Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2018, Side 64
64 15. júní 2018FRÉTTIR - EYJAN GIMLI FASTEIGNASALA Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík s. 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst hjá OKKUR hafðu samband F rá örófi alda hafa Kínverjar verið þeirrar skoðunar að óvinir þeirra myndu sækja að þeim á landi og er Kínamúr- inn einmitt dæmi um varnir gegn óvinum. Strandlengja landsins er mjög löng en meirihluti landsins er langt frá hafinu og gamlar við- skiptamiðstöðvar á borð við Shang- haí og Hong Kong eru langt frá haf- inu. Það var því ekki frá hafinu sem Kínverjar töldu að ógn steðjaði að, hún kom af landi. Það er held- ur ekki margt að finna í kínverskri sögu um sjóorrustur nema hvað einn mesti hernaðarósigur Kínverja var þegar breski flotinn bar sigurorð af Kínverjum í Ópíumstríðunum á fyrri helmingi nítjándu aldar. En fortíðin er fortíð og nú horfa Kínverjar fram á veginn og ætla sér að verða hernaðarveldi á sjó. Þetta sagði Xi Jinping, forseti landsins, á flokksþingi kommúnistaflokks- ins í október í fyrra. Xi hefur lengi haft á stefnuskrá sinni að styrkja flotann og fjölmiðlar gera flotan- um reglulega góð skil. Til dæmis skýrði Xinhua fréttastofan nýlega frá því að flotinn hefði verið með umfangsmikla æfingu í Kínahafi og þar hafi fyrsta flugmóðurskip Kínverja, Liaoning, tekið þátt. Að- eins 14 dögum áður hafði Jinping sjálfur skoðað flotann í tengslum við mikla flotasýningu. Þar voru 48 herskip og 76 orrustuþotur, kaf- bátar með kjarnorkuvopn og rúm- lega 10.000 hermenn auk flug- móðurskipsins góða. Á æfingunni í Kínahafi æfðu herskipin loftvarnir og varnir gegn kafbát- um. Orrustuþotur tóku á loft frá Liaoning og eldflaugum var skot- ið. Það er því ljóst að Kínverjar ætla að efla herskipaflota sinn mikið og ætla honum greinilega stórt hlutverk í framtíð- inni. Það styrkir þetta enn frekar að Kínverjar hafa hreiðrað um sig í Suður-Kínahafi. Þar hafa þeir byggt og eru enn að byggja her- stöðvar og ýmis hernaðarmann- virki sem er hægt að nota til að tryggja stöðu þeirra á mikilvægum siglingaleiðum. En Liaoning verður ekki lengi eina flugmóðurskip Kínverja því þeir eru sjálfir að smíða þrjú til viðbótar en Liaoning er úkra- ínskt skip sem Kínverjar keyptu og breyttu og komu í gagnið. Reikn- að er með að Kínverjar muni ráða yfir fjórum flugmóðurskipum hið minnsta árið 2030. Koma sér fyrir fjarri heimahögum Það er ekki síður mikilvægt í þessari uppbyggingu að Kínverj- ar hafa verið að koma sér fyrir er- lendis með hermenn. Í ágúst í fyrra opnuðu þeir flotastöð í Dji- búti í Afríku. Þetta er fyrsta flota- stöð Kínverja utan Kína og sú eina, í bili. Hernaðarsérfræðingar eiga þó almennt von á að þessum erlendu flotastöðvum Kínverja muni fjölga á næstu árum því Kínverjar fara ekki leynt með að þeir vilja vera sterkt afl á alþjóðavettvangi og til að vernda viðskiptahagsmuni sína vilja þeir vera með herlið utan Kína. Það eru því ekki aðeins flota- stöðvar sem Kínverjar vilja tryggja sér utan Kína, þeim finnst ekki síður mikilvægt að hafa aðgang að venjulegum kaupskipahöfnum. Þessar hafnir er síðan hægt að nota til að taka við kínverskum herskipum ef þörf krefur. Nú þegar hafa kínversk fyrirtæki keypt höfnina í Zeebrugge í Belgíu og samið um að sjá um rekstur á Piraeus-höfninni í Grikklandi til 2051. Þeir hafa einnig leigt höfnina í Gwadar í Pakistan til 2058 en hún veitir þeim mikilvægan aðgang að Ómanflóa. Þá hafa kínversk fyrir- tæki einnig samið um leigu á höfn- unum í Hambantita á Srí Lanka og Darwin í Ástralíu til 99 ára. Þeir hafa einnig reynt að tryggja sér yfirráð yfir höfnum í Banda- ríkjunum en bandarísk stjórnvöld hafa komið í veg fyrir það enda ekki snjallt að leyfa Kínverjum að ráða yfir höfnum þar í landi, að minnsta kosti ekki út frá hernað- arlegum og landstjórnmálalegum ástæðum. Útgjöld Kínverja til hernaðar- mála aukast stöðugt en eru samt sem áður aðeins 30 prósent af því sem Bandaríkin eyða í her sinn. En sífellt stærri hluti kínversku fjárframlaganna fer í sjó- og flug- herinn auk þess sem verið að tæknivæða landherinn á margan hátt og auka tæknina hjá honum. Með þessari tæknivæðingu hefur verið hægt að fækka hermönnum um eina milljón og það hefur los- að um fjármagn sem er hægt að nota í herskipaflotann. n HIÐ NÝJA STÓRVELDI Á ÚTHÖFUNUM n Kínverjar hafa tryggt sér yfirráð yfir mikil- vægum höfnum og stækka herskipaflotann Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Herstöð Kínverja í Djíbútí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.