Fréttablaðið - 09.01.2019, Side 29

Fréttablaðið - 09.01.2019, Side 29
Það er brýnt að hafa samtök sem beita sér fyrir náttúru- vernd án þess að hafa fjárhagslega hvata, þau eru óháð öðru en lýð- ræðislegum ákvörðunum félagsmanna sinna. AFMÆLISÁRS LANDVERNDAR 2019 10. APRÍL The True Cost Sýning í Bíó Paradís Kl. 20:00 6. APRÍL Norræni fataskiptadagurinn Samstarf við ungmennahús landsins Kl. 14:00 4. MAÍ Norræni strandhreinsunar- dagurinn ásamt Bláa hernum Kl. 11:00 Dýradagurinn Skrúðganga til stuðnings lífbreytileika Dagsetning tilkynnt síðar 12. JÚNÍ Fræðsluferð í Friðland í Flóa með Fuglavernd og Votlendissjóði 29. JÚNÍ Náttúruþing á Þingvöllum Kl. 10-22:00 Ljósmyndasýning í Norræna húsinu 14. okt.–10. nóv 10. OKT. Draumalandið Sýning í Bíó Paradís og umræður eftir mynd Kl. 20:00 25. OKT. Afmælisráðstefna Landverndar 6. NÓV. Hvellur Sýning í Bíó Paradís Kl. 20:00 20. NÓV. Umhverfismál og siðfræði Viðburður í samstarfi við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands 4. DES. UseLess Sýning í Bíó Paradís Kl. 20:00 7. DES. Jólagjafavinnustofa GÞS (DIY) 24. DES. Gleðileg jól! 30. APRÍL Aðalfundur Landverndar APRÍL OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER MAÍ JÚNÍ Guðmundur Ingi Guðbrandsson í Nuuk á Grænlandi en ráðherra kann alltaf best við sig í lopapeysunni úti í náttúrunni, hérlendis sem erlendis. Hver eru stærstu skrefin sem hafa verið stigin í náttúru-vernd síðustu 50 árin? Mikið vatn hefur runnið til sjávar í umhverfis- og náttúruverndar- málum á síðustu fimmtíu árum bæði alþjóðlega og hér heima á Íslandi. Umhverfismál eiga sér oftast engin landamæri, mengun berst á milli ríkja og andrúmsloftið er okkur öllum til dæmis sameigin- legt. Þetta hefur kallað á sameigin- legar aðgerðir þvert á landamæri og fjölmargir alþjóðlegir samningar hafa tekið gildi seinustu áratugi. Þar trónir kannski hæst samningur Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar og Kyoto-bókunin og Parísarsamningurinn sem eru hluti hans. Aðrir merkir samningar hafa einnig verið gerðir sem miklu máli hafa skipt fyrir umhverfis- og nátt- úruvernd. Þar má nefna samning SÞ um eyðimerkurmyndun og vernd líffræðilegrar fjölbreytni, Montreal-bókunina um verndun ósonlagsins og Árósasamninginn um rétt almennings til þátttöku þegar kemur að ákvarðanatöku um umhverfismál. Þá hafa einnig komið fram mikilvægar megin- reglur í alþjóðlegum umhverfisrétti: Varúðarreglan og mengunar- bótareglan. Allir þessir samningar hafa haft mikil áhrif á umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf hérlendis, á viðhorf fólks og umgengni við náttúruna. Þróunin hérlendis síðustu fimmtíu árin hefur litast af þessum alþjóðlegu straumum og einnig af nauðsyn þess að vernda og stuðla að sjálfbærri nýtingu á auðlindum lands og sjávar. Á þessu tímabili var til dæmis komið á kvótakerfi í sjávarútvegi, sérstakur ferill mótaður utan um hvar megi virkja vatnsafl og jarðvarma og hvar ekki og komið á lögum um hvernig megi vernda vinsæla ferðamannastaði gegn álagi ferðamanna. Þá hefur margvísleg löggjöf verið tekin upp í gegnum EES-samninginn og má þar nefna mat á umhverfisáhrifum, efnalöggjöf og vatnatilskipun. Hvaða þýðingu hefur Árósa- samningurinn? Tilkoma Árósasamningsins hefur styrkt umhverfisverndarsam- tök og réttindi þeirra. Hérlendis geta slík samtök með 30 félags- menn eða fleiri farið fram á að fá afhentar upplýsingar sem snúa að umhverfismálum. Þau eiga rétt á að taka þátt í ákvarðanatöku, t.d. með því að gera athugasemdir við áætlanir stjórnvalda og fyrirtækja og þau geta látið reyna á ákvarðanir stjórnvalda er varða umhverfismál fyrir úrskurðarnefndum. Þýðing þessa er ótvíræð og alveg ljóst að Árósasamningurinn hefur verið mjög mikilvægur bæði hérlendis og erlendis. Hversu mikilvægt telur þú starf Landverndar og annarra félagasam- taka hafa verið í náttúruvernd? Félagasamtök eins og Landvernd hafa mikilvægu hlutverki að gegna í umhverfis- og náttúruvernd. Það er brýnt að hafa samtök sem beita sér fyrir náttúruvernd án þess að hafa fjárhagslega hvata að baki, þau eru óháð öðru en lýðræðislegum ákvörðunum félagsmanna sinna. Mjög víða eru slík samtök leiðandi í umhverfismálum og þátttaka þeirra því algerlega nauðsynleg. Ég tel að barátta félagasamtaka hérlendis hafi skipt miklu í umhverfismálum og muni gera það áfram. Þau hafa veitt gríðarlega mikilvægt aðhald og komið málum á dagskrá. Gott dæmi um það er hugmynd um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Þessi framsækna og metnaðarfulla hugmynd er nú hluti af sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og þverpólitísk nefnd undirbýr stofnun þjóðgarðsins. Á köflum hefur þó reynst erfitt að fjármagna umhverfisverndar- samtök og stuðningur hins opin- bera hefur verið frekar lítill. Sem umhverfisráðherra legg ég áherslu á að rekstrarstyrkir til umhverfis- verndarsamtaka verði stórauknir: Um 50% á þessu ári og önnur 50% árið 2020. Á seinustu misserum hefur vitund og áhugi fólks á umhverfis- málum aukist ótrúlega. Það er frábært að verða vitni að þeirri kærkomnu umhverfisbylgju sem nú á sér stað. Umhverfismál eru ekki lengur álitin jaðarmál, enda eru þau stóru málin sem snerta okkur öll í nútíð og framtíð. Ég óska Landvernd innilega til hamingju með 50 ára afmælið og óska samtökunum gæfu og góðs gengis í sínum mikilvægum störfum. Umhverfismál eru án landamæra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer stuttlega yfir það sem áunnist hefur í umhverfis- og náttúruverndarmálum síðustu fimmtíu ár. LANDVERND 50 ÁRA 5 M I ÐV I KU DAG U R 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 F 7 -5 F 1 8 2 1 F 7 -5 D D C 2 1 F 7 -5 C A 0 2 1 F 7 -5 B 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.