Fréttablaðið - 26.01.2019, Síða 90
Möguleikar á uppsetningu lítilla vatnsaflsvirkjana á landsbyggðinni eru
töluverðir enda hafa tæknifram-
farir verið miklar undanfarin ár.
Það gerir fólki mögulegt í mörgum
tilfellum að framleiða raforku á
hagkvæman hátt,“ segir Bjarki
Þórarinsson, byggingatæknifræð-
ingur hjá Mannviti.
Orkustofnun kynnti hugmynd
að smávirkjanaverkefni í desember
2016 fyrir atvinnu- og nýsköpunar-
ráðuneytinu. Henni var vel tekið
og 2018 fékkst fjármagn til verk-
efnisins en því er ætlað að stuðla
að aukinni raforkuframleiðslu sem
víðast á landsbyggðinni. „Verk-
efnið er til komið vegna alvarlegrar
stöðu í raforkuöryggismálum
landsins vegna þess hversu erfið-
lega gengur að gera endurbætur
á flutningskerfi raforku til þess
að standa undir frekari uppbygg-
ingu á atvinnustarfsemi úti um
allt land,“ segir Bjarki sem vann að
skýrslu fyrir Samtök sveitarfélaga
á Norðurlandi vestra, SSNV, á
smávirkjanakostum á Norðurlandi
vestra.
Úttektin náði til virkjunarkosta
innan sveitarfélaganna Akra-
hrepps, Sveitarfélagsins
Skagafjarðar, Skagabyggðar,
Sveitarfélagsins Skagastrandar,
Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps
og Húnaþings vestra. Gerð var
gróf könnun á hvaða möguleikar
væru á smávirkjunum af ýmsum
stærðum, ekki síst virkjunum sem
gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið
og stuðlað að atvinnuuppbyggingu
í sveitarfélögunum.
Í dag eru nokkrar virkjanir
í rekstri á svæðinu, til dæmis
Blönduvirkjun, Skeiðsfossvirkjun,
Gönguskarðsárvirkjun og Sleitu-
staðavirkjun.
Niðurstöður skýrslunnar þykja
eftirtektarverðar. „Alls voru 82
virkjanakostir teknir fyrir í skýrsl-
unni sem gætu samtals skilað um
50 MW í uppsettu afli og orkugetu
upp á rúm 360 GWh sem er um
þriðjungur af Blöndustöð,“ segir
Bjarki og telur marga virkjunar-
kostina hagkvæma og áhugavert
að skoða þá nánar.
Smávirkjanasjóður SSNV
SSNV hefur stofnað smávirkjana-
sjóð. Tilgangur hans er að styrkja
fyrstu skrefin í rannsóknum á
mögulegum rennslisvirkjunum á
Norðurlandi vestra sem eru undir
10 MW að stærð. Miðað er við
fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum
rennslisvirkjunum sem upp eru
taldir í skýrslu Mannvits sem ber
heitið; Frumúttekt á smávirkjana-
kostum á Norðurlandi vestra. Þó er
heimilt að bæta við fleiri virkj-
unarkostum með samþykki SSNV.
Bjarki segir að þetta sé virkilega
gott framtak hjá SSNV og sérstak-
lega hvernig þeir halda áfram með
verkefnið í gegnum smávirkjunar-
sjóðinn sem er góð fyrirmynd fyrir
önnur slík samtök.
Verkefnið, þ.e. skýrsla Mannvits
og Smávirkjunarsjóðurinn, er eitt
af áhersluverkefnum Sóknaráætl-
unar Norðurlands vestra en nánar
má grennslast fyrir um verkefnið
og skýrsluna á www.ssnv.is og
www.mannvit.is.
Margir möguleikar
á smávirkjunum
Mannvit gerði nýverið úttekt á virkjanakostum smá-
virkjana á Norðurlandi vestra fyrir Samtök sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra. Niðurstöður skýrslunnar þykja áhuga-
verðar enda taldir upp 82 mögulegir virkjanakostir.
Alls voru 82 virkjanakostir teknir fyrir í skýrslunni. MYND/MANNVIT
Bjarki Þórarinsson, byggingatækni-
fræðingur hjá Mannviti.
SMÁVIRKJANIR
Áratuga reynsla af nýtingu vatnsafls
Verkís er elsta verkfræðistofa landsins og hefur frá upphafi verið í fararbroddi við
hönnun vatnsaflsvirkjana. Verkís hefur á að skipa hópi reyndra starfsmanna á
öllum fagsviðum og tekur að sér ráðgjöf á öllum stigum hönnunar, allt frá
undirbúningi til gangsetningar og rekstrar.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANDS
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
5
-F
5
A
0
2
2
2
5
-F
4
6
4
2
2
2
5
-F
3
2
8
2
2
2
5
-F
1
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K