Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2019, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 26.01.2019, Qupperneq 108
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2019. Verðlaun að upphæð 800.000 krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlauna- handrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunin niður þetta árið. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 3. júní 2019. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, b.t. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargata 11, 101 Reykjavíkurborg Haukur Ingvarsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 15. febrúar 2019. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni verðlaunahafa. Sýningin Hljóðön verður opnuð í Hafnarborg í dag. Þráinn Hjálmarsson tón­skáld er sýningarstjóri.„Þessi sýning fagnar 5 ára starfsafmæli sam­ nefndrar tónleikaraðar sem tileink­ uð er samtímatónlist og Hafnar­ borg hefur haldið frá árinu 2013,“ segir Þráinn. „Hugmyndin með sýningunni er að draga fram rödd hlutheimsins í upplifun okkar á tónlist. Hvernig hlutir lita upplifun okkar á hljóðunum og tónlistinni í sterkum litum með nærveru sinni þar sem tilvísanaheimur hlutarins getur haft áhrif á samband okkar við hljóðin sjálf og tónlistarlega hlustun. Sem og hvernig hlutir geta sett tónlistinni mörk með efniskennd sinni. Þegar ég hugsa um þessa sýningu finnst mér hún snúast um það hvernig við getum upplifað hljóð og tónlist ólíkt út frá hlutum og samhengi þeirra, hér er verið að hlera mörg ólík samtöl á milli efnis­ heimsins og tónlistarinnar.“ Fiðluleikur og pappahólkur Verk eftir fjölda listamanna eru á sýningunni og eru þau margs konar. Þar á meðal er myndbands­ verk listakonunnar Steinu, Violin Power. „Verkið samanstendur af myndskeiðum frá ólíkum tímum af Steinu að leika á fiðlu. Í verkinu hefur fiðluleikur Steinu áhrif á hvernig myndin bjagast í rauntíma. Hér teiknar Steina í myndbands­ miðilinn með fiðlunni. Tónlistin verður sem afleiða þessarar teikn­ ingar í myndbandsmiðilinn. Það mætti segja að hún leiki ýmist fyrir og á myndbandsmiðilinn með fiðlu­ leik sínum.“ segir Þráinn. Verk frá 1972 eftir Jón Gunnar Árnason er á sýningunni. Þar er um að ræða pappahólk með sellófani innan í og með fylgja einföld fyrir­ mæli listamannsins um það hvern­ ig eigi að meðhöndla verkið. „Á þessum tíma var Jón Gunnar mikill áhugamaður um John Cage og verkið sprettur upp úr þeim áhuga,“ segir Þráinn. „Í þessu einfalda formi; pappahólki og sellófani, leynist heill konsert. Þegar sellófanið er ýmist dregið úr eða komið fyrir í hólknum eða krumpað saman verða til tón­ listarleg augnablik.“ Verkið sem sýningargestir fá að handfjalla er „Þegar ég hugsa um þessa sýningu finnst mér hún snúast um það hvernig við getum upplifað hljóð og tónlist ólíkt út frá hlutum,“ segir sýningarstjóri sýningarinnar Hljóðön, Þráinn Hjálmarsson, sem er tónskáld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Sú góða hefð er fyrir því að Reykja­ víkurborg bjóði til Mozart­tón­ leika á Kjarvalsstöðum á fæðingar­ degi tónskáldsins, 27 janúar. Ekki er vikið frá þessari hefð í ár og tónleikarnir verða á sunnudag og hefjast klukkan 15. Að þessu sinni verður tónlist fyrir blásara í forgrunni. Flutt verður serenaða í c­moll KV 388 og serenaða í Es­dúr KV 375. Flytj­ endur eru allir hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands; Mattí­ has Nardeau, Peter Tompkins, Rúnar Óskarsson, Grímur Helga­ son, Bryndís Þórsdóttir, Brjánn Ingason, Frank Hammarin og Emil Friðfinnsson. Ekki verður einungis f lutt tón­ list því Sigurður Ingi Snorrason klarínettuleikari mun fjalla um tónskáldið og tónlistina sem f lutt verður. Lofa má fallegri og ljúfri stund á Kjarvalsstöðum enda jafn­ ast fátt á við tónlist Mozarts, eins og allir sannir tónlistarunnendur vita svo mætavel. Á alltof skammri ævi samdi hann rúmlega 600 verk sem hafa glatt kynslóðir og svo mun áfram verða um ókomin ár. – kb Ókeypis Mozart á Kjarvalsstöðum Wolfgang Amadeus Mozart. Ólík samtöl efnisheims og tónlistar Sýningin Hljóðön opnuð í Hafnar- borg. Þráinn Hjálmarsson tón- skáld er sýningar- stjóri. Segir hug- myndina vera að draga fram rödd hlutheimsins í upp- lifun á tónlist. eftirgerð, en frumgerðin er vand­ lega geymd undir gleri. „Pappinn og sellófanið eldist ekki sérlega vel en hins vegar undirstrikar efnis­ val Jóns Gunnars að listin er okkur öllum aðgengileg í hvunndeginum, krefst þess eingöngu að við veitum henni athygli,“ segir Þráinn. Innblástur frá Münchausen Verk eftir Magnús Pálsson er gips­ skúlptúr, sem er afsteypa af lúðri. „Verkið er innblásið af sögunni um Baron Münchausen sem var á veið­ um í frosti og blés í lúðurinn með þeim afleiðingum að hljómurinn fraus. Eftir veiðiferðina setti hann lúðurinn yfir arininn og hljóðið þiðnaði og skaust út. Í þessum skúlptúr er Magnús að ímynda sér þetta hljóð,“ segir Þráinn. Hér hafa einungis verið nefnd nokkur verk af þeim fjölmörgu sem sjá má á sýningunni sem verður opnuð klukkan 15. Klukkan 14 mun slagverksleikarinn Jennifer Torrence frumflytja nýtt verk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, auk þess að flytja verk Toms Johnson, Níu bjöllur frá 1979. Um Níu bjöllur segir Þráinn: „Þar gengur slagsverksleikari á milli bjallanna og skapar tónamynstur. Hann er háður gönguleiðinni og hraðanum á milli bjallanna. Þann­ ig setur rýmið og líkami flytjandans tónlistinni mörk.“ Listamenn á Hljóðön Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Ásta Ólafsdóttir, Steina, Steinunn Eldflaug Harðar­ dóttir, Logi Leó Gunnarsson, Jón Gunnar Árnason, James Saund­ ers, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Magnús Pálsson, Tom Johnson, Curver Thoroddsen og Einar Torfi Einarsson. Yfir sýningartímann verða einnig haldnir viðburðir, þar sem fram koma ólíkir lista­ menn og flytjendur. Má þar nefna Harald Jónsson, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, Jennifer Torr­ ence, Marko Ciciliani, Barböru Lüneburg, Skerplu og Berglindi M. Tómasdóttur. LISTIN ER OKKUR ÖLLUM AÐGENGILEG Í HVUNNDEGINUM, KREFST ÞESS EINGÖNGU AÐ VIÐ VEITUM HENNI ATHYGLI. 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 5 -9 C C 0 2 2 2 5 -9 B 8 4 2 2 2 5 -9 A 4 8 2 2 2 5 -9 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.