Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 8
8 Ljósmæðrablaðið - júní 2012
Claesson og félagar (2008) gerðu tilfellarann-
sókn þar sem tilgangurinn var að takmarka
þyngdaraukningu kvenna sem eiga við offitu
(LÞS>30 kg/m2) við < 7 kg og athuga horfur
fæðingar og barns. Meðferðarhópurinn saman-
stóð af 155 konum sem sóttu mæðravernd
á tiltekinni heilsugæslustöð í Linköping
og viðmiðunarhópurinn samanstóð af 193
konum sem voru í hefðbundinni mæðravernd
á sama tíma á heilsugæslustöðvum í nálægum
borgum. Meðferðin hófst við 10–12 vikna
meðgöngu og fólst í aukaskoðunum hjá ljós-
móður sem hafði fengið sérstaka þjálfun
í hvetjandi samtalstækni en hornsteinn
meðferðarinnar var hvatningarviðtal snemma
á meðgöngu þar sem áhersla var á að hvetja
konuna til að breyta hegðun. Mikil áhersla
var á vandaðar upplýsingar sniðnar að hverri
og einni konu og þeim boðið aukalega í viðtal
ef þær óskuðu. Jafnframt var konum boðið
að taka þátt í sundleikfimi í eitt til tvö skipti
í viku. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að
konur í meðferðarhópnum þyngdust marktækt
minna en viðmiðunarhópurinn (P<0.001).
Meðalþyngdaraukning á meðgöngu hjá
meðferðarhópnum var 8,7 kg en 11,3 kg
hjá samanburðahópnum. Tíu til 12 vikum
eftir fæðingu hafði íhlutunarhópurinn lægri
LÞS, miðað við fyrir þungun miðað við
samanburðarhóp (-2.15 kg á móti 0.75,
P<0.001). Konur í meðferðarhópnum
voru líklegri til að þyngjast minna en 7 kg
en konur í viðmiðunarhópnum (35,7% á
móti 20,5%, P=0.003). Ekki var munur á
milli meðferðarhóps og viðmiðunarhóps á
fæðingarþyngd barna, meðgöngulengd og
útkomu fæðingar. Álykta má út frá niður-
stöðum þessarar íhlutunarrannsóknar, eins og
hinum fyrri sem lýst hefur verið, að meðferðin
hafi verið árangursrík til að takmarka
þyngdaraukningu á meðgöngu, en hefur ekki
eða lítil áhrif á horfur fæðingar og barns. Í
öllum tilfelum var næringarráðgjöf hluti af
meðferðinni og fólst í að leiðbeina um hóflegt
en næringarríkt mataræði.
Staðan hér á landi
Í könnuninni á mataræði fullorðinna 2010–
2011 var upplýsingum safnað símleiðis um
líkamsþyngd og hæð. Líklegt er þess vegna
að áætlaður fjöldi þeirra sem er yfir kjör-
þyngd samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar
sé jafnvel hærri en niðurstöðurnar segja til
um, en þekkt er að fólk vanáætlar þyngd sína
fremur en ofáætlar. Meðal íslenskra kvenna á
aldrinum 18–30 ára var tíðni ofþyngdar 38%,
og þar af er offita 13%. Meðal 31–60 ára
kvenna teljast 50% of þungar, þar af teljast
21% of feitar (Könnun á mataræði Íslendinga
2010–2011). Í sömu könnun voru konur á
barnsburðaraldri 18–39 ára of þungar í 41%
tilvika og 18% of feitar. Ef miðað er við
aldurshópinn 18–45 ára eru 44% of þungar
og 20% of feitar. Þessum staðreyndum þarf
að mæta með vöktun næringar og heilsu og
skipulegum aðgerðum.
Rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á
landi urðu til þess að breytingar voru gerðar
á ráðleggingum um þyngdaraukningu á
meðgöngu á Norðurlöndum (Nordic Nutrition
Recommendations 2004). Eldri rannsóknir
sem fyrri ráðleggingar studdust við voru
með mun lægri mörk þyngdaraukningar
á meðgöngu eða um 12 kg en meðaltal
þyngdaraukningar eins og til dæmis á Íslandi
var tæplega 15 kg. Samanburður tveggja
hópa kvenna sem allar voru í kjörþyngd
fyrir þungun sýndi að mikil þyngdaraukning,
18 til 24 kg, á meðgöngu virtist ekki auka
líkur á ofþyngd kvennanna sjálfra og flestar
höfðu náð fyrri þyngd 1,5 ári eftir barnsburð
(Thorsdottir og Birgisdóttir, 1998). Þetta var
vísbending um að konur í kjörþyngd virtust
þola allmikla þyngdaraukningu áður en það
hafði marktæk áhrif á þeirra eigin þyngd.
Til að kanna aðra hugsanlega áhættuþætti
þyngdaraukningar var gerð önnur rannsókn á
600 konum í kjörþyngd fyrir þungun. Fram
kom að tíðni aukaverkana jókst marktækt
ef þyngdaraukning kvennanna var meiri en
18 kg á meðgöngu (Thorsdottir o.fl., 2002).
Þetta þýðir þó ekki að 18 kg efri mörk
eigi við allar konur. Ef kona er of þung er
aukin áhætta á ýmsum fylgikvillum, eins
og greint hefur verið frá hér fyrir framan.
Viðmiðunarþyngdaraukning á meðgöngu
fyrir konur hér á landi sem eru of þungar fyrir
þungun er 7–12 kg en fyrir konur í kjörþyngd
fyrir þungun 12–18 kg (Matur og meðganga,
2008). Þessi viðmiðunarrammi er gagn-
legur sem stuðningur við mæðravernd og við
konuna sjálfa. Hann er hins vegar gagnslaus
ef ekki eru til ráð og aðstoð sem auðveldar
konum að borða mat sem mætir næringarþörf
þeirra sjálfra og verðandi barna og styður við
góða meðgöngu.
Rík ástæða er til að bæta næringu meðan að
kona er barnshafandi. Fyrir því liggja margar
ástæður. Eins og að framan greinir myndast
eins konar gluggi til að bæta lífstíl og þar á
meðal mataræði á meðgöngutíma. Bætt næring
á þessu tímabili skilar sér til konunnar sjálfrar,
verðandi barns og jafnvel til fjölskyldu og
nánasta umhverfis hennar. Þess ber einnig að
geta að góð næring fósturs skilar sér einnig
til komandi kynslóða gegnum betri heilsu
afkvæmisins síðar í lífinu.
Íslenskar rannsóknir, í samstarfi við Rann-
sóknastofu í næringarfræði og Hjartavernd,
hafa sýnt tengsl milli fæðingarstærðar fólks
sem fæddist milli 1914 og 1935 og heilsu
þeirra síðar á ævinni, þar var minni fæðingar-
stærð tengd auknum líkum á skertu sykurþoli,
hjartasjúkdómi, háþrýstingi og búkfitu
(Birgisdottir, Gunnarsdottir, Thorsdottir,
Gudnason og Benediktsson, 2002a; Gunnars-
dottir, Birgisdottir, Thorsdottir, Gudnason og
Benediktsson, 2002b; Gunnarsdottir, Birgis-
dottir, Benediktsson, Gudnason, Thorsdottir,
2004). Kenningin um skort næringar móður á
meðgöngu og truflun á fósturþroska sem leiðir
til heilsubrests síðar á ævinni er oft kennd við
David Barker (Barker, o.fl., 1989) en í rann-
sóknum sem framkvæmdar voru í Afríku kom
í ljós að árferði meðan konur voru þungaðar
hafði áhrif á lífslíkur barna (Moore, o.fl., 1997;
Moore, o.fl., 2004).
Áherslur í mataræði
Fjölmargir þættir í mataræði geta aukið
líkur á góðri þyngdarstjórnun á meðgöngu.
Þar má nefna neyslu á fiski, grænmeti og
grófu korni, en allt þetta tengist hóflegri
neyslu og þar af leiðandi mátulegu heildar-
magni af mat (Parra, o.fl., 2008; Olafsdottir
o.fl., 2006b). Bæði íslenskar og samnorrænar
ráðleggingar mæla með aukinni neyslu
þessara matvæla. Fiskneyslu að minnsta
kosti tvisvar í viku, grænmeti að minnsta
kosti 200 grömmum á dag og að öll brauð
innihaldi heilkorn eða séu trefjarík. Huga þarf
sérstaklega að hæfilegri mjólkurneyslu eða
að 2 til 4 skömmtum á dag. Næringarþéttni
er þeim konum sem eru of þungar fyrir
meðgöngu sérlega mikilvæg. Með því er átt
við að maturinn sé svo vel valinn að hann gefi
mikið af vítamínum og steinefnum á hverja
orkueiningu. Þetta er auðvitað ógerlegt ef
neyslu á sykurríkum og fituríkum vörum er
ekki stillt í hóf. Hreyfing hjálpar einnig til við
að stilla orkunýtingu og að undirbúa fæðingu.
Fiskneysla á meðgöngu hefur vakið sérstaka
athygli og fundist hafa jákvæð tengsl milli
fiskneyslu mæðra og fæðingarstærðar hér á
landi (Thorsdóttir, Birgisdottir, Halldorsdottir
og Geirsson, 2004). Í tengslum við umfjöllun
um fisk og offitu er mikilvægt að geta þess að
hér á landi er fiskneysla of þungra og feitra á
aldrinum 20–40 ára mun minni en neyslan er
að meðaltali og meðal þeirra sem eru í kjör-
þyngd (Thorsdottir, o.fl., 2008). Áhugavert er
að sjá að í löndum þar sem næga næringu er
að hafa, sjáist slík fylgni milli samsetningar
fæðunnar á meðgöngu og stærðar nýbura.
Þetta undirstrikar enn að næring snemma á
lífsleiðinni skiptir miklu máli. Rannsóknir
hér á landi sýna að lýsisneysla (þorskalýsi)
sem svarar einni matskeið á dag tengist háum
blóðþrýstingi móður og minni stærðar barns
við fæðingu (Olafsdóttir, o.fl. 2006a). Skyn-
samlegt er því að ráðleggja minna magn,
teskeið eða litla barnaskeið daglega (af
þorska- eða krakkalýsi), til að gefa D-vítamín
og hollar fitusýrur.
Nálgun í klínísku starfi – að efla
heilbrigði
Ýmislegt er vitað um hollan mat og næringu
þó erfiðlega gangi oft að koma þeirri þekk-
ingu til skila á áhrifaríkan hátt. Breytingar í
umhverfinu, eins og framleiðsla á og aðgengi
að miklu magni af mat, hefur sett á mannfólkið
ákveðnar byrðar. Þessar byrðar leggjast verst á
viðkvæma hópa sem af einhverjum ástæðum fá
ekki leiðsögn eða aðhald um hversu mikið og
hvað af öllu þessu á að borða. Oft hafa slæmar
afleiðingar of mikillar eða óhollrar neyslu
einnig verst áhrif á þessa sömu hópa, það er
að segja á börn og unglinga, unga foreldra og
fólk sem býr við slæmar aðstæður. Við álítum
að það gæti reynst hjálplegt að nota kenningu