Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 29
29Ljósmæðrablaðið - júní 2012
Þegar kom fram í fæðingastofuna var verið
að ljúka við að þvo stelpunni og leggja hana
í vöggu. Búið var að taka fram hitakassa
til að hafa barnið í því það var fætt þremur
vikum fyrir tímann og því talið vissara að
halda vel á því hita. En kassinn hitnaði ekki.
Ég var nú settur í að athuga kassann. Þegar
ég hafði skrúfað plötu ofan af rafkerfinu
kom í ljós að skrúfa hafði losnað og einn
vírinn farið úr sambandi. Skrúfan fannst og
vírinn var tengdur og nú hitnaði kassinn.
Ég fékk nú hlutverk. Var settur í að passa
kassann og barnið. Þarna sat ég og horfðist í
augu við nýfædda dóttur mína gegnum gler-
vegg kassans og fylgdist með hitamæli. Þegar
ljóst þótti að hitastilli kassans ynni eins og
til var ætlast var mér tilkynnt að nú væri ég
óþarfur og lagði ég þá af stað heim í Mjólká.
Stjörnubjart var og fagurt þegar ég
ók yfir Hrafnseyrarheiði. Tvær þotur frá
varnarliðinu flugu lágt yfir fjöllin með
blikkandi ljós í stélinu og nágranninn í
vestri; grænlenska útvarpið, spilaði dönsk
dægurlög. Heim kominn hringdi ég í
ömmurnar fyrir austan og tilkynnti fjölgun í
fjölskyldunni og fór svo að sofa.
Jóhann Zoëga Barnið farið að þroskast og komnir páskar
Nýr vefstjóri
Ljósmóðurfélag Íslands hefur ráðið nýjan
vefstjóra fyrir félagið og ljosmodir.is, Signýju
Dóru Harðardóttur ljósmóður. Ritnefndin
vildi forvitnast aðeins um hana og kynna hana
fyrir félagsmönnum.
Hvað getur þú sagt okkur um þig?
Ég er fædd í Reykjavík, 17. júlí 1978.
Fyrstu tvö árin bjó ég með fjölskyldunni
í Mývatnssveit en eftir það fluttumst við
til Hafnarfjarðar þar sem ég ólst upp og
hef búið þar síðan. Átján ára ákvað ég að
skoða heiminn aðeins og fór sem au-pair til
Michigan í Bandaríkjunum, þar var ég í eitt
ár að gæta þriggja barna.
Núna bý ég í húsinu þar sem mamma og
pabbi leigðu kjallaraíbúð í þegar ég var fimm
ára. Ég er gift Ingva Þór Markússyni og
eigum við saman þrjár dætur, Önnu Maríu
12 ára, Birnu Margréti 8 ára og Emelíu
Guðbjörgu 4ra ára.
Hvenær útskrifaðist þú sem hjúkrunar-
fræðingur og ljósmóðir?
Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur
í febrúar 2006 og mun útskrifast sem ljós-
móðir nú í júní.
Hvar hefur þú starfað?
Með hjúkrunarnáminu vann ég á
Sólvangi í Hafnarfirði þar sem ég flakkaði
á milli deilda.
Eftir útskrift hef ég lengst af starfað
á lyflækningadeild St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Árið 2007 bauðst mér starf í
einkageiranum þar sem ég starfaði í tæpt
ár við heilsufarsskoðanir og ráðgjöf í
fyrirtækjum og stofnunum. Á þeim tíma
var ég barnshafandi og að fæðingarorlofi
loknu ákvað ég að fara aftur í vakta-
vinnu á St. Jósefsspítala. Þar starfaði ég
með ljósmæðranáminu þar til sjúkra-
húsinu var lokað 30. nóvember 2011. Þá
lá leið mín á hjarta- og lungnaskurðdeild
þar sem ég er að ljúka störfum og
mun svo starfa á fæðingargangi og í
áhættumæðraverndinni á LSH í sumar.
Megum við eiga von á einhverjum
breytingum á vef Ljósmæðrafélagsins og
ljosmodir.is?
Vefsíða Ljósmæðrafélagsins er frekar
óvirk í dag svo stefnan er að yfirfara efni og
upplýsingar sem getur gagnast ljósmæðrum
og setja inn á síðuna. Ég hef einnig verið að
hugsa um leiðir fyrir ljósmæður til að hafa
áhrif, til dæmis með lokuðu spjalli eða fyrir-
spurnakerfi.
Varðandi ljosmodir.is er stefnan að halda
áfram því góða starfi sem þar hefur verið
unnið og ef til vill að bæta inn smá fréttum
eða greinum, til dæmis um nýjungar, og hafa
síðuna lifandi.
Hver er framtíðarsýn þín í þessu nýja
starfi sem vefstjóri fyrir Ljósmóðurfélagið og
ljosmodir.is?
Framtíðarsýn mín varðandi síðurnar er
svolítið í takt við breytingarnar sem ég talaði
um hér að ofan. Halda áfram að efla gott
starf á ljosmodir.is og varðandi félagssíðuna
finnst mér aðalatriðið vera að hún komi ljós-
mæðrum að góðum notum í starfi og tengi
þær við félagið.
Signý Dóra Harðardóttir,
nýr vefstjóri fyrir ljosmodir.is