Mosfellingur - 30.01.2014, Page 22
Varmá Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ
Heimili: Súluhöfði 9.
Starf: Aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Fæðingardagur: 10. apríl 1968.
Maki: María Pálsdóttir.
Börn og aldur þeirra: Páll 21 árs, Róbert 18 ára og Sesselja 15 ára.
Menntun: Lögregluskóli ríkisins 1990-1992, Iðnskólinn í Reykjavík
1987 til 1990, Menntaskólinn að Laugarvatni 1984 til 1986.
Félagsstörf: Ég sat í stjórn Golfklúbbsins Kjalar 2004 til 2008.
Frá 2006 hef ég setið í íþrótta- og tómstundanefnd og verið
formaður hennar frá 2009. Varabæjarfulltrúi frá 2010 og fulltrúi
Mosfellsbæjar í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Ég
hef setið í stjórn Golfsambands Íslands frá 2007 og er formaður
afreksnefndar.
Áhugamál: Helstu áhugamálin eru líkamsrækt og golf og þá eru
félagsstörf einnig afar skemmtileg og ég verð að telja með sem
áhugamál.
Tölvupóstur: theodor.kristjansson@lrh.is
Heimasíða: www.facebook.com/theodor.kristjansson.3
Helstu áherslur: Áherslur mínar snúa að því að kjörnir fulltrúar,
starfsmenn og stjórendur bæjarins, fylgi skýrri stefnu og mark-
miðum Mosfellsbæjar. Þannig tel ég best tryggt að sameiginleg
gildi okkar um gott, réttlátt og heilbrigt samfélag ráði för, hvort
sem fjallað er um þjónustu, uppbyggingu skóla, leikskóla,
aðstöðu til íþrótta- eða æskulýðsstarfs, menningar eða lista.
Theódór Kristjánsson gefur kost á sér í 5. sæti
Sturla Sær Erlendsson gefur kost á sér í 6. sæti
Heimili: Rituhöfði 4.
Starf: Starfsmaður í Fiskbúðinni Mos og nemi.
Fæðingardagur: 12. mars 1995.
Maki: Á kærustu.
Börn og aldur þeirra: Engin.
Menntun: Er þriðja árs nemi á félagsfræðibraut á hagfræðikjör-
sviði í Menntaskólanum við Sund.
Félagsstörf: Hef alla tíð verið virkur í félagsstörfum. Ég var
fulltrúi Lágafellsskóla í fyrsta ungmennaráði Mosfellsbæjar.
Áhugamál: Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og æfði bæði
handbolta og fótbolta með Aftureldingu. Ég stunda snjóbretti
og hanna og sauma fatnað, auk þess nýt ég þess að bæði teikna
og mála.
Tölvupóstur: stulli95@hotmail.com
Helstu áherslur: Mosfellsbær hefur stækkað hratt á liðnum
árum og tel ég mikilvægt að unga fólkið gleymist ekki í öllum
breytingunum. Ég vil virkja ungmennaráð Mosfellsbæjar meira
og bæta aðstöðu fyrir ungt fólk sem vantar alveg og þurfa ungir
Mosfellingar að leita til annarra bæjarfélaga fyrir afþreyingu. Til
að halda unga fólkinu í bænum þarf að fjölga leiguíbúðum. Ég
ætla að leggja mig fram í störfum mínum við að láta rödd unga
fólksins í Mosfellsbæ hljóma.
Ég tel einnig mikilvægt að styðja vel við íþrótta- og tómstunda-
mál. Það þarf líka að kynna gönguleiðir bæði fyrir bæjarbúum og
ferðamönnum, laga hjólabrettagarðinn og skoða aðstöðu fyrir
jaðaríþróttir, enda Mosfellsbær mikill heilsubær þar sem mikið
framboð er af útivist og hreyfingu.
Örn Jónasson gefur kost á sér í 6. - 8. sæti
Heimili: Hjarðarland 4-a.
Starf: Verkefnastjóri á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands.
Fæðingardagur: 16. febrúar 1962.
Maki: Helga Jóhannesdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri
Þjóðskjalasafns Íslands.
Börn og aldur þeirra: Franz Jónas Arnar, 20 ára
og María Ísabella 17 ára.
Menntun: M.Sc i viðskiptafræði í alþjóðaviðskiptum og stjórnun,
rekstrarhagfræðingur, kerfisfræðingur. Hef tekið viðbótarnám-
skeið í fjármálum og verkefnastjórnun.
Félagsstörf: Sat í stjórn Sjáflstæðisfélags Mosfellinga frá 2004-
2006. Sit í stjórn stjórn Starfsmannafélags Seðlabanka Íslands.
Hef setið í kjörnefnd Eskifjarðar, setið í stjórn UMF Austra á
Eskifirði, auk þess setið í Sjómanndagsráði Eskifjarðar. Hef auk
þess komið að foreldafélögum hjá Frjálsíþróttadeild UMFA og
unnið að mótshöldum á þeirra vegum.
Áhugamál: Að eiga góðar samverustundir með ættingjum og
vinum, ferðalög, lestur góðra fræðandi bóka og blaða, samfélags-
mál, gönguferðir og hljólreiðatúrar í fallegu umhverfi.
Tölvupóstur: ornjo@simnet.is
Helstu áherslur: Atvinnumál, umhverfismál, og vil stuðla að
því að Mosfellsbær verði enn betra bæjarfélag að búa í, jafnt
fyrir unga sem aldna. Vil laða að öflug fyrirtæki til bæjarins sem
verði undirstöður blómlegrar byggðar og mannlífs í öflugum
Mosfellsbæ framtíðarinnar. Vil stuðla að því Mosfellsbær verði
það bæjarfélag á landinu, þar sem eftirsóknarverðast verði að
búa í fyrir fólk á öllum aldri, fjölskyldur og fyrirtæki með öflugri
grunnþjónustu.
Dóra Lind Pálmarsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti
Heimili: Litlikriki 2.
Starf: Byggingatæknifræðingur hjá EFLU verkfræðistofu.
Fæðingardagur: 1. apríl 1985.
Maki: Maríus Þór Haraldsson.
Börn og aldur þeirra: Engin börn.
Menntun: Útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund vorið 2005.
Haustið 2006 kláraði nám í íþróttum við Íþróttalýðháskólann í
Árósum, Danmörku. Útskrifaðist sem byggingatæknifræðingur
frá Háskólanum í Reykjavík í lok árs 2010.
Félagsstörf: Sat í stjórn nemendafélags Menntaskólans við
Sund í skemmtinefnd. Sat í stjórn nemendafélags bygginga-
tæknifræðinga í Háskólanum í Reykjavík sem skemmtanastjóri
og formaður ásamt því að ritstýra riti byggingatæknifræðinema.
Sat í stjórn starfsmannafélags Ístaks sem ritari. Sit í stjórn
starfsmannafélags EFLU sem gjaldkeri.
Áhugamál: Útivist, íþróttir, eldamennska, hönnun,
umhverfis- og skipulagsmál.
Tölvupóstur: dlp@efla.is
Heimasíða: www.facebook.com/doralindpalmarsdottir4saeti
Helstu áherslur: Mosfellsbær er fjölskylduvænt bæjarfélag þar
sem stutt er í fallegu náttúruna sem umlykur bæjarfélagið. Ég
vil nýta mína krafta í að halda samfélagi okkar fjölskyldu- og
umhverfisvænu. Einnig finnst mér mikilvægt að styðja við ungt
fólk sem er að stofna fjölskyldu og þar þarf samstarf á milli skóla,
heimilis og þeirra sem sinna tómstundastarfi barna að vera
gott. Skipulagsmál eru mér einnig hugleikin þar sem ég tel að
uppbygging miðbæjar, nýrra hverfa og atvinnulífs sé mikilvægur
liður í því að skapa fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag.
Heimili: Skeljatangi 12.
Starf: Bæjarfulltrúi.
Fæðingardagur: 29. desember 1976.
Maki: Örnólfur Örnólfsson.
Börn og aldur þeirra: Eydís Elfa 13 ára, Fannar Freyr 9 ára
og Guðni Geir 7 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur og stunda nú meistaranám í
opinberri stjórnsýslu.
Félagsstörf: Bæjarfulltrúi frá 2010. Er formaður bæjarráðs og
formaður skipulagsnefndar. Sit í stjórn Strætó, skólanefnd Fram-
haldsskólans í Mosfellsbæ og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgar-
svæðisins. Hef tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og ég
sit nú í stjórn flokksráðs sem formaður atvinnuveganefndar.
Áhugamál: Áhugamál mín snúa mikið að útivist og hreyfingu og
þá helst hlutum sem fjölskyldan getur gert saman. Þess fyrir utan
heilla samfélagsmál af ýmsum toga.
Tölvupóstur: bryndis@mos.is
Helstu áherslur: Ég hef haft mikla ánægju af því að vinna
fyrir íbúa Mosfellsbæjar að því að gera góðan bæ enn betri. Ég
legg áherslu á að við frekari uppbyggingu bæjarins sé hugað
sérstaklega að sérkennum Mosfellsbæjar og tengslum hans
við náttúruna. Mosfellsbær er og á að vera grænn og
fjölskylduvænn bær, bær þar sem vel er hugað að þörfum ungra
sem aldinna. Ég legg áherslu á ráðdeild og skynsemi í rekstri
bæjarins, samtal og samvinnu allra kjörina fulltrúa, starfsmanna
og íbúa. Ennfremur legg ég áherslu á fjölbreytileika og valfrelsi í
skólamálum og einstaklingsmiðaða velferðarþjónustu.
Bryndís Haraldsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti
Au
gl
ýs
in
g
sjá
lfs
tæ
ðis
fél
ag
M
os
fel
lin
ga