Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 10
10 Ljósmæðrablaðið - júní 2012
INNGANGUR
Á síðustu árum hafa orðið ákveðin
straumhvörf í réttindum samkyn-
hneigðra vegna vitundarvakningar og
lagabreytinga. Helstu breytingarnar eru
þær að samkynhneigðir hafa sama rétt
og gagnkynhneigðir þegar kemur að
hjónabandi, ættleiðingu og tæknifrjóvgun.
Breytt viðhorf innan samfélagsins hafa
einnig haft áhrif til fjölgunar lesbískra
para í barneignarferli og ætla má að
fjöldinn komi til með að aukast enn frekar.
Í ljós hefur komið að heilbrigðisstarfs-
fólk virðist ekki vera að fullu tilbúið til að
taka á móti þessum hópi kvenna með opnu
hugarfari og veita þeim bestu mögulegu
þjónustu sem tekur mið af þörfum og
óskum lesbía um viðeigandi meðferð.
Í rannsóknum Röndahl, Bruhner og
Lindhe (2009) og Wilton og Kaufmann
(2001) kemur fram að þrátt fyrir að
þjónusta við lesbíur í barneignarferlinu
hafi batnað mikið síðustu tíu árin sé
enn skortur á þekkingu og faglegum
vinnubrögðum hjá ljósmæðrum og öðru
heilbrigðisstarfsfólki gagnvart lesbíum.
Fram kemur að í staðinn fyrir andúð
og höfnun gagnvart lesbíum, sem áður
tíðkaðist, er birtingarformið frekar
skeytingarleysi, fáfræði og óviðeigandi
upplýsingasöfnun eða athugasemdir.
Með slíka gagnrýni í huga er áhugavert
að skoða hvernig lesbíum er sinnt í heil-
brigðisþjónustu og sérstaklega hvernig
ljósmæðrum tekst að sinna þörfum þeirra
í barneignarferlinu.
Í þessari grein er farið yfir þarfir og
upplifun lesbía af barneignarferlinu en
einnig verður fjallað um viðhorf ljós-
mæðra og hagnýt atriði sem gætu nýst
ljósmæðrum í þeirri viðleitni að tryggja
farsæl samskipti við þennan hóp kvenna.
HAFA LESBÍUR SÉRSTAKAR
ÞARFIR Í BARNEIGNAR-
FERLINU?
Konur í barneignarferlinu hafa ýmsar
þarfir hvort sem þær eru samkynhneigðar
eða ekki. Þær hafa meðal annars þörf fyrir
umhyggju, skilning, öryggistilfinningu og
að vera við stjórn. Hjá konum almennt,
þar á meðal lesbíum, geta þessar þarfir
verið mjög mismunandi að styrkleik og
blæbrigðum. Fræðimenn eru sammála
um að þegar komið er til móts við þarfir
kvenna, svo ólíkar sem þær geta í reynd
verið, þá leiði það til þess að ferlið gangi
betur og minni hætta verði á erfiðleikum
og inngripum (McManus, Hunter og
Renn, 2006; Sigfríður Inga Karlsdóttir og
Sigríður Halldórsdóttir, 1996). Lesbíur
hafa, í rannsóknum, bent á skilnings-
leysi varðandi það að þær tilheyra minni-
hlutahópi sem upplifir mismunun og hafa
með því sýnt ákveðna þörf fyrir skilning
og viðurkenningu (Fish og Bewley, 2010).
Eitt af því sem lesbíur, en ekki gagn-
kynhneigðar konur, þurfa að gera áður
en þær fara í fyrstu skoðun í mæðravernd
er að taka ákvörðun um það hvort þær
opinberi kynhneigð sína gagnvart ljós-
móðurinni eða ekki (McManus o.fl.,
2006; Wilton og Kaufmann, 2001). Þessi
ákvörðun getur verð sérstaklega erfið
þar sem gengið er út frá því innan heil-
brigðiskerfa að allir skjólstæðingar séu
gagnkynhneigðir þar til annað kemur í
ljós, en það mætti kalla gagnkynhneigt
regluveldi (Röndahl, Innala og Carlsson,
2006). Viðhorf starfsmannsins, umhyggja
og hegðun hefur mikið að segja. Flestar
lesbíur vilja gefa upp kynhneigð sína við
heilbrigðisstarfsfólk og þegar það er gert
verða gæði þjónustunnar betri (Bjorkman
og Malterud, 2009). Samkvæmt yfir-
litsgrein McManus o.fl. (2006) verður
útkoma úr barneignarferlinu ánægjulegri
og betri þegar lesbíur eru opnar með
kynhneigð sína.
UPPLIFUN LESBÍA AF BARN-
EIGNARFERLINU
Fæðing barns er mikil upplifun fyrir
konu sem mun fylgja henni í gegnum
lífið en hún getur verið allt frá því að vera
mjög jákvæð yfir í mjög neikvæða. Rann-
sóknir gefa til kynna að lesbíur, eins og
aðrar konur, vilja upplifa að vel sé hugsað
um þær í barneignarferlinu, finna til
öryggis þegar heilbrigðisstarfsmaður tekur
tillit til þeirra og sýnir þeim umhyggju
(McManus o.fl., 2006) og þær segja frá
jákvæðri upplifun í samskiptum þegar
starfsfólkið lætur þeim líða vel og kemur
fram við þær eins og hvern annan skjól-
stæðing (Bjorkman og Malterud, 2009;
Larson og Dykes, 2009). Einnig töldu
þær að jákvæð upplifun af heilbrigðis-
kerfinu væri að hluta til vegna þess að þær
væru opnar með kynhneigð sína (Larson
og Dykes, 2009). Wilton og Kaufmann
(2001) benda á, í rannsókn sinni á lesbíum
í barneignarferlinu, að þátttakendurnir
mátu það mikils ef ljósmæðurnar reyndu
að huga að eigin viðhorfum og veita bestu
mögulegu þjónustu þrátt fyrir að þeim liði
illa í aðstæðunum. Flestar vildu ekki að
komið væri fram við þær öðruvísi en aðrar
konur en vonuðust eftir að ljósmóðirin
sýndi þeim merki um viðurkenningu og að
þær væru velkomnar.
Barnshafandi lesbíur upplifa sig
berskjaldaðri heldur en gagnkynhneigðar
stöllur þeirra. Í samfélagi byggðu á
Þarfir og upplifun lesbía af
barneignarferlinu ásamt
viðhorfum ljósmæðra
Ingunn Vattnes Jónasdóttir
ljósmóðir á meðgöngu-
og sængurkvennadeild
Landspítala
F R Æ Ð S L U G R E I N