Ljósmæðrablaðið - 01.06.2012, Qupperneq 43
43Ljósmæðrablaðið - júní 2012
Alla, Alla, Allah!
H U G L E I Ð I N G A R L J Ó S M Ó Ð U R
Dóttir mín er vöknuð. Hún er rúmlega 20
mánaða og kann nokkur orð. Hún er seinni
til máls en bróðir hennar sem var fljótur
að byrja að tala. Hagur hennar í málþroska
vænkaðist þó til muna í síðasta mánuði
þegar orðið Alla spratt fram á varirnar full-
mótað. Það er Halli. Hann er flottastur í
hennar lífi og hver morgunn hefst á kyrjun
til stóra bróður. Hún vaknar alltaf á undan
honum og er fljót að vekja hann Alla, Alla,
Alla! Hann tekur henni vel, knúsar hana
frekar fast og tekur af henni dótið sem hún
er með. Hún fer að gráta og verður leið. En
svo sættast þau. Hvílík gæfa að fá að vera
foreldri, hvílík forréttindi.
Ég man eftir því að pabbi minn sagði við
mig þegar hann spurði mig hvort ég væri
samkynhneigð, að honum þætti erfitt að
verða ekki afi minna barna. Ætli það séu
ekki liðin rúm 20 ár. Þá var samfélagið
reyndar ekki sérstaklega opið fyrir því að
samkynhneigðir mættu eða ættu að eiga
börn, þeirra börn voru meira slysabörn.
Fæddust áður en foreldrar komu „út úr
skápnum“ og svo átti kannski bara ekkert
að vera tala mikið um það. Hvorki börnin
né foreldrarnir. Svona var þetta bara og
ekkert við því að gera.
Fyrir mig voru áhyggjur föður míns
um barnleysi á þeim tíma ekkert sérstakt
áhyggjuefni. Konur á Íslandi hafa jú
alltaf getað átt börn tiltölulega einar.
Áhyggjurnar komu síðar. Við Lilja kynnt-
umst í menntaskóla og ætluðum strax þá að
eiga saman nokkur börn. Þegar við loksins
byrjuðum að reyna tók það svolítinn
tíma. Og það var erfitt. Sú hugsun að
geta kannski ekki alið barn tók gjörsam-
lega yfir tilveruna sjálfa. Það er erfitt fyrir
samkynhneigða að ættleiða. Við fórum í
gegnum hefðbundna meðferð í Art medica,
misstum fóstur og svo gerðist ekkert. Lilja
var reyndar alltaf sannfærð um að einhvern
tímann kæmi barn á heimilið. Ég var
meira efins. Við vorum þakklátar fyrir þá
meðferð sem var í boði og fundum fyrst og
fremst fyrir miklum velvilja af hálfu starfs-
fólks Art medica. Ég hugsaði samt stundum
um það þegar ég var á biðstofunni, númer
16, og stóð upp við vegg því stólarnir á
biðstofunni voru allir uppteknir, að mér
fyndist þetta ekki beinlínis draumaað-
stæður að búa til barn. En guð minn góður
hvað ég var þakklát fyrir að mega líka.
Vinur Lilju, og líka besti vinur minn
núna, var til í að gefa okkur sæði. Við
vorum nýkomnar úr frábæru fríi frá Krít
og brúnar og sællegar. Við vissum að
við þyrftum að byrja upp á nýtt. Og með
fullri virðingu, þá var það ólíkt skemmti-
legra hér heima að reyna að búa til barn.
Það eina sem til þarf er „elexir“ vökvi og
svo tveggja millilítra sprauta. Hún kostar
2 krónur í apóteki. Svo fórum við í Píla-
grímsgöngu frá Þingvöllum og gengum í
Skálholt og sungum Fögur er foldin. Og
Alla vaknaði til lífsins.
Á meðgöngunni hafði ég stundum
áhyggjur af því að Lilju var ekki óskað
jafn mikið til hamingju og mér. Það
gleymdist stundum. En svo kom Alla og
allar áhyggjur gufuðu upp. Alla var svo
sannarlega sonur okkar beggja og enginn
gat efast um það. Sumt er svo sterkt að
enginn getur haggað því. Ég held að það sé
þannig með börnin manns.
Lilja varð ófrísk í fyrstu tilraun hér heima.
Það kom okkur jafn mikið á óvart. Það var
að sjálfsögðu stórkostlegt að taka á móti
litlu stelpunni minni sem leit út nákvæmlega
eins og mamma hennar. Hin. Það reyndi á
að kenna henni að taka brjóst. Hún þurfti
smá ábót fyrstu tvo mánuðina og ábótina
fékk hún frá mér. Hún hefði ekki getað verið
á brjósti ef ekki hefði verið fyrir brjósta-
pumpu. Ég er þakklát fyrir brjóstapumpur
og fyrir alla hjálpina sem við fengum. En
auðvitað er það Lilja sem á að fá hrósið.
Hún var ótrúlega þrautseig og þolinmóð
og aðdáunarvert að þær mæðgur héldu út
byrjunarerfiðleika við brjóstagjöf sem stóðu
yfir í fjóra mánuði. Alla var 16 mánaða
þegar litla systir kom til okkar. Fyrir hann
var ekkert eðlilegra en að lítil dama væri
mætt. Hann kallaði hana strax Dídí og var of
ungur til að verða afbrýðisamur.
Er ólíkt að vera samkynhneigð móðir
í íslenskri heilbrigðisþjónustu? Ég veit
það ekki, af því að ég er svo heppin að
þekkja flesta sem við höfum þurft að eiga
samskipti við. Í barneignarferlinu hefur
heilbrigðisþjónustan reynst okkur vel.
Samkynhneigðar mæður þurfa, eins og
aðrir foreldrar, fyrst og fremst á virðingu
að halda. Að borin sé virðing fyrir okkar
fjölskylduformi. Að „hin mamman“ sé líka
að verða mamma. Þetta er hennar barn sem
er að koma í heiminn. Jafn mikið hennar
barn. Að til séu eyðublöð sem á standi maki
eða foreldri en ekki eingöngu faðir. Það
skiptir máli. Sonur okkar kallaði okkur frá
upphafi til skiptis „mamma“ og „mamma
hin“. Þau sem búa til stöðluð eyðublöð og
staðlað hugarfar geta lært af honum.
Alla og Dídí eru sofnuð. Við sofum í
svokölluðu fjölskyldurúmi þar sem er pláss
fyrir alla. Við förum ekki eftir bókinni. Við
svæfum þau þar til þau sofna og svo leita
þau til hvors annars og sofa í faðmlögum
þegar þau fá til þess næði. Við mæður þeirra
njótum þess svo að horfa á þau og dást að
þeim, í svefni og vöku. Og við þökkum
almættinu fyrir. Eða var það Allah?
Steinunn H. Blöndal ljósmóðir
Steinunn H. Blöndal, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sveindís Eir og Haraldur Áss