Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Side 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Side 23
23Ljósmæðrablaðið - desember 2011 vökva og fæðuinntekt eftir aðgerð, ógleði og notkun ógleðistillandi lyfja, verkjastillingu og notkun sterkra verkjalyfja, sárameðferð, heimferðartíma og endurinnlagnir. Einnig voru skoðaðar nokkrar bakgrunnsbreytur eins og aldur, fyrri fæðingar og líkams- þyngdarstuðull (BMI). Athugað var hvort og þá hvaða áhrif þessir þættir hefðu á lengd sjúkrahúslegunnar. Legutími eftir valkeisaraskurð var borinn saman við legutíma árin 2003 og 2007 með afturvirkri gagnaöflun, þar sem tilgangurinn var að kanna hvort stytta mætti sjúkrahús- legu við valkeisaraskurði með aðferðum flýtibatameðferðar án fjölgunar endurinn- lagna. Gögn voru fengin úr legukerfi og sjúkraskrám. Síðast en ekki síst var ánægjukönnun send í tölvupósti til kvennanna 4-6 vikum eftir fæðingu, en þar fengu þær tækifæri til þess að gefa álit sitt á flýtibataferlinu og dvölinni á sængurkvennadeild. Ánægjukönnunin var í gangi frá janúar til maí 2009 og náði þar með ekki til nema hluta þess hóps sem gæðaeftirlit náði til. Allt ofangreint gaf okkur tækifæri til endurmats og endurbóta á meðferð og útgáfu á verklagsreglum í framhaldi af því. Niðurstöður Gæðaeftirlit tók til 192 kvenna sem fengu flýtibatameðferð á tímabilinu nóvember 2008 til október 2009. Ánægjukönnunin var send til 62 kvenna á tímabilinu janúar til maí 2009, af þeim svöruðu 54 konur, svar- hlutfall 87%. Innskriftarfræðsla. Samkvæmt ánægju- könnun töldu ríflega 87% kvenna sem gengust undir flýtibatameðferð sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar fyrir aðgerð. Legutími. Legutími við valkeisara- skurð á LSH styttist marktækt um rúmlega sólarhring eftir innleiðslu flýtibatameð- ferðar og er nú 2-3 sólarhringar hjá meiri- hluta kvenna. 80% kvenna sem fengu flýtibatameðferð útskrifuðust heim innan 48 stunda frá fæðingu. Algengasta ástæða þess að kona var lengur en tvo sólarhringa á deild, var að barn var ekki útskriftarhæft. Aðrar helstu ástæður voru að móðir óskaði eftir lengri dvöl, verkjavandamál og brjóstagjafarvandamál. Rúmlega 80% kvenna sem fóru í valkeisara á tímabilinu nóvember 2008 – október 2009 fengu flýtibatameðferð en hinar þurfti að útiloka (frá snemmút- skrift) vegna sjúkdóma, fjölbura, mikillar blæðingar í aðgerð eða tungumálaörðug- leika. Af öllum konum sem fæddu eitt barn með valkeisaraskurði á tímabilinu (meðtaldar þær sem ekki fengu flýtibata- meðferð) gátu 66% útskrifast innan 48 klst frá fæðingu. Miðgildi legutíma kvenna með einbura fór úr 82 klukkustundum niður í 52 klukkustundir milli áranna 2007 og 2009. Útskrift. Einungis 10% kvenna sem útskrifuðust innan 48 stunda hefðu viljað vera lengur þegar þær voru spurðar 4-6 vikum eftir útskrift. Þær sem útskrifuðust snemma voru hlutfallslega ánægðari með lengd sjúkrahúslegunnar en hinar sem voru lengur. Engin af þeim sem útskrifaðist snemma og fékk heimaþjónustu ljósmóður taldi sig óörugga með umönnun barns. Aldur og fyrri fæðingar. Tæplega sólar- hrings munur var á legutíma frumbyrja og fjölbyrja árið 2007 en með tilkomu flýtibatameðferðar og snemmútskriftar varð munurinn einungis klukkustund. Meðal- aldur kvenna sem fóru í valkeisaraskurð var 32 ár. Konur yngri en 25 ára voru marktækt líklegri en þær eldri til að liggja lengur á deild en tvo sólarhringa og var aldurinn þar afgerandi. Ungur aldur virðist þó eingöngu skipta máli ef konan var frumbyrja. Líkamsþyngdarstuðull (BMI). Kannað var hvort líkamsþyngd kvenna hefði áhrif á lengd innlagnar. Engin fylgni reyndist á milli BMI og legutíma og þyngdarflokkur virtist ekki hafa áhrif á hvort útskrift náðist innan 48 stunda frá fæðingu eða ekki. Vökva og fæðuinntekt. Konur sem fóru heim innan 48 tíma virtust hafa tilhneigingu til þess að borða fyrr en hinar sem lágu lengur, munurinn var þó ekki marktækur. Konur í flýtibatameðferð borðuðu að jafnaði fimm tímum eftir fæðingu og allar höfðu þær borðað innan átta tíma. Hreyfing. Engin tengsl virtust vera á milli þess hvenær konurnar hreyfðu sig fyrst og þess hvenær þær fóru heim, en þær fóru að jafnaði fram úr rúmi tveimur tímum eftir fyrstu máltíð. Verkjameðferð. Svo gott sem allar konur í flýtibatameðferð fengu paracetamol, ibuprofen og OxyContin reglulega meðan á innlögn stóð, auk morfíns í æð eða undir húð eftir þörfum. Öllu jöfnu var OxyContin gefið í þrjá til fjóra sólarhringa eftir aðgerð og þær konur sem útskrifuðust í heimaþjónustu innan 48 stunda fengu eina til tvær OxyContin töflur með sér heim. Heildarmagn morfíns á legutíma var að meðaltali 15 mg á hverja konu. Konur sem dvöldu lengur en 48 tíma á deildinni fengu marktækt meira morfín en hinar. Það skýrðist einkum af sex konum sem gátu ekki útskrifast á tilsettum tíma vegna verkja. Einungis 3% kvenna lágu lengur inni en 48 klukkustundir vegna verkjavandamála og fáar konur voru með mikla verki (< 5%). Við ánægjukönnun á flýtibatameðferð kom fram að um 90% kvennanna fannst verkjastilling eftir aðgerð fullnægjandi. En um 10% kvenna töldu sig vera með verki eftir heimferð. Brjóstagjöf. Erfiðleikar í tengslum við brjóstagjöf hindruðu snemmheimferð 4 kvenna af 192 eða um 2%. Samkvæmt ánægjukönnun töldu ríflega 75% kvenna sig hafa fengið næga aðstoð við brjóstagjöf meðan á dvöl á sængurkvennadeild stóð. Tæplega 8% töldu sig enga aðstoð hafa fengið, sem er umhugsunarvert, en reyndar er óljóst hvort þær voru einfaldlega sjálf- bjarga eða hefðu þurft aðstoð og ekki fengið. Endurinnlagnir. Fjórar konur voru endur- innlagðar á tímabilinu nóvember 2008 - október 2009, allar meira en hálfum mánuði eftir útskrift. Svipuð niðurstaða var fyrir árið 2007 ef miðað er við heildarfjölda keisara. Hlutfall kvenna sem þarf endur- innlögn var og er lágt, eða minna en tvö prósent. Samantekt/Umræður Af ofangreindu má sjá að flýtibatameð- ferð virðist ætla að skila tilætluðum árangri. Um það bil 80% kvenna sem fá flýtibata- meðferð við valkeisaraskurð útskrifast heim innan 48 stunda. Þannig hefur legutími þessa hóps styst marktækt um rúman sólar- hring og því staðfest að hagræðing verður í rekstri við breytingarnar. Vissulega færist þó ýmis þjónusta í auknum mæli frá legudeild til göngudeildar. Snemmútskriftir virðast hvorki stuðla að aukningu endurinnlagna né fylgikvilla. Síðast en ekki síst eru lang- flestar konurnar ánægðar með lengd dvalar á sængurkvennadeild og aðeins 10% aðspurðra hefðu viljað dvelja lengur. Með öðrum orðum eru um 80% kvenna sem fá flýtibatameð- ferð tilbúnar til heimferðar eftir 48 klst, geta fengið heimaþjónustu og virðast í flestum tilfellum sáttar við þjónustuna. Þess ber að geta að konur sem fæða með bráðakeisaraskurði fá nú að mestu sömu meðhöndlun eftir aðgerð og valkeisarakonur. Vissulega er það þó háð efnum og aðstæðum hverju sinni eins og til dæmis því hversu lengi konan hefur verið í fæðingu, hvort hún er svæfð í aðgerð, hvernig barni reiðir af og svo framvegis. Þessi hópur fer nú í síauknum mæli heim innan 48 stunda og þiggur heimaþjónustu ljósmæðra. Ekki hefur verið tekinn saman fjöldi þessara kvenna né hvernig þeim reiðir af í samanburði við valkeisarakonur, en er engu að síður þróun sem búast mátti við og verðugt verkefni til skoðunar síðar meir. Að lokum ber að geta þess að allt samstarf og vinna við innleiðslu á nýju verklagi gekk með miklum ágætum, þökk sé góðu starfsfólki - sem auk þess virðist vera nokkuð ánægt með breytingarnar og er það vel! Nánari umfjöllun og útlistun á gæða- eftirliti og samanburðarrannsókn, ásamt heimildalista, má sjá í fræðigrein Jóhönnu Gunnarsdóttur læknis sem birtist á nýliðnu sumri; Stytt sjúkrahúslega við valkeisara- skurði eftir upptöku flýtibatameðferðar og heimaþjónustu. (Læknablaðið 07/08. tbl. 97.árg. 2011). September 2011, Guðrún Halldórsdóttir og Þorbjörg Edda Björnsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.