilbúin til þess. Markmiðum mínum hérna úti er ekki öllum náð, og ég á enn eftir að læra og áorka miklu. Ég er í æðislegri vinnu einmitt núna, sem er toppurinn á tilverunni. Eins og kom fram þá stefni ég á að halda áfram í námi og byrja að öllum lík- indum í Bachelor of Business Ad- ministration í haust. Ég er mjög fróðleiksþyrst, ég elska að rækta ný sambönd og reynslu sem gætu gagnast mér í framtíðinni. Ég elska viðskiptalífið, og langar að læra eins mikið og ég get til þess að geta hrint hugmyndum mínum í fram- kvæmd, fyrr heldur en síðar.“ Fékk fyrstu íbúðina leigða á traustinu einu saman Magnea hefur búið á nokkrum stöðum í Los Angeles, ýmist ein eða með íslenskum eða erlendum vinkonum. „Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að finna íbúðir hérna í Bandaríkjunum því við erum til að byrja með ekki með Social Security- -númer, ekkert „credit score“ sem er eiginlega svona „traustverðug- leika/lánshæfismat“, og engar bak- grunnsupplýsingar liggja fyrir, sem setur okkur í ákveðinn áhættu- flokk fyrir leigusala. Þegar ég flutti fyrst til Los Angeles bjuggum ég og frænka mín í Culver City í tveggja herbergja íbúð. Við leituðum lengi að íbúð og vorum mjög heppnar með fyrstu leigusalana okkar sem voru tilbúnir til þess að treysta okk- ur og hjálpa okkur. Ég heyri svip- aðar sögur frá öðrum Íslendingum sem hingað flytja, að margar fyrstu íbúðir koma til út af heppni og góð- mennsku. Við frænka mín bjugg- um þar saman í um fjóra mánuði þangað til leiðir okkar skildi og við þurftum að flytja í sitt hvoru lagi. Þá flutti ég í Brentwood/Santa Mon- ica sem er mjög flott hverfi nálægt ströndinni. Ég bjó í fimm mánuði með þremur stelpum, ein, sem ég deildi herbergi með var frá Sviss, og tvær sem deildu hinu herbergi íbúðarinnar voru frá Tyrklandi og Úkraínu. Sumrinu eftir fyrsta árið mitt í skólanum eyddi ég á Íslandi í að safna pening, vinnandi á lagern- um hjá Ölgerðinni. Þegar skólinn byrjaði aftur flutti ég inn með stelpu sem var mín fyrsta vinkona hér í Los Angeles, hún er frá Rúss- landi og ég flutti inn með henni og franska kærastanum hennar í aðra íbúð í sömu blokk. Við bjuggum þar saman í ár þangað til við ákváð- um að flytja. Þau fengu sér íbúð saman og ég flutti til Marina Del Rey með tveimur íslenskum stelp- um, en það er æðislegt hverfi með fram ströndinni og nálægt skól- anum mínum. Eftir útskrift flutt- um við svo í miðbæ Los Angeles og þar erum við búnar að vera í næst- um því ár. Þetta er mjög spennandi staður til að búa á en pínu skítug- ur, mikið af heimilislausu fólki og loftmengun. Eins og sést hef ég búið víða, og uppáhaldsstaðurinn minn til að búa á hlýtur að vera Brentwood/Santa Monica. Þar er svo fallegt, mikill gróður, mjög hreint og alltaf góð sjávargola. Ef ég gæti flutt í hvaða götu sem er þá myndi ég klárlega flytja á Mulhol- land Drive í Hollywood Hills. Ótrú- lega falleg gata uppi í hæðunum með glæsivillum úti um allt.“ Sushi í salatformi er uppáhalds Aðspurð um eftirlætis veitingastaði, bæði hversdags og til hátíðarbrigða stendur ekki á svörum hjá Magneu. „Ég er mjög vanaföst með mat og fæ mér yfirleitt alltaf það sama á sömu stöðunum. Ég fer vanalega á sömu staðina út að borða og fæ mér það sama alltaf. Uppáhaldsmaturinn minn er pítsa og ég er fastagestur á Blaze Pizza, þar borgarðu eitt verð ($10) og mátt setja eins mikið á pít- suna þína og þú vilt. Ef ég er í stuði fyrir sveittan, feitan hamborgara þá fer ég vanalega á In-n-Out Burger sem er algjört „möst“ að prófa ef maður kemur til Kaliforníu, þar sem þeir staðir eru bara hér og á örfáum stöðum í Nevada og Arizona. Stund- um fer ég líka á The Habit Burger þar „Ég elska hvað borgin og mannlífið er fjölbreytt“ Borgin mín: Los Angeles Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.