Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 36

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Side 36
36 Ljósmæðrablaðið - júní 2012 Horft til framtíðar: Tækifæri og áskoranir í menntun og starfi ljósmæðra Fundur og vinnusmiðja á vegum Norður- landasamtaka ljósmæðra (NJF) var haldin í Reykjavík dagana 26. og 27. mars 2012 um menntun og starf ljósmæðra á Norður- löndum. Vinnusmiðjan var skipulögð af Hildi Kristjánsdóttur, forseta NJF, og Helgu Gott- freðsdóttur, námsbrautarstjóra í ljósmóður- fræðum við Háskóla Íslands. Ljósmæðra- félag Íslands og Háskóli Íslands styrktu vinnusmiðjuna. Þátttakendur voru: Danmörk: Lillian Bondo Formaður Ljósmæðrafélags Danmerkur. lib@jordemoderforeningen.dk Finnland: Eva Matintupa Námsstjóri framhaldsnáms og lektor við Novia University of applied sciences, Vaasa. Eva var jafnframt fulltrúi stjórnar finnska ljósmæðrafélagsins á fundinum. eva.matintupa@novia.fi Anna-Kaisa Pienimaa lektor og forstöðumaður náms í ljós- móðurfræði. Metropolia University of applied sciences, Helsinki. anna-kaisa.pienimaa@metropolia.fi Ísland: Esther Ármannsdóttir, Formaður Ljósmæðrafélags Íslands. formadur@ljosmaedrafelag.is Berglind Hálfdánsdóttir, aðjúnkt, námsbraut í ljósmóðurfræði, Háskóli Íslands. beh6@hi.is Helga Gottfreðsdóttir, dósent, námsbrautarstjóri, námsbraut í ljósmóðurfræði. Háskóli Íslands. helgagot@hi.is Hildur Kristjánsdóttir, forseti Norðurlandasamtaka ljósmæðra og aðjúnkt við námsbraut í ljósmóðurfræði. Háskóli Íslands. hildurkr@simnet.is Noregur: Marit Heiberg, formaður Ljósmæðrafélags Noregs. marit@jordmorforeningen.no Kari Bjerck, lektor við University of Tromsö, kari. bjerck@uit.no Mirjam Lukasse, lektor, Oslo and Akershus University College, mirjam.lukasse@hioa.no Svíþjóð: Ingela Wiklund, formaður sænska ljósmæðrafélagsins. ingela.wiklund@barnmorskeforbundet.se Kerstin Belfrage, vårdförbundet, Svíþjóð. kerstin.belfrage@vardforbundet.se Marianne Johansson, lektor við Borås Högskola University. marianne.johansson@hb.se Tilgangur fundarins var að ræða menntunarmál ljósmæðra á Norður- löndunum og starfsvettvang stéttarinnar. Ástæða þess að fundurinn var haldinn var að á stjórnarfundi Norðurlandasamtaka ljósmæðra (NJF) sem haldinn var í Stokk- hólmi á síðasta ári varð mikil umræða um menntun ljósmæðra og hvort verið væri að mennta ljósmæður til þeirra starfa sem þær munu svo sinna. Ljóst var að þar var hvorki tími til þess að ræða þessi mál til hlítar, né heldur voru sérfræðingar á sviði mennt- unar í hópnum. Að tillögu Ingelu Wiklund, formanns sænska ljósmæðrafélagsins, var ákveðið að Hildur Kristjánsdóttir, forseti NJF, hlutaðist til um að koma fundinum á og stýra honum. Undirtektir voru mjög góðar þegar fundarboð var sent út í janúar síðast- liðnum og ánægja með að halda fundinn á Íslandi þar sem ljósmæðramenntun er sennilega einna best meðal þessara landa og landið að auki ódýrt fyrir ferðamenn. Á fundinn mættu formenn ljósmæðra- félaganna (nema frá Finnlandi) og áhrifafólk innan menntakerfisins í löndunum sem þekkir jafnframt vel til menntunarmála og starfsvettvangs ljósmæðra, hvað er líkt og hvað er ólíkt og hefur ákveðna framtíðarsýn. Því miður sáu ljósmæður frá Færeyjum sér ekki fært að koma, en þess ber að geta að færeyskar ljósmæður sækja menntun sína aðallega til Danmerkur og Noregs. Menntun er mikilvægt umræðuefni meðal félaga allra landanna og að mörgu leyti eru menntamál ljósmæðra á krossgötum í dag. Verið er að endurskipuleggja námið í flestum landanna og einnig er verið að huga að endurskipulagningu hjúkrunar- náms í Svíþjóð og Noregi. Upplýst var á Frá vinstri: Marit Heiberg formaður norska ljósmæðrafélagsins, Kerstin Belfrage frá Vårdförbundet i Svíþjóð, Helga Gottfreðsdóttir dósent, Lillian Bondo formaður danska ljós- mæðrafélagsins og Berglind Hálfdánsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.