Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Síða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Síða 11
11Ljósmæðrablaðið - júní 2012 gagnkynhneigðu regluveldi er litið á meðgöngu sem staðfestingu á ást milli manns og konu en fyrir lesbíur í rann- sókn Spidsberg (2007) var eins og meðgangan kæmi upp um kynhneigð þeirra. Þær upplifðu sig svolítið eins og þær væru á sviði eða væru til sýnis, væru berskjaldaðar fyrir skoðunum annarra, að búið væri að gefa opið skotleyfi á skoð- anir annarra á þeim sem pari, elskendum og foreldrum. Við aðstæður sem þessar virtist kynhneigð þeirra meira umræðuefni heldur en meðgangan sem slík eða fæðing barnsins. Væntanlegir lesbískir foreldrar hafa fundið fyrir því að of mikil áhersla sé lögð á kynhneigð þeirra af ljós- mæðrum í mæðraverndinni (Röndahl o.fl., 2009; Spidsberg, 2007; Wilton og Kaufmann, 2001) eða algerlega á hinn endann að henni sé engin athygli veitt (Spidsberg, 2007; Wilton og Kaufmann, 2001). Lesbísk pör upplifa þetta misræmi í áherslum sem ófaglegt og setur þær í óþægilega stöðu (Wilton og Kaufmann, 2001). Ljósmæður eru auðvitað misjafnar í störfum sínum en flestar lesbíur hafa ekki áhyggjur þó ljósmóðirin hafi ekki þekkingu eða reynslu í málefnum lesbía, svo lengi sem hún sýnir þeim áhuga sem verðandi foreldrum (Larson og Dykes, 2009). Einnig finnst flestum allt í lagi þó starfsmenn sýni óöryggi, óvissu og áhyggjur. En þeim þykir mikið til þeirra ljósmæðra koma sem öðlast öryggi þegar líða fer á meðgönguna enda hafa þær með jákvæðu og uppbyggilegu samstarfi náð að yfirvinna það óöryggi sem einkenndi fyrstu samskipti (McManus o.fl., 2006). Almennt virðist vera nokkuð góð reynsla af upplifun lesbía af heilbrigðis- kerfinu. Þess ber þó að geta að tiltölu- lega fáir einstaklingar eru í þessum rann- sóknum sem vitnað er til. Skýr dæmi eru þó um neikvæða upplifun sem birtist í fordómum, óöryggi og skort á markvissum vinnubrögðum. MAKINN Hlutverk pabbans í gagnkynhneigðri fjölskyldu er yfirleitt ekki dregið í efa af umönnunaraðilum, vinum eða samfélaginu almennt. Aftur á móti er hlutverk hinnar mömmunnar í lesbískum fjölskyldum oft stórlega dregið í efa og misskilið (McManus o.fl., 2006). Mikil- vægt er fyrir lesbíur að hlutverk makans, hinnar mömmunnar sem foreldris, sé viðurkennt, skoðanir hennar virtar og litið sé á parið sem fjölskyldu (Röndahl, 2009; Wilton og Kaufmann, 2001). Talið er að um 30% lesbía upplifi að maki þeirra sé á einhverju tímabili í ferlinu útilokaður. Þetta getur orðið sérstaklega erfitt ef parið hefur ekki gefið upp kynhneigð sína og makinn verður þá enn ósýnilegri og minna merkilegur í ferlinu. Þrátt fyrir að parið gefi upp kynhneigð sína verður oft ruglingur og skortur á skilningi á hlutverki makans (McManus o.fl., 2006). Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið þar sem makinn er einnig rannsakaður kemur fram að hann upplifir hjálparleysi, að vera yfirgefinn, valdalaus, útilokaður og finnst hann ekki fá upplýsingar. Honum finnst eins og hann sé fyrir í ferlinu og ekki vera álitinn raunverulegur aðstandandi (Röndahl, 2009). Ljóst má vera að heilbrigðisstarfs- fólk getur hjálpað til við að gera hlut- verk makans skýrara og viðurkenna hann sem foreldri barnsins ásamt því að bera virðingu fyrir honum sem slíkum (McManus o.fl., 2006; Wilton og Kauf- mann, 2001). Niðurstöður rannsókna þar sem sjónarmið lesbía koma fram ætti að nota til að bæta þá þjónustu sem ljósmæður veita. Augljóst er að þekking á þörfum og reynslu lesbía og maka þeirra af heil- brigðisþjónustunni skiptir miklu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og mótar öll þeirra vinnubrögð. HVAÐ EINKENNIR FARSÆL SAMSKIPTI? Þegar rannsóknir er varða lesbíur og barneignarferlið eru teknar saman má finna áhugaverðar ábendingar eða hagnýtar leiðbeiningar fyrir heilbrigðis- starfsfólk til að mæta betur þörfum lesbía. Hér verður farið lauslega yfir þá helstu þætti sem fram komu. Að þekkja eigin viðhorf Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfs- fólk að gera sér grein fyrir því að eigin viðhorf og ályktanir sem tengjast samkyn- hneigð hafa áhrif á þá umönnun sem veitt er (McManus o.fl., 2006). Hver og ein ljósmóðir ætti að ganga skrefinu lengra til að finna leiðir til að þróa aukna sjálfs- vitund, stuðla að vitundarvakningu og vera skilningsrík, en í þessu getur falist að gefa skýr og greinargóð merki um skilning, viðurkenningu og þau gæði sem þjónustan byggir á (Wilton og Kaufmann, 2001). Hún þarf einnig að geta brugðist á áhrifaríkan hátt við þörfum lesbískra skjól- stæðinga sinna með því að sýna næmni, sjálfsvitund, sveigjanleika, skilning og öryggi í allri meðferð og samstarfi. Einnig skiptir miklu máli fyrir ljósmóður að gera sé grein fyrir þeim gildum sem hún sendir frá sér og sýnir ómeðvitað, til að valda ekki skjólstæðingum eða mökum þeirra óþarfa þjáningu (Röndahl o.fl., 2006). Samskiptahæfni Samskiptahæfni og færni innan barneignarferlisins, sem og annars staðar, er mikilvæg og öflug tækni í þeirri viðleitni að veita góða þjónustu. Ef hún er til staðar hefur ljósmóðir getu til að tengjast konunni og verða henni góð samstarfskona í því sameiginlega mark- miði að allt gangi vel í barneignarferlinu (Sigfríður Inga Halldórsdóttir og Sigríður Karlsdóttir, 2009). Með auknum samskiptum heilbrigðisstarfsmanna við samkynhneigða má ætla að samskiptin þeirra á milli verði árangursríkari og hægt verði að takast betur á við þá erfiðleika sem mögulega koma upp (Lee, Taylor og Raitt, 2011). Eins getur „rétt“ orðalag sagt mikið til um það hvernig meðferðar- samband skapast og verið grunnur til að byggja á (Röndahl o.fl., 2006; Röndahl o.fl., 2009; Wilton og Kaufmann, 2001). Heilbrigðisstarfsfólk ætti að koma þannig fram við lesbíur að þær nái að halda reisn sinni og forðast óþarfa spurningar (Fish og Bewley, 2010). Ljósmæður ættu samt ekki að hætta að spyrja lesbíur spurninga til að reyna að komast að óskum þeirra og þörfum. Spurningar eins og hvort þær séu með gott stuðningsnet, hvort maki þeirra geti hjálpað til, hvernig maka þeirra líði, hvort halda ætti kynhneigð þeirra leyndri eða hvort og hvað ætti að standa í mæðraskrá um kynhneigð þeirra eiga fyllilega rétt á sér (Wilton og Kaufmann, 2001). Samskipti við maka Fram kom í mörgum rannsóknum að eitt af því sem lesbíur telja mikil- vægt er virðing og viðurkenning á maka þeirra (Fish og Bewley, 2010; McManus o.fl, 2006; Röndahl o.fl., 2009; Wilton og Kaufmann, 2001). Það er mikil- vægt að umönnunaraðilar sýni vinum og mökum lesbískra kvenna sömu virðingu, umhyggju og athygli og mökum og öðrum stuðningsaðilum gagnkynhneigðra kvenna. Mikilvægt er að hafa aðstæður þannig að parið geti sýnt hvort öðru sömu nánd eins og gagnkynhneigðum pörum stendur til boða ásamt því að leita stöðugt eftir og efla virkni og þátttöku makans í gegnum allt ferlið. Það að vera viðstödd fæðingu barnsins síns er eitt stórt undur og einstök upplifun. Fyrir maka lesbíu getur það að vera skilinn útundan, að litið sé fram hjá viðkomandi eða lítið gert úr honum við þessar aðstæður, haft gríðarlega mikil neikvæð áhrif á minn- ingar tengdar fæðingunni. Ef heilbrigðis- starfsmaður sér til þess að makinn sé virkur þátttakandi í ferlinu getur það verið stór og mikil gjöf, sem styður við frekari þróun fjölskyldunnar sem samheldnar einingar (McManus o.fl., 2006). Hlutlaust orðalag Samskipti milli heilbrigðisstarfsmanns og lesbía sem byggja á gagnkynhneigðum normum geta auðveldlega leitt til óöryggis og misskilnings. Þegar gætt er að orðalagi sendir það skilaboð um opin viðhorf sem gerir lesbíur tilbúnari til að vera

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.