Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 23

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 23
23Ljósmæðrablaðið - júní 2012 Pistill ljósmæðranema Síðastliðið haust hóf nýr hópur af metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum að nema ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Hópurinn samanstendur af níu konum sem spanna tæplega tuttugu ára aldursbil og hafa mjög fjölbreytta og ólíka starfs- og lífsreynslu í farteskinu. Í hópnum er að finna ólíka einstaklinga sem saman mynda frábæra heild, samstöðu og sterkt systralag. Hópur þessi, sem og aðrir hópar sem á undan hafa farið í gegnum þetta nám, inniheldur konur með háleitar hugsjónir fyrir framtíð ljósmóðurfræðinnar. Hugsjónir okkar og hugmyndir hafa reglulega tekið stakkaskiptum og breytt um liti eftir því sem náminu miðar áfram. Við höfum fræðst um ýmsar stefnur og strauma sem hafa fylgt fræðigreininni á mislöngum tímabilum sem hefur haft mótandi áhrif á afstöðu okkar og hugmyndir. Það væri ekki sannleikanum samkvæmt að segja að ljósmóðurfræðin á Íslandi hafi staðið í stað á síðastliðnum áratugum. Fræðin eru í stöðugri þróun og ljósmæður taka þátt í örri framþróuninni á metnaðar- fullan hátt, ávallt tilbúnar til að læra eitthvað nýtt, bæta sig og aðlaga starfs- hætti sína að nýjungum. Þetta höfum við fengið að sjá og heyra hjá þeim kenn- urum og leiðbeinendum sem við höfum hitt í vetur og það er ekki síst þetta sem hefur blásið okkur í brjóst vissuna um að við séum réttar konur á réttum stað. Við höfum áhuga á að vera með og taka þátt í því að viðhalda faglegum metnaði og uppbyggjandi framþróun innan ljós- móðurfræðinnar. Það er gaman að segja frá því að hefðum og siðum deildarinnar hefur verið viðhaldið nú í vetur sem fyrr. Þessar hefðir hafa margar hverjar stuðlað að nánari kynnum ljósmæðranema á fyrra og seinna námsári sem og fært upplyftingu og tilhlökkun inn í hversdagslegt annríki. Við höfum haldið kökuboð, árshátíð með einkar eftirminnilegum skemmtiatriðum, farið í vísindaferð og nú stendur til að ein úr okkar hópi fari á ljósmæðraráðstefnu í Litháen innan fárra daga frá því að þetta er ritað. Þessi vetur hefur verið lærdóms- ríkur og gefandi og okkur hlakkar mikið til að takast á við seinni hluta námstímans og kynnast í leiðinni fleiri ljósmæðrum á vettvangi. Systrum okkar sem nú eru að útskrifast þökkum við samfylgdina, veitta aðstoð, upplýsingar og þolinmæði um leið og við óskum þeim velfarnaðar í starfi. Fylgjur skoðaðar í kennslu um 3ja stig fæðingar Fjör á árshátið ljósmæðranema Hópurinn með Kristbjörgu ljósmóður sem kennir um fylgjufæðingu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir nemi í ljósmóðurfræði O D D R Ú N

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.