Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 33
33Ljósmæðrablaðið - júní 2012
Norðurlandsamtök ljósmæðra
(NJF)
Stjórnarfundur Norðurlandsamtaka ljós-
mæðra (NJF) var haldinn í Stokkhólmi
28. maí 2011. Fundinn sátu að þessu sinni
fulltrúar allra Norðurlandanna og var hann
haldinn í höfuðstöðvum sænska ljósmæðra-
félagsins. Hildur Kristjánsdóttir, forseti NJF,
sótti fundinn fyrir Íslands hönd.
Sænska ljósmæðrafélagið hafði dagana á
undan haldið veglega 2ja daga ráðstefnu í
tilefni af 300 ára afmæli ljósmæðramennt-
unar í Svíþjóð og 125 ára afmæli félagsins. Í
ráðstefnulok var stjórnarmeðlimum boðið til
veglegrar veislu. Allnokkrar íslenskar ljós-
mæður tóku þátt í þessari ráðstefnu og voru
með erindi þar.
Ingela Wiklund, formaður sænska
ljósmæðrafélagsins, bauð fundargesti
velkomna og síðan tók forseti samtakanna
og fundarstjóri við fundinum. Fundarmenn
kynntu sig stuttlega. Að því loknu var
gengið til hefðbundinnar dagskrár
sem fólst meðal annars í; samþykkt
fundarboðunar, vali á fundarritara og
samþykkt og undirskrift fundargerðar
síðasta fundar sem var haldinn í Kaup-
mannahöfn 2-3. júní 2011. Forseti
samtakanna flutti skýrslu sína og póstlisti
stjórnarmeðlima var uppfærður.
Í ljósi samþykktar stjórnar frá 2010 og
þess að aðeins var einn dagur til fundarsetu
var ákveðið að tími hvers lands til þess
að fjalla um helstu mál síns félags yrði
verulega styttur og höfðu stjórnarmeðlimir
verið hvattir til þess að kynna sér skýrslur
landanna fyrirfram. Lögð var áhersla á
að kynna í örstuttu máli það helsta sem
fulltrúi hvers lands vildi ræða, en fyrst og
fremst að svara fyrirspurnum um innihald
skýrslnanna.
Hér á eftir verður stiklað á stóru úr
skýrslum landanna og umræðum um þær og
bent á að skýrslur landanna eru til á skrif-
stofu félagsins og félagsmenn geta nálgast
þær þar.
Danmörk
Fjöldi félaga jókst aðeins á starfsárinu þar
sem nýútskrifaðar ljósmæður eru fleiri en
þær sem hætta. Áhyggjuefni er að margar
nýútskrifaðar ljósmæður fá ekki vinnu og
upplifa að nám þeirra hafi verið til einskis.
Félagið er áhyggjufullt yfir þessari þróun
og lítur á þetta sem eitt stærsta verkefni
sitt núna. Margar þessara ljósmæðra hafa
fengið vinnu í nágrannalöndunum en aðrar
hafa einnig farið til Englands og Ástralíu og
Nýja-Sjálands. Það jákvæða er að svo virðist
sem starfssvið ljósmæðra sé nú víðara og
sem dæmi starfa æ fleiri ljósmæður nú á
sængurkvennadeildum en áður.
Danskar ljósmæður hafa ekki farið
varhluta af heimskreppunni og sökum þess
hvernig atvinnuástandið er í stéttinni hafa
allmargar ljósmæður misst vinnuna, margar
hafa samþykkt allskyns vinnuskilyrði sem
ekki endilega samræmast kjarasamningum,
eins og til dæmis að fá ekki fastráðningu og
sumar fá bara vinnu frá degi til dags. Þetta
skapar mikið óöryggi innan stéttarinnar,
líka hjá þeim sem eru með fastráðningu,
og hefur áhrif á nýliðun og atvinnuþátttöku
nýútskrifaðra ljósmæðra, eins og áður hefur
verið vikið að.
Ljósmæður hafa áhyggjur af því að
ekki hefur tekist að innleiða klínískar
leiðbeiningar um umönnun kvenna í
barneignarferli nema að takmörkuðu leyti.
Rannsóknir hafa sýnt að ákveðin atriði eins
og blóðprufur og skimanir eru framkvæmdar
á ákveðnum tíma á meðgöngunni og virðist
sá þáttur hafa verið innleiddur að mestu
leyti. Atriði eins og framboð á foreldra-
fræðslu er lélegt, ekki hefur tekist að tryggja
samfellu í þjónustu ljósmæðra til kvenna í
virkri fæðingu og engin eða léleg eftirfylgd
er til sængurkvenna sem útskrifast snemma
og hefur hlutfall endurinnlagna þeirra aukist
verulega.
Önnur áhrif kreppunnar eru að erfitt er
fyrir ljósmæður að fara í framhaldsnám
þar sem nánast engir styrkir eru í boði til
þess. Þrýstingur er á að ljósmæður útskrifist
með faglega meistaragráðu í sparnaðar-
skyni og það gæti veitt þeim inngöngu
í framhaldsnám í Svíþjóð til dæmis, en
Ljósmæðrafélagið vill frekar að þær fái
kandidatsgráðu (120 ECTS) í ljósmóður-
fræðum.
Finnland
Félagar í Ljósmæðrafélagi Finnlands
eru nú rúmlega 4100 og atvinnuleysi er nú
lítið. Félagið hefur hvatt ötullega til þess
að leiðbeiningar um meðgönguvernd verði
gerðar í Finnlandi og er sú vinna loksins
hafin. Á árinu voru gefnar út gagnreyndar
leiðbeiningar um aðferðir ljósmæðra til þess
að koma í veg fyrir og/eða draga verulega úr
3ju og 4ju gráðu rifum.
Nú eru starfandi 31 fæðingardeild í
landinu og gert er ráð fyrir að fimm svokall-
aðar sérfræðieiningar verði starfræktar.
Þetta mun auka enn á ójöfnuð í þjónustu að
mati félagsins.
Árið 2009 fæddust 60794 börn í Finn-
landi sem er nær 2ja% aukning frá árinu
áður. Meðalaldur fæðandi kvenna var þetta
ár 30.1 ár og hlutfall kvenna 35 ára og eldri
18,7%. Þriðja hver kona var með líkams-
þyngdarstuðul 25 eða hærri (ofþyngd) í
upphafi meðgöngu og 12% voru með 30 eða
hærri (offita). Hlutfall kvenna sem reykir á
meðgöngu er mjög hátt eða 15%.
Meira um tölfræðilegar upplýsingar frá
Finnlandi 2009 má finna á slóðinni: http://
www.stakes.fi/tilastot/tilastotiedotteet/2010/
Tr26_10.pdf
Færeyjar
Meðlimir félagsins eru nú 25 ljósmæður.
Á árinu náðu þær agnarlitlum árangri hvað
varðar launahækkun eða 1% hækkun launa.
Skýr skilaboð voru um að ekki næðist hærri
upphæð og hefur félagið lagt þungann í að fá
stytta vinnuviku úr 40 stundum í 35 stundir.
wCOSMIC rafræn sjúkraskrá var tekin
í notkun í Færeyjum 2009 og átti að gera
úttekt á henni 2011. Ljósmæður hafa enn
ekki fengið meðgöngu- og fæðingarhluta
kerfisins sem er til og vegna efnahags-
ástandsins eru þær ekki bjartsýnar á að það
verði í bráð.
Atvinnuleysi er nokkuð meðal ljósmæðra
og sem dæmi sóttu 20 um afleysingastörf í
sumar, sem yfirleitt örfáir sækja um.
Ísland
Vísað er til skýrslu formanns LMFÍ frá
aðalfundi félagsins. Sérstaklega var rætt
um fækkun fæðingarstaða og fyrirhugaðar
Hildur Kristjánsdóttir
ljósmóðir, forseti NJF og
verkefnisstjóri hjá embætti Landlæknis