Fréttablaðið - 26.01.2019, Side 111
Gott og girnilegt
Nú er ljúffenga Goða upphengiáleggið komið í umhverfis-
vænni umbúðir úr pappa. Því er ekkert mál að flokka og endurvinna.
Betra fyrir umhverfið
Goði - alltaf góður
NÝTT
Með góðri sAmvisku
Í Breiðholtskirkju,
eða indíánatjaldi
Guðs, verður fyrsta
Tómasarmessa
ársins á sunnu-
daginn.
Hvað? Smástundamarkaður og fyrir-
lestur um gullinsnið
Hvenær? 13.00
Hvar? Hönnunarsafn Íslands
Smástundamarkaður í samstarfi
við hönnuðina Hildigunni Gunn-
arsdóttur og Snæfríði Þorsteins
verður haldinn laugardaginn
26. janúar nk. kl. 13-15 í Hönn-
unarsafni Íslands. Á markaðnum
verður kynnt sérstaklega Rifdaga-
tal sem þær hafa hannað og selt
undanfarin ár ásamt fleiri skipu-
lagsmiðuðum vörum sem nefnast
Kontrólkubbar. Í dag, laugardaginn
26. janúar, heldur arkitektinn
Paolo Gianfrancesco fyrirlestur um
gullinsnið í tengslum við sýningu
á verkum Einars Þorsteins Ásgeirs-
sonar í Hönnunarsafni Íslands.
Einar Þorsteinn var arkitekt sem
var mikill stærðfræðingur og sér-
fræðingur á sviði margflötunga.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Sunnudagur
hvar@frettabladid.
27. JANÚAR 2019
Tónlist
Hvað? Árlegir Mozart-tónleikar á
Kjarvalsstöðum
Hvenær? 15.00
Hvar? Kjarvalsstaðir
Hefð er fyrir því að Reykjavíkur-
borg bjóði til Mozart-tónleika á
Kjarvalsstöðum á fæðingardegi
tónskáldsins. Að þessu sinni verður
tónlist fyrir blásara í forgrunni.
Flutt verður serenaða í c-moll KV
388 og serenaða í Es-dúr KV 375.
Flytjendur eru allir hljóðfæraleik-
arar í Sinfoníuhljómsveit Íslands.
Mattíhas Nardeau, Peter Tompkins,
Rúnar Óskarsson, Grímur Helga-
son, Bryndís Þórsdóttir, Brjánn
Ingason, Frank Hammarin og Emil
Friðfinnsson.
Hvað? Hið heimsþekkta Requiem
eftir Schnittke flutt af Schola cant-
orum á Myrkum músíkdögum
Hvenær? 16.00
Hvar? Hallgrímskirkja
Schola cantorum, kammerkór Hall-
grímskirkju, ásamt 11 manna mjög
óvenjulega samsettri kammer-
sveit flytur Requiem eftir Alfred
Schnittke og frumflytur einnig Ave
verum corpus og Diliges Dominum
eftir Sigurð Sævarsson, í Hallgríms-
kirkju sunnudaginn 27. janúar nk.
kl. 16.00.
Viðburðir
Hvað? Sigurður málari og konurnar
í kring
Hvenær? 15.00
Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg
Elsa Ósk Alfreðsdóttir þjóð-
fræðingur flytur erindi um Sigurð
Guðmundsson málara (1833-1874)
sem gjarnan er minnst fyrir að
hafa eflt áhugann á íslenska þjóð-
búningum.
Hvað? Hamingja og árangur
Hvenær? 08.00
Hvar? Harpa
Sunnudaginn 24. febrúar næstkom-
andi fer fram í Hörpu fyrirlestra-
dagurinn Hamingja og árangur sem
ráðgjafarfyrirtækið Meðbyr stend-
ur fyrir. Þar mun íslenskt afreksfólk
á heimsmælikvarða ræða leið sína
að árangri, ásamt fagfólki í jafn-
vægislistinni um lífið.
Hvað? Veganesti fyrir lífið
Hvenær? 20.00
Hvar? Breiðholtskirkja
Fyrsta Tómasarmessan í Breið-
holtskirkju, tjaldkirkjunni í
Mjódd, á þessu ári verður sunnu-
dagskvöldið 27. janúar kl. 20.
Umfjöllunarefni messunnar nk.
sunnudag verður: „Veganesti fyrir
lífið“. Sr. Ólafur Jón Magnússon
skólaprestur predikar og hljóm-
sveit Kristilegra skólasamtaka
(KSS) leiðir tónlistina ásamt
Matthíasi V. Baldurssyni og Páli
Magnússyni, en þess verður ein-
mitt minnst við þessa messu að
nú eru 40 ár liðin frá stofnun
kristilegu skólahreyfingarinnar.
Tómasarmessan hefur unnið sér
fastan sess í kirkjulífi borgarinnar,
en slík messa hefur verið haldin í
Breiðholtskirkju síðasta sunnudag
í mánuði, frá hausti til vors, allt frá
1997.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 53L A U G A R D A G U R 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9
2
6
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:3
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
2
5
-7
A
3
0
2
2
2
5
-7
8
F
4
2
2
2
5
-7
7
B
8
2
2
2
5
-7
6
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
2
5
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K