Fréttablaðið - 09.01.2019, Síða 42

Fréttablaðið - 09.01.2019, Síða 42
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 9. janúar 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Stjórnar- maðurinn 02.01.2019 Hlutabréfasjóður í stýringu GAMMA Capital Management seldi allan 2,9 prósenta hlut sinn í Arctic Adventures, stærsta fyrirtæki landsins í afþreyingarþjónustu fyrir ferðamenn, í lok nóvember, að því er fram kemur í bréfi sjóðsstjóra fyrirtækisins til sjóðsfélaga. Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðs- ins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. Á móti fjárfesti sjóðurinn að hluta til aftur í ferðaþjónustufyrirtækinu í gegnum fagfjárfestasjóðinn GAMMA:Numinous. Sjóðir í stýringu GAMMA keyptu sem kunnugt er samanlagt 15 prósenta hlut í Arctic Adventures í desember 2017 en þar af eignaðist sjóðurinn GAMMA:Num- inous tæplega 9,5 prósenta hlut. Í bréfi sjóðsstjóra GAMMA segja þeir að mjög vel gangi í rekstri ferðaþjónustu- fyrirtækisins og  vænta þeir þess að sú verði áfram raunin. Í kjölfar sölunnar er eina óskráða eign GAMMA:Equity hlutur í lækningavörufyrirtækinu Kerecis. – kij Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management. PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur Bókhald Jafnlaunavottun Áhættustýring Endurskoðun Verðmæti Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Ráðgjöf Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Skattamál Raunar gengur engin peningastefna upp á Íslandi svo lengi sem ofangreind stéttaólga leiðir til nafn- launahækkana á sama hraða og verið hefur undanfarin ár og áratugi. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Gamli og nýi Gærdagurinn var birtingarmynd um gamla og nýja tíma í verslun. Á sama tíma og Amazon varð verðmætasta fyrirtæki veraldar, eða um 800 milljarðar dala að markaðsvirði, var formlega tilkynnt að hinn gamalgróni verslunarrisi, Sears, yrði tekinn til gjaldþrotaskipta. Sears var upprunalega pöntunarlisti sem sendur var á heimili fólks, og opnaði síðar verslanir um öll Bandaríkin. Allt til 1989 var Sears stærsta verslunarfyrirtæki Banda­ ríkjanna hvað tekjur varðar. Fall Sears er auðvitað birtingar­ mynd nýrra tíma í verslun. Fyrirtækið er löngu hætt að senda bæklinga sína inn á öll heimili, og verslanirnar urðu tímaskekkja eftir því sem árin liðu. Ris Ama­ zon er svo hin hliðin á sama pen­ ingi. Netverslun án landamæra og allt sem henni fylgir. Raunar eru fá svið mannlífsins sem Amazon snertir ekki á. Amazon seldi upprunalega tónlist og bækur, en er í dag allt í senn markaðstorg fyrir allt milli himins og jarðar, alhliða afþreyingarveita, gagna­ geymsla á netinu. Fyrirtækið selur raftæki undir eigin nafni, allt frá lestölvum og spjaldtölvum yfir í raddstýrða hátalara, matvöru og svo mætti áfram telja. Allt er þetta svo sent heim í stofu. Það er í þessum heimi sem fyrir­ tæki á borð við Sears eiga erfitt með að fóta sig. Skyldi engan undra, þau sitja á langtímaleigu­ samningum á stöðum sem fólk vill ekki lengur versla á. Af hverju að rífa sig af stað þegar þú getur fengið sent heim í stofu? Kostn­ aður í breyttum heimi sligaði fyrirtækið að endingu. Þetta er þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum og þvert á landamæri. Fornfrægir breskir verslunarrisar eiga í miklum vandræðum. Hér á Íslandi sjáum við að stóru verslunarfyrirtækin láta suma vöruflokka hreinlega ósnerta. Hagar hafa undið nánast alveg ofan af rekstri tískuverslana sinna. Þar skiptir erlend sam­ keppni vafalaust langmestu. Dæmin sýna hins vegar að ekki er öll nótt úti enn fyrir hefðbundnar verslanir. Þannig hafa Harrods og Selfridges skilað metárangri síðustu misseri. Þeim hefur tekist að feta þetta vandrataða einstigi milli nýja tímans og þess gamla. Verslun á gamla mátann mun ekki leggjast af. Þeir sem sofa á verðinum verða þó ekki langlífir. 0 9 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 F 7 -4 B 5 8 2 1 F 7 -4 A 1 C 2 1 F 7 -4 8 E 0 2 1 F 7 -4 7 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.