Fréttablaðið - 26.01.2019, Síða 90

Fréttablaðið - 26.01.2019, Síða 90
Möguleikar á uppsetningu lítilla vatnsaflsvirkjana á landsbyggðinni eru töluverðir enda hafa tæknifram- farir verið miklar undanfarin ár. Það gerir fólki mögulegt í mörgum tilfellum að framleiða raforku á hagkvæman hátt,“ segir Bjarki Þórarinsson, byggingatæknifræð- ingur hjá Mannviti. Orkustofnun kynnti hugmynd að smávirkjanaverkefni í desember 2016 fyrir atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytinu. Henni var vel tekið og 2018 fékkst fjármagn til verk- efnisins en því er ætlað að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu sem víðast á landsbyggðinni. „Verk- efnið er til komið vegna alvarlegrar stöðu í raforkuöryggismálum landsins vegna þess hversu erfið- lega gengur að gera endurbætur á flutningskerfi raforku til þess að standa undir frekari uppbygg- ingu á atvinnustarfsemi úti um allt land,“ segir Bjarki sem vann að skýrslu fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Úttektin náði til virkjunarkosta innan sveitarfélaganna Akra- hrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Húnaþings vestra. Gerð var gróf könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélögunum. Í dag eru nokkrar virkjanir í rekstri á svæðinu, til dæmis Blönduvirkjun, Skeiðsfossvirkjun, Gönguskarðsárvirkjun og Sleitu- staðavirkjun. Niðurstöður skýrslunnar þykja eftirtektarverðar. „Alls voru 82 virkjanakostir teknir fyrir í skýrsl- unni sem gætu samtals skilað um 50 MW í uppsettu afli og orkugetu upp á rúm 360 GWh sem er um þriðjungur af Blöndustöð,“ segir Bjarki og telur marga virkjunar- kostina hagkvæma og áhugavert að skoða þá nánar. Smávirkjanasjóður SSNV SSNV hefur stofnað smávirkjana- sjóð. Tilgangur hans er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits sem ber heitið; Frumúttekt á smávirkjana- kostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkj- unarkostum með samþykki SSNV. Bjarki segir að þetta sé virkilega gott framtak hjá SSNV og sérstak- lega hvernig þeir halda áfram með verkefnið í gegnum smávirkjunar- sjóðinn sem er góð fyrirmynd fyrir önnur slík samtök. Verkefnið, þ.e. skýrsla Mannvits og Smávirkjunarsjóðurinn, er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætl- unar Norðurlands vestra en nánar má grennslast fyrir um verkefnið og skýrsluna á www.ssnv.is og www.mannvit.is. Margir möguleikar á smávirkjunum Mannvit gerði nýverið úttekt á virkjanakostum smá- virkjana á Norðurlandi vestra fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Niðurstöður skýrslunnar þykja áhuga- verðar enda taldir upp 82 mögulegir virkjanakostir. Alls voru 82 virkjanakostir teknir fyrir í skýrslunni. MYND/MANNVIT Bjarki Þórarinsson, byggingatækni- fræðingur hjá Mannviti. SMÁVIRKJANIR Áratuga reynsla af nýtingu vatnsafls Verkís er elsta verkfræðistofa landsins og hefur frá upphafi verið í fararbroddi við hönnun vatnsaflsvirkjana. Verkís hefur á að skipa hópi reyndra starfsmanna á öllum fagsviðum og tekur að sér ráðgjöf á öllum stigum hönnunar, allt frá undirbúningi til gangsetningar og rekstrar. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 5 -F 5 A 0 2 2 2 5 -F 4 6 4 2 2 2 5 -F 3 2 8 2 2 2 5 -F 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.