Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Síða 37
37Ljósmæðrablaðið - júní 2012 fundinum að Norræna ráðherranefndin vill gjarnan fá upplýsingar um hvort áhugi sé fyrir því að setja fram sameiginlega norræna stefnumörkun hvað varðar menntun og starfsvettvang ljósmæðra. Fulltrúar ljósmæðranáms í öllum löndunum kynntu námið í sínum löndum, inntökuskilyrði, uppbyggingu námsins, á hvaða skólastigi það er, hvaða gráða veitir starfsréttindi og með hvaða gráðu nemendur útskrifast. Lengd námsins var kynnt, starfsumhverfi og starfsvettvangur ljós- mæðra og lagarammi sem ljósmæður starfa eftir í hverju landi. Veikleikar og styrkleikar þessara þátta voru ræddir þar sem við átti. Framtíðarsýn varðandi menntun og starfs- vettvang ljósmæðra var svo kynnt. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræðum, hélt erindi seinni daginn og fjallaði um ljósmæður sem fagmenn og Guðrún Geirsdóttir dósent fjallaði um námskrárgerð í ljósmóðurfræði. Þessi erindi voru bæði afar fróðleg og var vel tekið af fundargestum. Að loknum kynningum var unnið í hópum báða dagana með þá þætti sem fundurinn fjallaði um, það er nám ljósmæðra og starfs- vettvang innan heilbrigðiskerfisins og fram- haldsnám ljósmæðra. Í lok fundarins voru niðurstöður hópa- vinnunnar kynntar og ræddar ítarlega og að lokum sett fram stutt samantekt um það helsta sem fram kom og er það innlegg í áframhaldandi umræðu. Hér að neðan má sjá útdrátt úr samantekt fundarins: • Þrátt fyrir talsverðan mun á menntun ljós- mæðra í löndunum eru áherslur þær sömu og starfsvettvangur líkur. Það var samdóma álit þátttakenda að ljósmæður væri sú stétt sem ætti að annast meðgönguvernd og er það svo í öllum löndunum, nema í Noregi þar sem leiðbeiningar hvetja til þess að ljós- mæður sinni meðgönguvernd og gera þær það alla jafna, en þó eru einhverjar konur sem aðeins hitta heimilislækni á meðgöngu. Í Finnlandi sjá hjúkrunarfræðingar (public health nurse) um meðgönguvernd og hafa finnskar ljósmæður barist fyrir því lengi að fá meðgönguverndina aftur. Ljósmæður landanna allra annast konur í fæðingu og sængurlegu innan og utan sjúkrahúsa. Í sumum landanna starfa ljósmæður einnig við ráðgjöf um kynheilbrigði kvenna á öllum aldri, unglingamóttökur, ómskoðanir, getnaðarvarnaráðgjöf, almenna heilsuráð- gjöf, skimun fyrir leghálskrabbameini, setja upp lykkjur, sjá um konur sem fara í fóstureyðingu með lyfjum og annast alls kyns aðra ráðgjöf. • Áhugaverðar tillögur voru settar fram um að norrænir háskólar gætu unnið saman að framhaldsnámi fyrir ljósmæður. Sérstaklega var rætt um nám sem snertir kynheilbrigði á alþjóðavísu, lýðheilsu, stjórnun og erfðaráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Einnig var rædd hugmynd um nám og starf með læknum án landamæra. Um væri að ræða 1‒2ja ára nám að öllu jöfnu. Sýn hópsins varðandi ljósmæður framtíðarinnar • Ljósmæður munu allar hafa meistara- gráðu. • Ljósmæður munu annast um konur á öllu barneignarferlinu og vera virkar í heil- brigðisteymum þar sem það á við. • Megináhersla í meðgönguvernd verður á heilsueflingu. • Ljósmæður munu áfram vera lykil fagaðili í fæðingarþjónustu. • Ljósmæður munu annast um sængurlegu bæði innan og utan sjúkrahúsa. • Framhaldsnám og frekari sérhæfing fer fram eftir að meistaranámi er lokið. Sýn hópsins varðandi nám ljós- mæðra • Ljósmæður allra landanna voru sammála um að svokölluð ,,direct entry“ leið í ljós- móðurnámi (farið er í ljósmæðranám strax að loknu stúdentsprófi), sé spennandi valkostur sem beri að skoða vandlega. Sænsku ljósmæðurnar höfðu þann fyrir- vara á, að verði þessi leið farin sé eðlilegt að meta og skoða alla þætti hennar á vísindalegan hátt og rannsóknir fari fram jafnhliða breytingunni. • Þátttakendur voru einnig sammála um að eðlilegt væri að námsleiðinni lyki með meistaraprófi í ljósmóðurfræðum. • Nokkur umræða spannst um það hvenær í námsferlinu nemendur öðluðust starfs- leyfi og hvort þeir gætu útskrifast með tvö starfsleyfi, það er starfsleyfi hjúkrunar- fræðings og starfsleyfi sem ljósmæður. Um þetta atriði var ekki einhugur meðal þátttakenda og mun umræðan halda áfram. Ákveðið var að ræða niðurstöður og helstu áhersluatriði sem fram komu á þessum fundi á næsta stjórnarfundi NJF í Færeyjum í maí 2013. Reykjavík í maí 2012 Hildur Kristjánsdóttir Helga Gottfreðsdóttir Einn af vinnuhópunum á fundinum Stíf fundarhöld

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.