Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 7
7Ljósmæðrablaðið - júní 2012
óhóflega mikið á meðgöngu í meiri áhættu
á fylgikvillum en kona í ofþyngd og kona
í ofþyngd er í meiri áhættu á fylgikvillum
en kona í kjörþyngd (Scotland o.fl., 2006).
Líkt og með offitu móður á meðgöngu er of
mikil þyngdaraukning á meðgöngu einnig
áhættuþáttur fyrir ofþyngd og offitu hjá barni
(Oken, o.fl., 2007). Rannsóknir hafa því
beinst að því að takmarka þyngdaraukningu
á meðgöngu og athuga þyngdarbil fyrir hvern
þyngdarflokk sem gefur bestu mögulegu horfur
fyrir móður og barn í meðgöngu, fæðingu
og eftir fæðingu. Meðgangan er það tímabil
í lífinu sem konur eru hvað móttækilegastar
fyrir fræðslu og ráðgjöf. Í þessari grein er kynnt
hugmynd að nálgun í meðgönguvernd sem
byggir á því að draga fram styrkleika konunnar
til að takast á við ástand sitt jafnframt því sem
byggt er á kenningu Mcbride og félaga (2003)
um „kennanlegan tíma“ (e. teachable time).
MEÐGÖNGUVERND OG SKILN-
INGUR Á OFFITU
Sú nálgun að skilgreina offitu einvörðungu
sem heilbrigðisvanda sem leiðir til sjúkdóma
felur í sér hættu á því að þeir sem þjást af offitu
verði skilgreindir sem sjúklingar eða verðandi
sjúklingar (Ástríður Stefánsdóttir, 2011). Í
ljósi þess hvaða afleiðingar offita getur haft
á heilsu og líðan fólks, og hversu kostnaðar-
samar afleiðingar hennar eru, þá þarf að horfa
á viðfangsefnið sem samfélagslegan vanda
en ekki eingöngu vanda heilbrigðiskerfisins.
Þannig er árangursríkara og ódýrara að leggja
áherslu á fyrsta stigs forvarnir sem hafa það
að markmiði að fyrirbyggja þyngdaraukningu,
en aðgerðir sem miða einungis að meðferð við
offitu. Mikilvægt er að áherslan sé á heilbrigði
frekar en þyngd (Margrét Valdimarsdóttir o.fl.,
2009). Í þeim klínísku leiðbeiningum sem
verklag í meðgönguvernd byggist nú á er rík
áhersla lögð á áhættumat og skimun ýmissa
meðgöngutengdra vandamála (Helga Gott-
freðsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir, 2012).
Þannig er gert ráð fyrir því að finna þær
konur sem eru yfir kjörþyngd eða of feitar
og vinna með þeim til að fá sem hagstæðasta
útkomu meðgöngu og fæðingar. Það má vel
samræma þessar áherslur öðrum markmiðum
mæðraverndar sem eru að stuðla að heilbrigði
móður og barns, með því að veita faglegan
stuðning og ráðgjöf og að veita fræðslu um
meðgöngu og fæðingu (Heilsugæslan, 2010).
Á meðgöngu er konan móttækilegri fyrir því
að aðlagast breyttum lífsháttum, sérstaklega
varðandi breytt mataræði og reykingar, þar sem
hún finnur hvöt til að vernda fóstrið sem hún
gengur með (Phelan, 2010; Mcbride, Emmons
og Lipkus, 2003). Það þarf að nýta þessa þætti í
fari konunnar sem styrkleika hennar fremur en
veikleika og hvers konar íhlutun og meðferð
ætti að taka mið af því.
Íhlutanir á meðgöngu fyrir konur í
ofþyngd og of feitar konur
Ein nálgun í fyrsta stigs forvörn er að beita
atferlisíhlutunum til að hjálpa fólki að breyta
áhættusamri heilsutengdri hegðun og taka upp
hollari lífshætti. Þessi nálgun er gjarnan notuð
til að hjálpa einstaklingum í ofþyngd og þannig
stjórna þyngd og efla heilbrigði. Önnur nálgun
í fyrsta stigs forvörn er að koma í veg fyrir
að fólk byrji á að stunda venjur sem tengjast
aukinni áhættu fyrir heilsubrest (Taylor, 2003).
Nokkrar athyglisverðar rannsóknir hafa birst
á síðustu árum sem greina frá notkun íhlutana
fyrir of feitar barnashafandi konur. Í þeim
rannsóknum þar sem íhlutunin byggir á góðri
næringaráðgjöf, hvetjandi samtalstækni og
hreyfingu virðist bestur árangur nást (mynd 1).
Asbee og féagar (2009) gerðu samanburðar
rannsókn með slembiúrtaki 144 barnshafandi
kvenna þar sem tilgangurinn var að athuga
hvort skipulögð og stöðug íhlutun á meðgöngu,
sem felst í ráðgjöf um hollan lífsstíl og
hreyfingu á meðgöngu, geti dregið úr óhóflegri
þyngdaraukningu á meðgöngu. Konurnar voru
af mismunandi kynþáttum, afrískar-amerískar,
frá Asíu og hvítar konur, meðalaldur var 26,6
ár og meðallíkamsþyngdarstuðull 25,5 kg/
m2. Konurnar höfðu ýmist LÞS <26 (of
léttar og í kjörþyngd); LÞS á bilinu 26–30
(yfir- eða ofþyngd) eða LÞS >30 (of feitar).
Öllum konunum var skipt af handahófi í
viðmiðunarhóp (43 konur) og íhlutunarhóp
(57 konur). Meðalmeðgöngulengd við
upphaf rannsóknar var 13,7 vikur. Konur
í viðmiðunarhópnum fengu hefðbundna
mæðravernd en konur í íhlutunarhópi fengu
staðlaða viðbótarráðgjöf og ráðleggingar um
heilbrigt mataræði og hreyfingu á meðgöngu.
Konunum var ráðlagt að neyta 40% orkunnar
á formi kolvetna, 30% sem prótein og 30% fitu
af heildarorkuinntöku og þeim var leiðbeint
með hreyfingu þrisvar til fimm sinnum í viku.
Þær fengu jafnframt upplýsingar um hóflega
þyngdaraukningu á meðgöngu samkvæmt IOM
leiðbeiningunum og hver kona hitti næringar-
fræðing í eitt skipti í byrjun rannsóknar. Konur
í íhlutunarhópi voru vigtaðar í hverri skoðun
og ef kona þyngist innan eðlilegra marka fékk
hún hrós og hvatningu, ef hún þyngdist ekki
innan eðlilegra marka samkvæmt IOM voru
neysluvenjur og hreyfing hennar endurmetin.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að konur
í íhlutunarhópnum þyngdust marktækt minna
á meðgöngu (12,9 kg +/- 5,6 kg) í samanburði
við viðmiðunarhóp (13,1 kg +/- 7,0 kg, P=
0,01). Konur í ofþyngd eða yfir offitumörkum
fyrir þungun voru líklegri til að þyngjast
umfram ráðleggingar. Þrjátíu og þrjú prósent
of feitra kvenna í íhlutunarhópnum og 20%
kvenna í viðmiðunarhópnum þyngdust innan
ráðlagðra marka. Af konum í kjörþyngd voru
það 80% kvenna í íhlutunarhópnum og 68%
í viðmiðunarhópnum sem þyngdust innan
ráðlagðra marka. Það að vera í kjörþyngd fyrir
þungun var það sem mest spáði fyrir um það
að þyngjast innan eðlilegra marka. Í þessari
rannsókn voru frumbyrjur marktækt líklegri til
að þyngjast umfram ráðleggingar en fjölbyrjur
(15,4 kg +/- 6,5 kg á móti 12,2 kg +/- 5,7 kg,
P<0.01).
Í danskri íhlutunar- og samanburðarann-
sókn var athugað hvort næringarráðgjöf í 10
klukkustundir á meðgöngu gæti takmarkað
þyngdaraukningu kvenna sem eiga við offitu
að stríða og hvort þyngdartakmörkunin gæti
haft áhrif á sykurþol þeirra á meðgöngu
(Wolff, o.fl., 2008). Þátttakendur voru 50
konur yfir offitumörkum (LÞS >30 kg/m2),
af hvítum kynstofni, sem höfðu sögu um
sykursýki fyrir þungun. Þeim var af handahófi
skipt í meðferðarhóp (n=23, LÞS) og saman-
burðarhóp (n=27). Meðallíkamsþyngdarstuðull
var 34,7 kg/m2, meðalaldur 28 ára og meðal-
meðgöngulengd við upphaf rannsóknar er 15,5
vikur.
Íhlutunarhópurinn fékk 10 tíma hjá
næringarfræðingi þar sem áhersla var á fræðslu
um hollt mataræði. Gert var einstaklingsmat
á heildarorkuþörf hverrar barnshafandi konu
og orkuinntaka takmörkuð með tilliti til þess.
Hver kona vigtaði og skráði það sem hún
borðaði í sjö daga í byrjun íhlutunar og við 27.
og 36. viku meðgöngu. Samanburðarhópurinn
fékk hefðbundna meðgönguvernd. Niður-
stöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að konur
í íhlutunarhópnum takmörkuðu orkuinntöku
miðað við samanburðarhópinn, neysla fitu og
kolvetna var minni, en neysla á próteinum var
meiri hjá íhlutunarhópnum en samanburðar-
hópnum. Konur í íhlutunarhópnum þyngdust
marktækt minna á meðgöngu, eða að meðaltali
6,6 +/- 5,5 kg en konur í samanburðarhópnum
sem þyngdust að meðaltali 13,3 +/-7,5 kg.
Þyngdaraukning fram að 36 viku meðgöngu
tengdist að miklu leyti heildarþyngdaraukningu
á meðgöngu (P<0.001). Fjórum vikum eftir
fæðingu hafði samanburðarhópurinn þyngst
um 6,4 kg meira en íhlutunarhópurinn, miðað
við þyngd fyrir þungun (P=0.003). Ekki
var munur á tíðni meðgöngusykursýki eða
sykuróþoli á milli hópanna. Jafnframt var ekki
marktækur munur á fæðingarþyngd barnanna
og horfum meðgöngu og fæðingar. Takmörkun
þessarar rannsóknar eins og hinnar fyrri er
hversu lítið úrtakið var.
Þriðja rannsóknin er frá Svíþjóð en
Mynd 1. Þessir þrír þættir mynda grunn að
íhlutun fyrir of feitar konur á meðgöngu.
Árangur er metinn út frá þyngdarstjórnun
konunnar á meðgöngu