Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 24
24 Ljósmæðrablaðið - júní 2012
Deildin Ljósurnar hefur starfað í rúm
sex ár. Stofnun hennar voru gerð nokkur
skil í 1. tölublaði Ljósmæðrablaðsins
2006. Þetta er góður félagsskapur og
hefur sennilega þjappað betur saman ljós-
mæðrum sem eru hættar störfum. Hópurinn
er mjög stór og engan veginn þannig að
náið samband sé við allar. Á póstlista eru
yfir 200 ljósmæður og mörgum þykir vænt
um að fá fundartilkynningu þó þær, vegna
búsetu eða lasleika, geti ekki mætt á fundi.
Stærsti hluti félaga er kominn á eftirlaun,
en margir eru enn við ljósmóðurstörf.
Ljósurnar halda aðalfund og einn
almennan fund á hverju ári. Á þeim fundum
hefur gjarnan einhver fundarkvenna verið
með upplestur eða áhugaverða frásögn.
Fljótlega eftir stofnun deildarinnar kom
fram áhugi á að fara saman í ferðalag. Í
þessu var drifið, þetta er í raun áþreifan-
legasta starfsemin og því við hæfi að segja
frá ferðunum í stuttu máli.
Ferðir Ljósanna
Fyrsta ferðin var farin í byrjun júní árið
2007. Þá var ekið með rútu í Borgarnes,
skoðað Landnámssetur og Skallagríms-
garð. Þaðan ekið upp í Borgarfjörð, yfir
gömlu brúna á Hvítá, yfir Geldingadraga og
niður í Hvalfjörð og þar snæddur dýrindis
kvöldverður. Fararstjóri var formaður
deildarinnar og hafði hún safnað saman
ýmsum fróðleik um svæðið sem var miðlað
gegnum hljóðnema í rútunni. Sá háttur
hefur verið á síðan, til að fá menningaryfir-
bragð, að fararstjóri hverju sinni sé með
fræðslu sem tengist svæðinu. Alls voru
27 Ljósur í þessari ferð sem þótti það vel
heppnuð að vorferð er orðin að föstum lið.
Árið 2008 var farið í Stykkishólm,
þá fóru 23 Ljósur með. Þar tók Elín
Sigurðardóttir ljósmóðir á móti hópnum,
fylgdi honum allan daginn og miðlaði
fróðleik og skemmtisögum til okkar. Farar-
stjóra búsettan í Stykkishólmi fengum
við einnig. Norska Húsið og Vatnasafn
var skoðað. Einnig gafst frjáls tími til að
Hvað gera Ljósurnar?
Hópurinn á leið í Bása
Ferðanefnd ásamt bílstjóra
L J Ó S U R N A R