Fréttablaðið - 26.01.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 26.01.2019, Síða 14
Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2019 verða birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á næstu dögum. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðslu- seðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2019, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjalddögum 2. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 4. maí, 1. júní, 2. júlí, 3. ágúst, 1. september og 2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 2. febrúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi sem greitt er til Orkuveitu Reykjavíkur á síðastliðnu ári, fá einnig að óbreyttu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir árið 2019 að teknu tilliti til tekjuviðmiða. Fjármálaskrifstofa framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi eftir yfirferð skattframtala elli- og örorkulífeyrisþega. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um afslátt þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2017. Þegar álagning vegna tekna ársins 2018 liggur fyrir í júní 2019, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2019 verði eftirfarandi: 100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 4.090.000 kr. A100 Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.710.000 kr. 80% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.090.000 til 4.690.000 kr. A80 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.710.000 til 6.340.000 kr. 50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.690.000 til 5.450.000 kr. A50 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.340.000 til 7.580.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2019 Borgarstjórinn í Reykjavík, 26. janúar 2019. www.reykjavik.is GRIKKLAND Gríska þingið lögfesti samning við Makedóníu í gær með 153 atkvæðum gegn 146. Make- dónar höfðu áður lögfest plaggið. Með því verður nafni ríkisins nú formlega breytt í Lýðveldið Norður- Makedónía og verður það tekið upp eftir að Makedónar, brátt Norður- Makedónar, hafa gert Sameinuðu þjóðunum viðvart og Atlantshafs- bandalagið (NATO) hefur skrifað undir. Með þessu lýkur 27 ára langri deilu ríkjanna. Strax eftir að Make- dónía fékk sjálfstæði frá Júgóslavíu kváðust Grikkir ósáttir við nafn ríkisins. Í stuttu máli má rekja þá óánægju til þess annars vegar að Makedónía er einnig grískt hérað og óttuðust Grikkir að hið nýja ríki hygðist innlima héraðið og hins vegar til þess að Grikkir álíta forna konungsríkið Makedóníu, sem til dæmis Alexander mikli stýrði, hluta af sínum menningararfi. Syriza, flokkur Alexis Tsipras for- sætisráðherra, greiddi atkvæði með auk nokkurra þingmanna To Potami og Sjálfstæðra Grikkja. Ekki voru þó allir sáttir. „Landráðamenn!“ mátti heyra þingmenn nýnasista- flokksins Gullinnar dögunar hrópa í salnum. Flokksmenn Nýs lýð- ræðis voru einnig ósáttir. „Þennan samning hefði aldrei átt að undir- rita né leggja í dóm þingsins. Þetta er þjóðarósigur. Harmleikur sem er móðgun við bæði sannleikann og sögu Grikklands,“ sagði Kyriakos Mitsotakis formaður. Nafnbreytingin greiðir leið Make- dóníu inn í bæði Atlantshafsbanda- lagið og Evrópusambandið en í skjóli neitunarvalds síns hafa Grikkir hald- ið Makedónum utan sambandanna vegna deilunnar. – þea Nafnadeilu að ljúka Tsipras og félagar fagna. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Roger Stone, sem kveðst einn elstu vina Donalds Trump Bandaríkjaforseta og var ráðgjafi forsetaframboðs hans, var ákærður í Bandaríkjunum í gær. Robert Muell- er, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn Rússamálsins svokallaða, ákærir Stone í sjö liðum. Stone er þannig ákærður fyrir ljúgvitni í fimm liðum, að hindra rannsókn í einum og hafa óeðlileg áhrif á vitnisburð annars manns í einum. Nánar tiltekið snýr ákæran að meintum lygum Stone í samskiptum við upplýsingamálanefnd fulltrúa- deildar þingsins um samskipti hans við lekasamtökin WikiLeaks og á Stone aukinheldur að hafa skipað tengilið sínum við WikiLeaks að segja ósatt um samskiptin. Eins og frægt er orðið var tölvu- póstum bæði miðstjórnar Demó- krataflokksins og Johns Podesta, kosningastjóra Hillary Clinton, stol- ið í kosningabaráttunni. Fjölmargir rannsakendur fullyrða að Rússar hafi staðið að hakkinu. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur sagt það af og frá, eins og Kristinn Hrafnsson ritstjóri benti á í viðtali við Frétta- blaðið í október. Rússamálið snýst í grunninn um meint óeðlileg áhrif rússneskra yfirvalda á forsetakosningarnar og meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Að auki hefur saksóknari frelsi til þess að fylgja eftir öllum þeim málum sem koma í ljós við rannsóknina. Enginn meintra glæpa Stone átti sér stað í kosningabarátt- unni sjálfri þótt samskiptin sem hann er sakaður um að hafa logið um eigi að hafa átt sér stað á þeim tíma. Jay Sekulow, einn lögmanna for- setans, sagði í yfirlýsingu í gær að Stone væri ekki sakaður um samráð við Rússa eða nokkurn annan. „Þessi ákæra snýst um meint ljúgvitni herra Stone fyrir fulltrúadeildinni.“ Alríkislögreglan handtók Stone á heimili hans í Flórída snemma í gær- morgun. Hann var færður fyrir dóm þar sem hann var leystur úr haldi gegn 250.000 dala tryggingu. Er Stone gekk út úr dómshúsinu ræddi hann stuttlega við fjölmiðla þar sem hann hélt fram sakleysi sínu og sagðist ætla að berjast af hörku og að lokum hafa betur gegn saksókn- ara. Stone sagði, líkt og Trump hefur ítrekað haldið fram um rannsóknina, að málið væri pólitísks eðlis. „Það eru engar kringumstæður hugsanlegar þar sem ég myndi bera ljúgvitni gegn forseta mínum. Ég mun heldur ekki ljúga til þess að létta þrýstingnum af sjálfum mér,“ sagði Stone. Trump hefur áður sagt þá sem Mueller hefur ákært ljúga um sig. thorgnyr@frettabladid.is Einn elstu vina Trumps forseta ákærður Roger Stone, áður ráðgjafi forsetaframboðs Trumps, var handtekinn og ákærður í sjö liðum í gær. Ákæran snýst um meintar lygar að rann- sakendum um samskipti hans við WikiLeaks. Miðillinn birti stolna tölvupósta Demókrata í kosningabaráttunni. Stone kveðst saklaus. Fleiri verið ákærðir n Manafort, fyrrverandi kosn- ingastjóri, var sakfelldur fyrir fjársvik og bíður dóms. n Michael Cohen, fyrrverandi lög- maður Trumps, játaði á sig fjár- svik og brot á kosningalögum. Fékk þriggja ára fangelsisdóm. n Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, játar lygar að alríkislögreglu. Bíður dóms. n Rick Gates, fyrrverandi starfs- maður framboðs, játaði fjársvik og lygar að alríkislögreglu og bíður dóms. n George Papadopoulos, fyrrver- andi ráðgjafi framboðs, játaði á sig lygar að alríkislögreglu og fékk tvær vikur í fangelsi. n 13 Rússar, tengdir „tröllaverk- smiðjunni“ Internet Research Agency, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. n 12 rússneskir leyniþjónustu- liðar hafa verið ákærðir fyrir tölvuglæpi. Stone líkti eftir Nixon þegar hann gekk út úr dómshúsinu. NORDICPHOTOS/AFP 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 2 5 -7 F 2 0 2 2 2 5 -7 D E 4 2 2 2 5 -7 C A 8 2 2 2 5 -7 B 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.