Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 118

Fréttablaðið - 26.01.2019, Page 118
 Endurkomurnar sem enginn bað um Þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur eftir Klaustursmálið og voru álíka velkomnir aftur og frunsa á efri vörinni rétt fyrir árshátíð. Hér verður farið yfir nokkra fræga einstaklinga sem reyndu að koma aftur, af einhverri ástæðu. Ja Rule Ja Rule átti stuttan en góðan feril í kring- um 2000. Hann orgaði með djúpri röddu inn í hjörtu allra áhorfenda Popp Tíví sem sáu myndbönd við lög eins og Always on time með honum og Ashanti og I’m real með honum og Jennifer Lopez. Árið 2017 reyndi rapparinn að koma aftur, núna sem skipuleggjandi tónlistarhátíðar fyrir ríkt fólk. Já, hann var maðurinn bak við hina frægu misheppnuðu tónlistar- hátíð Fyre Festival, svona Keflavík Music Festival Bahamaeyja. Fólk er allavega að tala um hann? Limp Bizkit Fyrsti áratugur aldarinnar var ansi skrítinn tími að mörgu leyti, meðal annars, eiginlega aðal- lega, vegna þess að hin svokallaða nu-metal tón- listarstefna var gífurlega vinsæl. Þetta var ótrúlega hallærisleg tónlistarstefna sem blandaði saman einhvers konar „cock- rock“ elementum við það hvernig hvítt millistéttar- fólk sá rapptónlist. Limp Bizkit var ein þekktasta sveit þessarar tónlistar- stefnu og þegar nu-met- allinn dó hvarf sveitin – eða hvað? Nei, Limp Bizkit sneri aftur, ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur fjórum sinnum. Og það er plata á leiðinni frá þeim. Stephen Baldwin Baldwin-fjölskyldan er skrítin, það er erfitt að segja annað. Alec Baldwin er líklega eðlilegasti með- limur fjölskyldunnar og það náðist á upptöku þegar hann kallaði dóttur sína svín. Stephen er með- limur þessarar fjölskyldu – hann lék í nokkrum fínum myndum í byrjun 10. áratugarins eins og The Usual Suspects. Svo kom hrina af stórkostlega slöppum myndum og hann hvarf. Í kringum 2007 reyndi hann að snúa aftur, meðal annars reyndi hann að komast í þáttinn Hannah Montana með því að fá sér tattú með nafni þáttarins. Það tókst ekki svo að hann brunaði beint yfir í raunveruleikaþáttinn Big Brother þar sem hann gat ekki hætt að tala um trúmál og var rekinn snar- lega í burtu. Lindsay Lohan Lindsay Lohan lék sig inn í hjörtu okkar allra að eilífu í hinni geysivinsælu költmynd Mean Girls og því er ákaflega sárt að setja hana á þennan lista. Hún lenti, eins og líklega flestir á þessum lista, í eiturlyfja- djöflinum og hvarf úr sviðs- ljósinu fyrir utan nokkrar sorglegar fréttir af einkalífi hennar. Hún sneri svo aftur í kvikmyndinni The Canyons árið 2013 – og til eru greinar á internetinu um hversu ótrúlega mikið lestarslys sú mynd var. Lohan kíkti reyndar svo til Íslands í brúðkaupið hans Bam Margera, þannig að það var fínt hjá henni. Nokkrir frægir sem tókst að snúa aftur: Neil Patrick Harris Britney Spears Birgitta Haukdal Robert Downey Jr. Ellen Charlie Sheen Í kringum 2011 var nánast ekki talað um neinn annan leikara en Charlie Sheen. Hann lék í hinum geysivin- sælu þáttum Two and a half men og fékk víst 2 milljónir dollara fyrir hvern einasta þátt – og hann þurfti ekki að leggja mikið á sig í þessum lapþunnu grínþáttum. Svo gerðist eitthvað, sem kom í ljós eftir á að var mögulega sú staðreynd að hann greindist með HIV á þessum tíma, og hann klúðraði öllu lífi sínu á sturluðum eiturlyfja- bender, með- al annars þægilega starfinu sínu í Two and a half men. Hann reyndi svo að snúa aftur í þáttunum Anger Manage- ment en þeir gengu bara í tvær seríur því að öllum var sama og enginn bað um að fá hann aftur. 2 6 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R60 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 6 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 2 5 -9 7 D 0 2 2 2 5 -9 6 9 4 2 2 2 5 -9 5 5 8 2 2 2 5 -9 4 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.