Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 30

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Page 30
30 Ljósmæðrablaðið - júní 2012 Skýrsla stjórnar Ljósmæðrafélags Íslands Stjórnarfundir Haldnir hafa verið 18 stjórnarfundir frá síðasta aðalfundi og eru þeir að meðaltali haldnir á tveggja vikna fresti. Þessir 11 mánuðir sem ég hef setið sem formaður hefur að mestu verið tími aðlögunar og mikill tími farið í að feta nýja slóðir í nýju starfi. Vil ég þakka stjórninni sérstaklega sem og Guðlaugu Einarsdóttur, fyrrverandi formanni, fyrir ómetanlegan stuðning í nýja starfinu. Komið hafa erfiðir tímar sem reynt hefur á, sérstaklega vil ég nefna kjarasamningagerðina sl. vor. Umhverfi kjaraviðræðna er flókið og tekur langan tíma að setja sig inn í það. Þegar semja á fyrir heilan hóp getur ábyrgðartilfinningin verið yfirþyrmandi og var það í raun fyrir mig. Ég var hrædd um að bregðast trausti ykkar og valda vonbrigðum. Í raun hrædd við að mistakast. Vorið einkenndist af kjarafundum þar sem fundað var stíft með samninganefnd ríkisins. Samstarfið við BHM gekk mjög vel og var það mikill styrkur og stuðningur að geta leitað til reyndari manna í kjara- viðræðunum. Allt fór þó vel að lokum með góðra manna hjálp. Markmiðið var að ná til baka tæplega 10% kaupmáttarskerðingu sem varð á árunum 2009–2010, en ljóst þykir að því markmiði hefur ekki verið náð. Lítil þátttaka varð í netkosningu um kjarasamninginn og hefur það kannski einkennt árið 2011 hve dauft er yfir fólki. Það á ekki bara við um ljósmæður heldur almennt í samfélaginu. Fólk á ekki mikla orku inni nema til að sinna sínum venjubundnu störfum. Félagið hefur ekki farið varhluta af því þar sem frekar fámennt hefur verið á félagsfundum hjá félaginu. Breytingar í stjórn Sú breyting varð á stjórn félagsins á vormánuðum 2011 að Helga Sigurðardóttir varaformaður fór úr stjórn eftir að hafa setið þar farsællega í þrjú ár. Hún fór til annarra starfa. Í stað hennar kom Guðrún Gunnlaugsdóttir sem kosin var inn sem vararitari en fyllti í skarð Helgu sem varaformaður. Einnig kom ný inn í stjórn, Björg Sigurðardóttir, sem sat í kjaranefnd. Hún kom inn í stað Jónínu Birgisdóttur, meðstjórnanda og formann kjaranefndar, sem einnig fór til nýrra starfa. Starfandi sex manna stjórn fékk umboð til starfa á félagsfundi sem haldinn var 9. júní sl. þar sem samþykkt var að stjórnin sæti með sex manns innanborðs í stað sjö til næsta aðalfundar. Kynning á nýrri stjórn og nýjum formanni LMFÍ Til að kynna nýja stjórn fór formaður á alla stærstu vinnustaði ljósmæðra á landsbyggðinni, venjulega í fylgd eins úr stjórninni. Keyrt var á Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ en flogið til Akureyrar, á Ísafjörð og í Neskaupsstað. Það var ótrúlega gaman og gott var fyrir mig sem nýjan formann að sjá aðstöðuna sem nýjum fjölskyldum er boðið upp á úti á landi og eins að sjá vinnuaðstöðu ljós- mæðra á hverjum stað. Sammerkt með nær öllum ljósmæðrunum voru áhyggjur af þróun ljósmæðraþjónustu og uggur um starfsöryggi sitt. Einnig ótti um hag fólks á barneignaraldri á hverjum stað og þróun byggðar í landinu. Arfur til handa ljósmæðrum Ljósmæðrafélagið heldur áfram að styrkja rannsóknir og nýjungar í ljósmóður- fræðinni í gegnum rannsóknar- og þróunar- sjóð félagsins og voru styrkvilyrði veitt upp á rúmlega tvær milljónir á síðasta ári. Nýr sjóður mun líta dagsins ljós á árinu 2012 og gera okkur kleift að styrkja ljósmæður enn frekar til sí- og endurmenntunar. Á haustmánuðum 2011 lést Jóhanna Friðmey Hrafnfjörð ljósmóðir. Við andlát sitt eftirlét hún Ljósmæðrafélaginu íbúð sína að Ásvallagötu 25 í Reykjavík. Langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Jóhanna fæddist að Hrafns- fjarðareyri í Norður-Ísafjarðarsýslu árið 1925. Ljósmæðrapróf fékk hún frá Ljós- mæðraskóla Íslands LMSÍ 1947. Eftir útskrift starfaði hún sem ljósmóðir á Patreksfirði í eitt ár. Eftir stutta dvöl fyrir vestan kom hún í höfuðstaðinn og var aðstoðarljósmóðir á Landspítala fæðingardeild í fimm ár (1948-1953). Hún stofnaði fæðingarheimili í Kópavogi á heimili sínu árið 1958 og rak það til ársins 1969 eða í 11 ár. Þar fæddust rúmlega 1.600 börn. Jóhanna var tvígift en barnlaus og arfleiðir Ljósmæðrafélagið eins og fyrr segir, að andvirði íbúðar sinnar og ósk hennar er sú að það gangi í að stofna minningarsjóð í hennar nafni. Ákveðið hefur verið að sjóðurinn beri nafnið Minn- ingarsjóðurinn. Sjóðanefnd félagsins hefur verið falið að útbúa nýja skipulagsskrá og úthlutunarreglur fyrir þennan nýja sjóð. Málsókn Sú staða kom upp sl. haust eftir töluvert langan aðdraganda að Ljósmæðrafélagið tók þá afstöðu að ekki yrði annað hægt en að styðja tvær ljósmæður í málaferlum vegna niðurlagningar á störfum þeirra. Ekki náðist sátt við vinnuveitenda þeirra um hvernig staðið skyldi löglega sem og Esther formaður og Margrét fundarstjóri undirbúa kynningu á lagabreytingum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.