Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 14
14 Ljósmæðrablaðið - júní 2012
Hótandi fyrirburafæðing
Fæðingarsaga
Sigrún Ingvarsdóttir
Nýútskrifuð ljósmóðir
Á sumar og haustmisseri vinna nemendur
á öðru ári í ljósmóðurfræði svokölluð
dagbókarverkefni. Markmiðið er að ígrunda
eigin störf og þá umönnun sem þær veita í
samráði við umsjónarljósmæður. Sögð er
saga úr klínísku starfi og síðan er umönnun
skoðuð út frá gagnreyndri þekkingu og
reynsluþekkingu. Verkefnin eru lærdómsrík
á margan hátt því þarna gefst kostur á að
ígrunda áhugaverð tilfelli úr starfsnáminu
en einnig að kafa dýpra ofan í áhugaverða
þætti sem skipta ljósmæður máli. Í þessu
dagbókarverkefni er fjallað um konu sem
leggst inn vegna hótandi fyrirburafæðingar.
Konan hafði ekki eingöngu áhyggjur af
ófæddu barni sínu og hvort það myndi koma
of snemma í heiminn, hún hafði líka áhyggjur
af því hvort hún hefði gert eitthvað sem hefði
komið fæðingunni af stað fyrir tímann. Var
eitthvað í sögu konunnar sem gaf til kynna
aukna áhættu á fæðingu fyrir tímann? Getur
líkamsrækt á meðgöngu aukið líkur á fyrir-
burafæðingu? Er rúmlega góður kostur við
þessar aðstæður? Þessum spurningum og
mörgum fleirum er svarað í þessu verkefni.
Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og klínískur lektor.
INNGANGUR
Í verknámi mínu á meðgöngu- og sængur-
kvennadeild (22A) sinnti ég konu í hótandi
fyrirburafæðingu. Konan verður kölluð
Gunna í þessari umfjöllun en hún var 29 ára
frumbyrja og var inniliggjandi á 22A vegna
hótandi fyrirburafæðingar. Þegar Gunna
var gengin 15 vikur hitti hún fæðingarlækni
vegna keiluskurðar sem hún fór í árið 2006
en þá var leghálsinn 20 mm og lokaður. Tekið
var vaginal strok hjá Gunnu þegar hún lagðist
inn og ræktaðist GBS úr strokinu. Gunna fékk
stera og tractocildreypi ásamt sýklalyfjameð-
ferð þegar hún lagðist inn á fæðingargang
en þá var hún gengin 24 vikur og 4 daga.
Legháls var mældur við 25 vikur og var 11
mm þegar þrýst var á hann en annars 20 mm.
Þegar ég hitti Gunnu fyrst var hún gengin
25 vikur og 3 daga, hún var á rúmlegu með
wc-leyfi og hafði verið með staka samdrætti
í nokkra daga. Gunna hafði miklar áhyggjur
af heilsu ófædds barns síns auk þess sem
hún og maður hennar höfðu fjárhagslegar
áhyggjur þar sem innlögn Gunnu olli tals-
verðu vinnutapi. Gunna var mikið að velta
fyrir sér hvort hún hefði gert eitthvað til að
koma fæðingunni af stað. Hún talaði um að
hún hefði verið undir miklu álagi undan-
farið, auk þess sem hún hafði áhyggjur af
því að hafa farið of mikið í ræktina. Ég ræddi
lengi við hana á vaktinni og bauð henni upp
á viðtal við sálfræðing og félagsráðgjafa sem
hún þáði. Tveim dögum síðar var ég aftur á
vakt. Gunna hafði miklar áhyggjur af því að
koma fæðingunni af stað ef hún hreyfði sig of
mikið, hún gekk á salernið en þorði varla að
fara í sturtu. Þennan dag var planið að Gunna
myndi hreyfa sig meira og útskrifast heim
næsta dag ef allt gengi vel. Gunna var fyrst og
fremst mjög stressuð og hrædd, sérstaklega
við að fara heim og vildi ekki taka neina
áhættu með barnið. Fæðingarlæknir ræddi vel
og lengi við Gunnu um fyrirhugaða útskrift
og leið henni mun betur á eftir. Rætt var við
Gunnu um áframhaldandi eftirlit eftir að hún
færi heim, að hún yrði í mæðraeftirliti einu
sinni í viku til að byrja með á Landspítalanum
og myndi hitta fæðingarlækni og ljósmóður
þar. Þegar ég kvaddi Gunnu í lok vaktar var
hún sáttari og hafði minni áhyggjur af fyrir-
hugaðri útskrift.
FRÆÐILEG UMFJÖLLUN
Hótandi fyrirburafæðing
Fyrirburafæðing er skilgreind sem reglu-
legir samdrættir sem valda breytingu á
leghálsi eftir 20 vikna og fyrir 37 vikna
meðgöngu en tíðni fyrirburafæðinga er
um 6 til 10% í iðnvæddum löndum. Fyrir-
burafæðing er helsta ástæða burðarmáls-
dauða og fötlunar barna en mesta áhættan er
ef fæðing verður fyrir 34 vikna meðgöngu.
Þetta ýtir undir mikilvægi þess að veita
meðferð sem miðar að því að lengja tímann
fyrir fóstrið í móðurkviði svo framarlega
sem ávinningurinn er meiri en áhættan.
Ef ástand á meðgöngu skapast sem getur
leitt til fyrirburafæðingar fer meðferð eftir
meðgöngulengd og alvarleika (Gilbert, 2011;
Lindsay, 2004).
Greining og meðferð
Ef kona kemur inn á fæðingardeild með
reglulega samdrætti þarf að staðfesta hvort
hún er komin í byrjandi fæðingu. Fæðing telst
vera komin af stað ef samdrættir eru fleiri en
fjórir á hverjum 20 mínútum, ef útvíkkun
er orðin meiri en 2 cm og ef leghálsinn
hefur þynnst um 80% eða meira. Til af fá
greininguna hótandi fyrirburafæðing þarf því
bæði að vera breyting á leghálsi og reglu-
legir samdrættir. Ef meðgangan er komin
lengra en 34 vikur er ekkert gert til að stoppa
fæðinguna þar sem flestum börnum sem
fæðast eftir 34 vikna meðgöngu farnast vel.
Ef móðirin er aftur á móti gengin styttra en
34 vikur eru gefin lyf til að minnka samdrætti
svo framarlega sem meiri ávinningur er af
lengri meðgöngu fremur en fæðingu fyrir
móður og barn (Gilbert, 2011; Medforth,
Battersby, Evans, Marsh og Walker, 2009;
Lindsay, 2004).
Markmið meðferðar við hótandi fyrir-
burafæðingu er að fresta yfirvofandi
fæðingu til skemmri tíma með því að nota
hríðahamlandi lyf. Tilgangur meðferðar er
að fresta fæðingu í 48 klukkustundir til að
sem bestur árangur náist af sterameðferð.
Barksterar eru gefnir í tvo daga til örvunar
lungnaþroska barnsins en notkun stera
lækkar burðarmálsdauða, dregur úr líkum
á glærhimnusjúkdómi og heilablæðingu
fyrirbura. Að auki eru veitt GBS fyrir-
byggjandi meðferð með sýklalyfjum (Hildur
Harðardóttir, Ágústa Þ. Kristjánsdóttir,
Bergrún S. Jónsdóttir og Ragnheiður I.
Bjarnadóttir, 2003).
Áður fyrr var rúmlega helsta meðferðin
til að koma í veg fyrir fæðingu fyrir tímann
en síðustu ár hefur verið aukin umræða um
neikvæðar aukaverkanir rúmlegu á andlega
og líkamlega heilsu móður. Þær neikvæðu
aukaverkanir sem nefndar hafa verið eru
til dæmis rýrnun á þverrákóttum vöðvum,
úrkölkun beina, vökvatap, þyngdartap, aukin
hætta á blóðtappa, auk þess sem rúmlega
hefur neikvæð áhrif á andlega líðan og
bati eftir fæðingu verður lengri (Maloni,
2010; Lindsay, 2004; Tomasi og Johnson,
2001). Í fræðilegri samantekt Maloni
N E M A V E R K E F N I