Fréttablaðið - 26.01.2019, Qupperneq 102
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
337
„Þar fór í verra,“ sagði
Konráð. „Okkur liggur
á en þurfum að
komast í gegnum þetta
völundarhús fyrst.“
Hann dæsti og bætti
við vonsvikinn, „við
verðum of sein.“
„Of sein, of sein,“ sagði
Kata pirruð. „Hvað gerir
til að vera aðeins of
sein?“ bætti hún við. En
Lísaloppa og Konráð voru
ekki sammála. Þau vildu
mæta á réttum tíma.
Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið?
?
?
?
Katrín Valgerður er nemandi í 10.
bekk Kársnesskóla. Ljóð hennar,
Súðavík, þótti bera af þeim 170
ljóðum sem bárust í Ljóðasam-
keppni grunnskóla Kópavogs.
Hvað kemur til að Kópavogsstelpa
yrkir um Súðavík? Sko, ég átti ætt-
ingja sem lentu í og fórust í snjóflóð-
inu þar 16. janúar 1995 og þegar ég
var að velta fyrir mér hvað ég ætti
að semja um, datt mér þetta í hug.
Hefur þú komið vestur? Ekki
nýlega, kannski þegar ég var svona
fjögurra ára en ég man ekkert eftir
því.
Ertu búin að æfa ljóðagerð lengi?
Já og nei. Ég hef stundum leikið mér
að því að setja eitthvað saman gegn-
um árin, það er samt bara áhugamál
sem kemur upp stöku sinnum, ekk-
ert sem ég er alltaf að gera.
Hefurðu þróað þennan hæfileika
í skólanum? Já, ég gerði þetta ljóð
til dæmis þar þegar verið var að tala
um þessa keppni.
Áttu óbirt ljóð í skúffu? Eitthvað
smá, einhver eru líka geymd í sím-
anum, ef ég er ekki með blað á mér
þá er mjög auðvelt að pikka inn á
hann.
Hver eru annars helstu áhuga-
málin? Ég æfi körfubolta með
Breiðabliki og á þverflautu í Skóla-
hljómsveit Kópavogs.
Hefurðu unnið einhvers staðar? Já,
ég er að vinna í Brynjuís í Engihjalla
svo ég hef nóg að gera.
Á hvað stefnir þú í framtíðinni?
Ég bara hef eiginlega enga hugmynd
um það. En ég þarf að fara að sækja
um framhaldsskóla fljótlega.
Áhugamál
sem kemur upp
stöku sinnum
Katrín Valgerður Gustavsdóttir orti sigurljóð.
Katrín geymir ljóðin sín bæði í skúffu og símanum.
Súðavík
Myrkur
Kílómetrum saman
Smýgur á milli minnstu glufa og
sest á
fingurgóma mína
Þögnin
Svo ógurlega hávær
Borar sig inn í heilann á mér
og vekur hjá mér ónotatilfinn-
ingu
Undarlega hughreystandi
og glottir út í annað
Kuldinn
Eins og löðrungur beint í andlitið
og einu sannindin um að þetta sé
ekki yfirstaðið
Með hverri sekúndu sem líður
rennur burtu sandkorn af von
Plastmengun í sjónum er gríðar stórt umhverfismál. Milljón tonn af plastúrgangi
enda í sjónum á hverju ári. Meira
að segja plast, sem er hent í ruslið,
endar oft í sjónum.
Árið 2050 er áætlað að 99% af
öllum tegundum sjávarfugla verði
með plast í maganum.
Þrátt fyrir þetta þá eykst plast-
framleiðsla í heiminum á hverju ári.
Hver manneskja á Vesturlöndum
notar um 100 kg af plasti á ári.
Fljótandi plast í sjónum berst
með hafstraumum að miðjum
úthöfunum. Það safnast aðallega
saman á fjórum svæðum. Í Norður-
Atlantshafi, Norður-Kyrrahafi,
Suður-Atlantshafi og Indlandshafi.
Plastjakarnir, eins og sumir hafa
kallað þá, eru risastórir. Sá stærsti er
í Norður-Kyrrahafi og hann er sjö-
falt stærri en Ísland. Plastjakarnir
stækka og stækka.
Staðreynd:
Það tekur margar aldir fyrir plast að
brotna niður. Allt upp í 1.000 ár.
Hvað getur þú gert?
l Reynt að velja náttúrulegri efni í
staðinn fyrir plast.
l Ekki nota plaströr.
l Hvatt foreldra þína til að nota
ekki einnota plastumbúðir.
l Tínt rusl úr umhverfinu og farið
með í endurvinnslu.
Plastpoki í sjónum við Tyrklandsstrendur. NORDICPHOTOS/GETTY
2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
2
5
-A
1
B
0
2
2
2
5
-A
0
7
4
2
2
2
5
-9
F
3
8
2
2
2
5
-9
D
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K