Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 12

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 12
12 Ljósmæðrablaðið - júní 2012 opinskáar varðandi kynhneigð sína (Fish og Bewley, 2010; Röndahl o.fl., 2006; Röndahl o.fl., 2009). Eyðublöð, vegg- spjöld og bæklingar ættu að vera hlutlaus og höfða jafnt til gagnkynhneigðra sem og samkynhneigðra (McManus, o.fl., 2006; Wilton og Kaufmann, 2001). Heilbrigðis- starfsfólk ætti að gera sér grein fyrir því að þjónustuþegarnir eru misjafnir, að þjónusta við einn minnihlutahóp gæti bætt þjónustu við fleiri hópa og gæta að því að það eru ekki allir gagnkynhneigðir (McManus o.fl., 2006; Röndahl o.fl. 2006; Wilton og Kaufmann, 2001). Fræðsla og þekking Að sinna lesbískum foreldrum í barneignarferlinu krefst þjálfunar og fræðslu sem ætti að vera í boði fyrir allar ljósmæður. Þjálfun í meðhöndlun menn- ingarlega viðurkenndra hugtaka, það er hugtök og orðanotkun sem lesbíur sjálfar viðurkenna, hjálpar ljósmæðrum að koma til móts við þarfir skjólstæðinganna. Réttindi sjúklinga, sem tilgreina að sjúklingar eigi rétt á virðingu, mannrétt- indum og hágæða þjónustu, eru mikilvægir hornsteinar í menntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Mikilvægt er að fræða um samkynhneigð til að gera hana sýnilega og byggja upp siðferðislegan styrk ljósmæðra í störfum sínum með lesbíum. Rannsóknir hafa sýnt að með aukinni menntun verða viðhorfin jákvæðari og þeir sem eru með neikvæð viðhorf hafa oft litla þekkingu á samkynhneigð (Röndahl, Innala og Carlsson, 2004a). UMRÆÐUR OG LOKAORÐ Þátttaka lesbía í barneignarferlinu hefur breyst mikið hin síðari ár. Segja má að möguleikar lesbía til að ganga með og fæða barn séu margfalt betri nú en áður. Áhugavert er að velta fyrir sér spurningunni hvort lesbíur hafi sérstakar þarfir í barneignarferlinu. Í raun hafa lesbíur sömu þarfir og konur almennt í barneignarferlinu þrátt fyrir að áherslurnar og nálgunin sé önnur. Allar konur hafa þörf fyrir stuðning umhyggjusamrar ljós- móður þegar þær ganga með og fæða barn, myndun góðs meðferðarsambands er þar lykilatriði en slíkt samband eykur líkur á farsælu barneignarferli og jákvæðum foreldrum. Ætla má að þörf lesbía fyrir gott meðferðarsamband sé enn sterkari en hjá gagnkynhneigðum konum þar sem koma þeirra inn í ferlið getur verið umlukin dulúð ef þær hafa ekki opinberað kynhneigð sína þar sem margar hræðast viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks. Ef niðurstöður rannsókna á þörfum lesbía í barneignarferlinu eru dregnar saman kemur fram að það sem lesbíur vilja og þarfnast mest af öllu er að komið sé fram við þær eins og hverja aðra konu, þær virtar eins og þær eru, maki þeirra sé gerður að virkum þátttakanda og þær studdar í gegnum ferlið á hvern þann hátt sem heillavænlegast þykir hverju sinni. Sú upplifun að eignast barn er ein af þeim stærstu á lífsleiðinni og eru ljósmæður þar mikilvægur hlekkur. Margar lesbíur og makar þeirra eiga jákvæða upplifun þrátt fyrir einhverja hnökra á meðan aðrar eru ekki sáttar. Sumar upplifa ofuráhuga ljósmæðra og annars starfsfólks á kynhneigð þeirra á meðan aðrir starfsmenn forðast að ræða hana. Slík misvísandi skila- boð geta verið vísbending um óöryggi starfsfólks gagnvart lesbíum en það er einmitt einn þáttur sem veldur lesbíum áhyggjum í barneignarferlinu. Í rann- sóknum sem gerðar hafa verið á lesbíum í barneignarferlinu er algengt að fram komi upplifun á ákveðinni fjarlægð milli þeirra og starfsmannsins. Margar áttu erfitt með að útskýra hvers vegna. Starfsfólkinu er skylt að koma vel fram við alla en það segir ekkert til um raunverulegar tilfinningar þeirra og viðhorf, enda virðast lesbíur upplifa vanþekkingu og virðingarleysi í sinn garð frá sumum starfsmönnum. Auðvitað eru lög til verndar minnihlutahópum af hinu góða en þau koma ekki í staðinn fyrir vitundarvakningu og nauðsynlega viðhorfsbreytingu. Í raun ætti vinna ljósmæðra við að bæta upplifun lesbía að byrja hjá þeim sjálfum, það er að gera sér grein fyrir eigin viðhorfum og tilfinningum í garð lesbía. Þannig geta ljósmæður sett sig í spor þeirra kvenna sem þær sinna og komið til móts við þarfir þeirra hverjar sem þessar konur eru og annast þær af virðingu. Ljós- móðirin þarf ekki að vita öll svörin heldur þarf hún að þora í heiðarlegar umræður ásamt því að afla sér greinagóðra upplýsinga og beita viðeigandi úrræðum. Mikilvægt er fyrir ljósmæður að líta á hvert par sem einstakt og taka sér tíma til að sinna þeim eftir bestu getu til að mæta þörfum þeirra og gera upplifun þeirra ánægjulega og gefandi. Heimildaskrá Bjorkman, M. og Malterud, K. (2009). Lesbian women‘s experiences with health care: A qualitative study. Scandinavian Journal of Primary Health Care, 27, 238–243. Fish, J. og Bewley, S. (2010). Using human rights-based approaches to conceptualise lesbian and bisexual women‘s health inequalities. Health and Social care in the Community, 18, 355–362. Larsson, A. K. og Dykes, A. K. (2009). Care during pregnancy and childbirth in Sweden: Perspectives of lesbian women. Midwifery, 25, 682–690. Lee, E., Taylor, J. og Raitt, F. (2011). „It‘s not me, it‘s them“: How lesbian women make sense of negative experiences of maternity care: a hermeneutic study. Journal of advanced nursing, 67, 982–990. McManus, A. J., Hunter, L. P. og Renn, H. (2006). Lesbian Experiences and Needs During Childbirth: Guidance for Health Care Providers. Journal of Obstetric, Gyneocologic and Neonatal Nursing, 35(1), 13–26. Röndahl, G. (2009). Lesbians‘ and gay men‘s narratives about attitudes in nursing. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 23, 146–152. Röndahl, G., Bruhner, E. og Lindhe, J. (2009). Heteronormative communication with lesbian families in antenatal care, childbirth and postnatal care. Journal of advances nursing, 65, 2337–2344. Röndahl, G., Innala, S. og Carlsson, M. (2004a). Nurses‘ attitudes towards lesbians and gay men. Journal of Advanced Nursing, 47, 386–392. Röndahl, G., Innala, S. og Carlsson, M. (2006). Heterosexual assumption in verbal and non-verbal communication in nursing. Journal of Advanced Nursing, 45, 373–381. Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. (1996). Journeying through labour and delivery: Perceptions of women who have given birth. Midwifery, 12, 48–61. Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. (2009). Efl ing kvenna í barneignarferlinu með áherslu á fagmennsku ljósmæðra. Í Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir (ritstj.), Lausnarsteinar: Ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist (bls.144–171). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Ljósmæðrafélag Íslands. Spidsberg, B. D. (2007). Vulnerable and strong – lesbian women encountering maternity care. Journal of Advanced Nursing 60, 478–486. Wilton, T. og Kaufmann, T. (2001). Lesbian mothers‘ experiences of maternity care in the UK. Midwifery, 17, 203–211.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.