Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 16

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 16
16 Ljósmæðrablaðið - júní 2012 ræktinni, eins og áður sagði, en þó eins og hún var vön fyrir fæðingu og hafði áhyggjur af því að þessi mikla hreyfing hefði komið fæðingunni af stað. Ég ræddi við Gunnu um að hreyfing á meðgöngu væri af hinu góða en rannsóknir sýna einmitt að mikil þjálfun á meðgöngu auki ekki hættu á fyrir- burafæðingu, þvert á móti minnkar mikil þjálfun á meðgöngu líkur á að fæðing fari af stað fyrir tímann (Evenson o.fl., 2002; Hatch o.fl., 1998). Gunna talaði um að hún hefði verið undir miklu álagi upp á síðkastið, mikið hefði verið að gera í skólanum og hún hafi fundið fyrir töluverðri streitu. Við ræddum saman um mikilvægi þess að minnka álagið og hvaða bjargráð hún hefði til að minnka streituna. Gunna fékk viðtal bæði við sálfræðing og félagsráðgjafa sem henni fannst hjálpa mikið. Samkvæmt niðurstöðum Cooper og fleiri (1996) voru marktæk tengsl milli streitu og fyrirvaralausrar fæðingar fyrir tímann og lágrar fæðingarþyngdar. Mjög mikilvægt er að fræða barnshafandi konur/almenning um áhrif streitu á meðgöngu, ræða um tengsl streitu við fæðingu fyrir tímann og um aðferðir sem hægt er að nota til að minnka hana. Þeir áhættuþættir sem Gunna hafði var keiluskurður og sýking á meðgöngu, auk þess hafði hún verið undir miklu álagi í nokkrar vikur en tengsl eru á milli streitu og fæðingar fyrir tímann. Það sem Gunna þurfti mest á að halda var andlegur stuðningur og fræðsla. Hún átti gott samtal bæði við mig og fæðingarlækni sem henni fannst hjálpa mikið. Auk þess var henni boðið upp á viðtal við sálfræðing og félagsráðgjafa sem hún var mjög ánægð með. Í tilfelli Gunnu finnst mér hafa verið vel staðið að umönnun hennar, hún fékk góða fræðslu og andlegan stuðning sem skiptir miklu máli. Ég lærði mikið á að vinna þetta verkefni og vona að það muni hjálpa mér að sinna konum í hótandi fyrir- burafæðingu eftir bestu getu. Heimildaskrá Copper, R. L. o.fl . (1996). The preterm prediction study: Maternal stress is associated with spontaneous preterm birth at less than thirty-fi ve weeks´ gestation. Ameri- can Journal of Obstetrics and Gynecolocy, 175(5), 1286-1292. Evenson, K. R., Siega-Riz, A. M., Savitz, D. A., Leifer- man, J. A. og Thorp, J. M. (2002). Vigorous leisure activity and pregnancy outcome. Epidemiology, 13(6), 653-659. Fonseca, E. B., Celik, E., Parra, M., Singh, M. og Nicolaides, K. H. (2007). Progesterone and the risk of preterm birth among women with a short cervix. The New England Journal of Medicine, 357(5), 462-469. Gilbert, E. S. (2011). Manual of high risk pregnancy and delivery (5. útgáfa). United States of America: Mosby Elsevier Goldenberg, R. I., Culhane, J. F., Iams, J. D. og Romero, R. (2008). Epidemiology and causes of preterm birth. Lancet, 371, 75-84. Hatch, M., Levin, B., Shu, X. og Susser, M. (1998). Ma- ternal leisure-time exercise and timely delivery. Ameri- can Journal of Public Health, 88(10), 1528-1533. Hildur Harðardóttir, Ágústa Kristjánsdóttir, Bergrún Jónsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir. (2003). Verk- lagsregla 15.13. Yfi rvofandi fyrirburafæðing. Iams, J. D. o.fl . (1996). The length of the cervix and the risk of spontaneous premature delivery. The New England Journal of Medicine, 334(9), 567-572. Jakobsson, M., Gissler, M., Sainio, S., Paavonen, J. og Tapper, A. M. (2007). Preterm delivery after surgical treatment for cervical intraepithelial neoplasia. Obstet- rics and Gynecology, 109(2), 309-313. Lindsay, P. (2004). Preterm Labour. Í Henderson, C. og Macdonald, S (ritstjóri), Mayes´Midwifery, a textbook for midwives (bls. 853-861). Edinburgh: Bailliére Tindall. Maloni, J. A. (2010). Antepartum bed rest for pregnancy complications: Effi cacy and safety for preventing preterm birth. Biological Research for Nursing, 12(2), 106-124. Medforth, J., Battersby, S., Evans. M., Marsh, B. og Walker, A. (2006). Oxford handbook of midwifery. New York: Oxford University Press. Þann 18. apríl síðastliðinn var í fyrsta sinn úthlutað úr Minn- ingarsjóði Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónas- sonar bónda. Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt fyrirmælum í erfðaskrá Soffíu Þuríðar Magnúsdóttur sem lést 2001 og var dóttir hjónanna sem sjóðurinn er kenndur við. Markmið með stofnun sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til fram- haldsnáms – en úr hópi hjúkrunarfræðinga skulu þær er hyggja á framhaldsnám í ljósmóðurfræðum hafa forgang umfram aðra hjúkrunarfræðinga eins og segir í skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Stjórn sjóðsins setti fram viðmið við mat á umsóknum í sjóðinn þar sem sérstaklega er tekið tillit til þess sem segir í skipulagsskrá, það er að styrkþegar stundi framhaldsnám í ljósmóðurfræðum. Þær ljósmæður sem nú hlutu styrk eru Berglind Hálfdáns- dóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir. Fyrri styrkþeginn, Berglind Hálfdánsdóttir, hlýtur styrk fyrir verkefni sem ber heitið Heimafæðingar á Íslandi: Útkoma og áhrifsþættir. Þetta efni er með því umdeildasta sem hugsast getur innan þessara fræða og þar sem heimafæðingar hafa verið að sækja í sig veðrið er áhugavert að taka það viðfangsefni fyrir í doktorsritgerð. Sigfríður Inga Karlsdóttir fær styrk fyrir verkefni sitt sem nefnist: Væntingar og upplifun kvenna af fæðingu með áherslu á sársauka og sársaukameðferð. Það er áhugavert efni þar sem verkjameðferð kvenna er í raun inntak umönnunar ljósmæðra sem taka á móti börnum. Einnig er efnið mikilvægt þeim ljósmæðrum sem veita konum fræðslu og upplýsingar á meðgöngu til að búa þær sem best undir fæðinguna. Saga ljósmæðramenntunar er löng – en á síðasta ári voru 250 ár frá því að skipulögð kennsla ljósmæðra hófst hér á landi og í ár eru 100 ár liðin frá því að Yfirsetukvennaskólinn, seinna Ljós- mæðraskóli Íslands, var stofnaður. Það er þó ekki fyrr en 1991 sem fyrsta greinin um rannsóknir í ljósmóðurfræðum er skrifuð í Ljósmæðrablaðið. Þá grein skrifaði Marga Thome sem hefur komið að uppbyggingu fagsins beint og óbeint frá því hún hóf að kenna hjúkrun við Háskóla Íslands. Tilefni greinar Mörgu var að segja frá því að þetta sama ár hafi í fyrsta sinn verið haldin ráðstefna norrænna ljósmæðra um rannsóknir í ljósmóðurstarfi. Þó að ekki séu liðin nema 21 ár síðan þetta var skrifað í Ljós- mæðrablaðið hefur mikið áunnist, það er rannsóknir ljósmæðra hafa eflst sem gerist fyrst og fremst með bættri menntun og því að fleiri ljúka doktorsnámi í greininni. Nú er grunnnám ljósmæðra öflugt innan Háskóla Íslands og töluvert hefur áunnist í þróun framhaldsnáms ljósmæðra. Þessi tvö doktorsverkefni sem hlutu styrk eru því mikilvægt innlegg í áframhaldandi þekkingarþróun í ljósmóðurfræði. Helga Gottfreðsdóttir, námsbrautarstjóri í ljósmóðurfræði Fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði Bjargar Magnús- dóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda Helga Gottfreðsdóttir, Marga Thome, Sigfríður Inga Karlsdóttir og Berglind Hálfdánsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.