Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Síða 56
56 15. júní 2018 F yrir margt löngu, árið 1694 nánar til tekið, var uppi maður í litlu þorpi í Devon á Englandi. Maðurinn hét Thomas Austin og var ágætlega metinn bóndi. Thomas þessi hafði alist upp í Cullompton, indælu samfélagi á milli Honiton og Tiverton. Foreldrar þessa unga manns voru vel stæðir bændur og nutu virðingar í samfélaginu, áttu eigin jörð og skulduðu engum. Tíminn leið, eins og óhjá- kvæmilegt er, og einn góðan veður dag erfði Thomas býlið að foreldrum sínum gengnum. Ár- leg innkoma nam um 80 sterl- ingspundum sem á þeim tíma var álitleg summa, nógu há til að Thomas væri metinn þokkalega efnaður maður. Eyðir og spennir Þar sem aldrei hafði fallið blettur á orðspor Thomasar fór hann ekki bónleiður til búðar er hann bað um hönd dóttur vel stæðs bónda í grenndinni. Heimanmundur brúðarinnar var ekki amalegur; heil 800 pund. Það þarf skapgerðarstyrk til að höndla þvílík umskipti og að fjór- um árum liðnum, og sennilega mun fyrr, var ljóst að Thomas bjó ekki að slíkum styrk. Hann var búinn að sólunda öllu sínu fé og heimanmund eiginkon- unnar að auki. Hann þurfti að taka lán gegn veði í jörð sinni en gat þó með engu móti látið af þeim dýra lífsstíl sem hann hafði tamið sér. Umburðarlyndir nágrannar Thomas hafði aldrei verið annað en bóndi og kunni ekkert annað, en býlið gaf ekki nógu mikið af sér eða nógu ört til að fjármagna neyslu hans. Thomas lagði höfuðið í bleyti og datt í hug að beita nágranna sína svikum og prettum. Ná- grannarnir ákváðu í minningu for- eldra Thomasar að horfa í gegnum fingur sér með athæfi hans. Thomas var kominn á bragðið og sýndist sem frama væri að finna í prettum og þjófnaði og taldi víst að lánið yrði honum hliðhollt á þeim vettvangi. Rán um hábjartan dag Í fyrstu var ekki annað að sjá en Thomas hefði lagt rétt mat á nýj- an starfsferil því á meðal þess sem hann afrekaði var að ræna vell- auðugan mann á veginum milli Taunton Dean og Wellington. Upp úr krafsinu hafði hann 46 gíneur og sverð með silfurhjöltum, og komst undan án þess að kennsl yrðu borin á hann. En uppskeran varð skamm- góður vermir og á skömmum tíma tókst Thomasi að eyða fénu og lánardrottnar sem sífellt vok- uðu yfir honum kröfðust greiðslu skulda. Heimsókn til frænku Voru nú góð ráð dýr og Thomas fylltist örvæntingu, en reyndi þó að bera sig mannalega. Einn góð- an veðurdag sagði hann eiginkonu sinni að hann hygðist leita ráða hjá eiginmanni frænku hennar. Sá var einn hans næstu nágranna og lagði Thomas af stað á hestum postulanna. His rétta var að Thomas var fullkunnugt um að frænka eig- inkonu hans var ein heima með börnin. Hún tók honum fagnandi og bauð honum inn til að halda henni selskap. Hún hafði verið ein með börnum sínum fimm síðan árla morguns og hugnaðist vel að ræða við einhvern fullorðinn. Móðir og fimm börn myrt Thomas þóttist ætla að koma sér vel fyrir í stól, en greip í sömu andrá öxi eina sem var við eld- stæðið og keyrði hana í höfuð frænkunnar. Höfuð hennar var svo gott sem klofið niður að hálsi og hún féll sem slytti á gólfið, en þó enn með lífsmarki. Í nokkrar mín- útur fossaði blóðið úr svöðusárinu og síðan gaf hún upp öndina. Thomas lét ekki þar við sitja og sneri sér að börnunum fimm. Skar hann þau á háls, eitt á fætur öðru, og hrúgaði líkunum ofan á látna móður þeirra. Að þessu loknu fór Thomas upp á efri hæðina og hirti þar allt fé sem hann fann, um 60 pund allt í allt, og hraðaði sér heim á leið. Fjölskyldan myrt Eins og við var að búast var þónokkuð blóð á Thomasi eftir morgunverkin og fór ekki hjá því að eiginkona hans tæki eftir því. Hún spurði Thomas hverju það sætti hann svaraði með tilþrif- um: „Tíkin þín! Þú færð brátt að sjá það.“ Að þeim orðum sögðum skar hann hana á háls með rakhnífi. Thomas notaði síðan sama hníf til að myrða börn þeirra hjóna, það eldra rétt um tveggja ára. Enginn felldi tár Eiginmaður frænkunnar nánast gekk inn í viðbjóðinn því á leið heim til sín ákvað hann að kíkja til Thomasar. Þá vissi hann að sjálf- sögðu ekkert um örlög sinnar eig- in fjölskyldu, en hann réðst til at- lögu við Thomas, hafði hann undir og kom á hann böndum. Síðan kom hann Thomasi í hendur rétt- vísinnar sem sendi hann í fangels- ið í Exeter. Í ágúst 1694 var Thomas hengd- ur og féllu engin tár enda ekkert skyldmenni hans á lífi þegar þar var komið. n BLÓÐBAÐ Í DEVON n Thomas var vel stæður bóndi n Greip til örþrifaráða þegar pyngjan tæmdist ERTU AÐ FARA Í FLUG? ÞJÓNUSTUM ÞIG OG ÞÍNA Í MAT OG DRYKK Hafnargata 19a Keflavík / S. 421 4601 350.000 sterlingspunda líftrygging var ástæða þess að Fadi Nasri réð mann til að myrða eiginkonu hans, lögreglukonuna Nisha Patel-Nasri, í maí 2006. Í hlutverki hins sorgmædda eiginmanns gaf hann lögreglunni upp nöfn fimm einstaklinga sem hann sagði að hefðu vilja eiginkonu hans feiga. Fadi var skuldum vafinn en sá sér þó fært að greiða morðingjanum 15.000 sterlingspund fyrir vikið. Hann komst ekki upp með glæpinn.SAKAMÁL Eiginkonan myrt Á Thomas rann mikið æði og engum var eirt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.